Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från 2021

Mætti ég biðja um ...

Danir eru kurteisir (kannski er allur heimurinn kurteisari en Íslendingar). Þeir segja „Må jeg be’ om …“ þegar þeir panta pítsu á veitingahúsum eða kaupa sér snúð á Nørrebrogade. En Danir eru líka öðruvísi kurteisir. Undanfarna daga hefur eitthvað verið að trufla mig í öðru auganu svo ég fann mig knúna til að reyna að finna augnlækni til að lækna mig. Eftir flettingar á netinu varð mér fullljóst að ekki væri hlaupið að því að fá læknatíma verandi framandi vera í dönsku þjóðfélagi, eiginlega bara hreinræktaður túristi, og auk þess er heimsfaraldur covid-19 að setja mörg strik í reikning heilbrigðiskerfisins. En ég fann heimasíðu læknastofu niðri í bæ og sendi póst í gærkvöldi og spurði hvort einhver möguleiki væri á að koma mér að. Snemma í morgun fékk ég svar frá læknaritaranum Hanne, sem sagði að það væri hálfs árs bið eftir tíma hjá þeim og engin leið að troða mér að. Þá sendi ég stórri augnlæknastöð í Charlottenlund póst (plan B) og viti menn, ég fékk svar hálftíma síðar. Hálftíma s

Stórir rassar og stór hús

    Áðan las ég smartlandsumfjöllun um mann sem hætti að leigja íbúð í Grafarvogi vegna dýrtíðar (og vegna þess að hann var ekkert mjög mikið heima hjá sér) og keypti sér hjólhýsi sem hann býr í ásamt sambýliskonu. Um daginn las ég líka um danska konu sem fannst borgarlífið í venjulegri íbúð tilgangslaust og óvistvænt. Konan keypti sér hirðingjatjald og flutti ásamt ungum syni inn í sænskan skóg og þar hafa þau búið um árabil við aðstæður sem flestum þykja frumstæðar. Mér finnst þetta áhugaverðar sögur því ég velti því svo oft fyrir mér hvað fólk þarf marga fermetra undir rassinn á sér (svo ég tali nú ekki um alla bílana sem þjóna hlutverki yfirhafna fyrir mjög marga - sumt fólk sem ég þekki ekur alltaf eitt í bíl, það virðist ekki einu sinni geta deilt bíl með þeim sem það deilir rúmi með). Hvers vegna þarf fólk svona mikið pláss? Hafið þið séð hvað mörg hús og íbúðir sem eru til sölu og eru óheyrilega stór? Nú skil ég alveg að einhver kjósi að hafa rúmt um sig en mér fi

Listakona á Rolfsvej

   Elín Pjet. Bjarnason Sumir rithöfundar og bloggarar fá mörg símtöl, bréf og pósta frá lesendum sínum þar sem brugðist er við skrifunum með ýmsum hætti. Ég fæ lítið af slíkum viðbrögðum nema í formi þumla og einstaka skilaboða á samfélagsmiðlum, sem eru reyndar kærkomnir miðlar sem ég kann að meta. Ég á samt nokkur bréf og pósta frá lesendum, en það er ekki mikið að vöxtum. Kannski eru hinir skrifararnir bara að ljúga eða ýkja viðbrögðin við skrifum sínum til að vekja á sér athygli, það gæti svo sem alveg verið. En hvað sem þessu líður þá fékk ég um daginn, eftir að ég hafði skrifað um höfund lagsins sem sungið er við íslenska þjóðsönginn og eiginkonu hans og húsið sem Sveinbjörn dó í á Friðriksbergi, afar skemmtilega  pósta frá einum lesanda þessarar síðu. Lesandinn sagði mér frá mjög áhugaverðri og jafnframt býsna óþekktri íslenskri listakonu, Elínu Pjet. Bjarnason (1924-2009), sem bjó mestan hluta ævinnar og dó í Danmörku, seinni árin bjó hún einmitt á Friðriksbergi. Af því sem é

Jarðhræringar og eldglæringar

Í gær rigndi mikið með reglulegum þrumum og eldingum hérna í Split. Það kom ekki á óvart, ég fylgist með veðurspánum. Hins vegar var ekkert sem varaði okkur við jarðskjálftanum sem dundi yfir um tíuleytið í gærkvöldi. Hann mældist eitthvað í kringum 5 og húsið skalf og nötraði í að minnsta kosti 8 sekúndur. Mér fannst það frekar stressandi. Ég hef ekki hugmynd um burðarþol og járnabindingu húsa sem eru frá því snemma á miðöldum og bjóst þess vegna við að þetta þúsund ára gamla hús sem ég dvel í myndi breytast í grjóthrúgu. Í vikunni fékk ég fyrirspurn frá höfundi, sem nýlega gaf út fyrstu bók, hvort það sem viðkomandi kallaði útgáfu high væri ávanabindandi. Því gat ég ekki svarað því ég finn ekki svo mikið fyrir slíku. Eiríkur Örn Norðdahl talar um að gíra sig upp í jólabókaflóðið og honum finnst þetta greinlega taugatrekkjandi. Ég er annað hvort of gömul (sem kunnugt er gaf ég út fyrstu bók 45 ára og hafði þá auðvitað marga fjöruna sopið) eða tilfinningasljó eða meðvituð um geðorðin

Vígt vatn af skornum skammti

Þessa vikuna dvel ég í Króatíu. Að lenda á flugvellinum í Split er svolítið eins og að lenda á Ísafirði, stefna á fjall og taka svo skyndilega U-beygju (nú ætla ég samt ekki að reyna að ljúga því að ég hafi einhverntíma flogið til Ísafjarðar). Hér er hlýtt loft og volgt Adríahaf sem er svo salt að mér líður eins og nætursaltaðri ýsu eftir að hafa fleygt mér í öldurnar. Mér skilst að gistihúsið sem ég dvel í sé þúsund ára og að næstu hús séu frá því um árið 300 svo mér líður mjög vel. Allt sem er gamalt og mikið notað hentar mér best, þannig hef ég alltaf verið. Helstu merki um að nú geysi heimsfaldur eru þau að það er ekkert vígt vatn í kirkjunum. Í einni vígðavatnsskál í kirkju sem ég heimsótti í fyrradag lá meira að segja bara brúsi með spritti svo að kirkjugestir gætu dassað á sig veiruvörn. Þetta er óneitanlega forsendubrestur fyrir konu sem er vön því að fara inn í evrópskar kirkjur og sletta á sig skítugu vatni í nafni föður og sonar og heilags anda.

Niðurbrjótanlegir pokar

Í garðinum við húsið mitt í Kaupmannahöfn eru tunnur fyrir flokkað rusl, svona eins og gengur og gerist, þar á meðal ein fyrir lífrænan úrgang. Í horni garðsins er líka kúla fyrir gler og skot fyrir storskrald; húsgögn, raftæki, innréttingar og fleira, sem er sótt fólki að kostnaðarlausu. Þetta finnst mér algjörlega til fyrirmyndar, ég ergi mig stöðugt á því hvað grenndarstöðvar eru fáar í Reykjavík, það er alltaf gert ráð fyrir því að fólk komi akandi í þær. Þennan mánuð sem ég hef dvalið hérna hef ég leitað að fullkomlega niðurbrjótanlegum pokum undir lífrænt rusl. Þá hef ég oft keypt í Reykjavík en alls ekki fundið í búðum hér í kringum mig. Í gær tók ég mig til og fór að leita mér upplýsinga um dönsk ruslamál á vefsíðum. Þar komst ég að því að húsfélög geta pantað fötur og poka undir lífrænan úrgang  sér að kostnaðarlausu og deilt til íbúanna. Einnig kom fram að það megi sækja poka og fötur í hin og þessi bókasöfn og einhverja fleiri opinbera staði. Mér fannst þetta eitthvað furðu

Dánarstaður menningarmanns

Dr. Priemes Vej 1 árið 1947 Einu sinni var nítján ára stúlka sem hét Eleanor Christie. Hún bjó með móður sinni, ekkju eftir lögmann, í Bolfracks Cottage, nálægt Aberfeldy í miðjum skosku hálöndunum. Eleanor hafði gengið í einkaskóla á heimaslóðum og heimavistarskóla í York, hún var drátthög og áhugasöm um listir og málaði blómamyndir. Hún átti gamla tónelska frænku sem bjó í Wales, frænkan hét Helen Powell. Stundum kom vinur Helen í heimsókn til hennar og dvaldi hjá henni í Wales. Þetta var miðaldra músíkant sem ættaður var frá Íslandi, en hann hafði hátt í tvo áratugi búið í Edinborg og kompónerað tónlist og stundað píanóleik og kennslu. Eitt sinn þegar píanóleikarinn heimsótti gömlu vinkonu sína rak hann augun í mynd af stúlku sem honum þótti sjarmerandi og spurðist fyrir um hana. Helen sagði honum að þetta væri Eleanor frænka hennar sem byggi í Skotlandi. Manninum leist svo vel á stúlkuna að hann bað um að hann yrði kynntur fyrir mömmu hennar. Gömlu frænkunni fannst það sjálfsagt má

Frú Braki og ferilsskráin

  Þetta er mynd af opnu í Alt for damerne sem liggur á borðinu Á meðan ég bjó til croque madame í hádeginu rifjaðist upp fyrir mér að ég þyrfti að skrifa áfangaskýrslu og senda til Rannís og semja svo umsókn um listamannalaun. Mér finnst þeir dagar sem ég ver ár hvert í að skrifa svoleiðis umsókn ótrúlega nálægir hver öðrum, tíminn líður svo hratt. Umsókn um listamannalaun þarf að fylgja ferilsskrá. Ég er, því miður, trassi og fylli ekki út ferilsskrána (það má líka skrifa ferilskrá en ég ætla að hafa tvö s) jafnóðum, þannig að ég þarf að rifja upp hvað ég hef gert undanfarið sem ég þarf að bæta á gömlu ferilsskrána. Þá hugsa ég með mér að ég ætti að taka í notkun heimasíðuna sem sonur minn (sem varði meistararitgerð í tölvunarfræði í síðustu viku) er búinn að leggja drög að. Ég þarf bara að ákveða hvað á að vera á þeirri síðu og setja það inn - og þar stendur hnífurinn í kúnni, ég humma þær vangaveltur fram af mér. En ferilsskrá væri eitt sem gæti verið á heimasíðunni. Við uppfærslu

Kveðjubréf látinnar móður (eða sjálfsvíg í gulli slegnu baðherbergi)

Ég hef mjög gaman af sögum um fjölskylduleyndarmál. Allskonar safaríkum og leyndardómsfullum sögum sem Íslendingabók og minningargreinar afhjúpa ekki, því fólki er svo umhugað að leyndarmálin komi ekki upp á yfirborðið. Það er oft ekki fyrr en í þriðju kynslóð, þegar þeir sem málið varðar eru komnir í gröfina, að afkomendur fara að leita sér upplýsinga eða kveikja á perunni, að flettist ofan af sögunum. Svona leyndarmál eru mun algengari en margt fólk heldur, það eru mjög margar manneskjur sem eiga sér dulafulla fortíð, eru narsissísk flögð undir fögru skinni eða hafa eitthvað magnað að dylja. Um síðustu helgi skemmti ég mér yfir svakalegri fjölskyldusögu í sex þáttum sem er á vef Danmarks radio og er vinsælasta hlaðvarpssería Dana um þessar mundir. Þættirnir heita Mors afskedsbrev . Adrian Lloyd Hughes er tæplega sextugur, vel þekktur og snobbaður, danskur fjölmiðlamaður sem gerði þetta vinsæla hlaðvarp. Þar fjallar hann um mömmu sína, Jette Dreyer Hughes, og hennar fjölskyldu og það

Karl skrifar bók - kona les bók

Nú er ég búin að lesa aðra bókina sem ég hef keypt hérna í Kaupmannahöfn. Það er bókin Store Kongensgade 23 eftir Søren Ulrik Thomsen (f.1956). Ég held að mér sé óhætt að segja að Søren Ulrik sé eitt þekktasta ljóðskáld Dana. Hann byrjaði sem módernisti en hefur seinni árin verið að færa sig yfir í alþýðlegri kveðskap (þetta las ég einhvers staðar og sel ekki dýrar en ég keypti, ekki ætla ég að þykjast vera vel lesin eða búin að ígrunda ljóð hans). Litla bókin ( et essay , kallar hann hana), sem ber nafn heimilisfangs þar sem hann bjó í eitt ár þegar hann flutti með fjölskyldunni til Kaupmannahafnar utan af landi 17 ára ga mall, er eins konar endurminningabók. Hún fjallar um mótunarár höfundarins og móður hans sem veiktist á geði þegar hann var ungur. Søren Ulrik Thomsen er níu árum eldri en ég. Það má auðvitað segja að við séum bæði svolítið roskin og með annan fótinn á grafarbakkanum, en mér finnst samt fyndið að hann skrifar svolítið eins og hann sé háaldraður maður. Það er samt ka

Aftur í Höfn

Það er komið haust og ég er aftur sest að í götu Henriks Bjelkes. Ég er ekki stödd í sömu íbúð og þegar ég var hér í vor, við fengum leigða rúmbetri og fallegri íbúð hinum megin við götuna. Ég er búin að skrifa lista yfir næstu verkefni sem liggja fyrir í gula bók. Mér finnst gott að skrifa lista yfir það sem ég þarf að gera, á listann set ég bæði stór og smærri verkefni, svo strika ég verkefnin út jafnóðum og þau eru framkvæmd. Gallinn er samt sá að núna eru bara stórverkefni á listanum, sum eru þess eðlis að þau taka daga eða viku, önnur mánuði og jafnvel ár. Ég ætla að reyna að brjóta einhver verkefnanna upp og endurgera listann til að ég geti strikað eitthvað út á næstunni. Þó að það sé ys og þys rétt fyrir utan hjá mér þá er líka rólegt því að þegar ég er að heiman er rólegra hjá mér en þegar ég er heima. Fólk á reyndar almennt ekki mörg erindi við mig og þegar fólk veit af mér í útlöndum hefur það enn sjaldnar samband en endranær. Og ekki trufla pípin í símanum mig, ég byrja allt

Höll fótahvíslaranna og dauð blóm

Í Danmörku eru jafn margir fótaaðgerðafræðingar að störfum og sálfræðingar og þerapistar í Frakklandi. Í götunni minni í Kaupmannahöfn er meira að segja stór höll sem merkt er fótahvíslarastéttinni. En ég er reyndar komin til Reykjavíkur og mun ekki sjá þetta hús aftur fyrr en síðsumar þegar ég ætla aftur að koma mér fyrir í götu Henriks og fótaþerapistanna. Í gærkvöldi varð ég mjög sorgmædd. Ég fór út í garð að leita að digitalis, sem heita fingurbjargarblóm á íslensku. Þau hafa vaxið í fimmtán ár í garðinum, alveg síðan ég sáði þeim. Þarna hafa þessar tvíæru jurtir viðhaldið sér í flestum garðshornum, en skelfilega kalt vor með allt of mörgum frostnóttum hefur greinilega drepið allar digitalisplöntrnar. Æ, æ, og ó, ó.

Dylanmennirnir

Bob Dylan er nýorðinn áttræður. Eins og var fyrirsjáanlegt spruttu Dylanmennirnir fram úr öllum hornum og fögnuðu í einkamiðlum og á opinberum vettvangi. Fréttatími RÚV í gær fagnaði líka afmælinu með veglegri umfjöllun og einn menningarblaðamaður sagði í yfirskrift blaðagreinar að afmælinu fögnuðu allir góðir menn. Í morgun minntist vinkona mín á tíu ára gamla sænska grein, sem birtist í tilefni sjötugsafmælis nóbelsverðlaunahafans í nöldurkenndu rími (textinn við Positively 4th street hlýtur að vera eitt magnaðasta nöldur bókmenntasögunnar). Greininn Män som missbrukar Dylan , er eftir Hönnu Fahl og þar fjallar hún um Dylanmennina, en Hanna kveðst hafa hitt margan Dylanmanninn í lífi sínu. Nánasti vinur Hönnu, sagnfræðingurinn og skjalavörðurinn Fredrik Egefur, er Dylanmaður (hann er samt kannski fyrrverandi Dylanmaður núna), en Dylanmenn eru þeir sem vímast gjarna allir upp þegar Dylan berst í tal, þeir geta verið á öllum aldri og með ólíkar pólitískar skoðanir en eiga það sameigin

Henrik Bjelke, reiðhjól og bækur

Það er langt síðan ég hef gefið mér tíma til að skrifa eitthvað hérna, en núna, á hvítasunnudegi, pinsedag eins og Danir kalla hann, finnst mér einmitt vera rétti tíminn til að opna þessa síðu aftur. Ég sit í lítilli íbúð við götu á Nørrebro sem kennd er við Henrik Bjelke, nafn sem hlýtur að rifjast upp fyrir öllu gömlu fólki sem gekk í barnaskóla á Íslandi á síðustu öld. Þegar ég var í skóla og við lærðum um erfðahyllinguna og Kópavogsfundinn, sem haldinn var í júlí 1662, fór Rúnar kennari með bekkinn í strætó í Kópavog, þar settum við upp impróviseraðan leikþátt um Kópavogssamninginn, þar sem ég var sett í hlutverk Bjelkes. Það fannst mér ekki skemmtilegt. Henrik Bjelke (1615-1683) byggði víst skansinn á Bessastöðum og lét flytja þangað fallbyssur, en ég ætla nú alls ekki að fara að fjölyrða um þennan mann sem Friðrik þriðji gerði að landsstjóra á Íslandi (enda veit ég ósköp lítið um hann). Hér til hliðar er samt mynd af Bjelke.     Eins og allir vita þá eru reiðhjól mikilvægur ferða

Baráttudagur kvenna

  Starfandi framkvæmdastjóri Alþjóðabankans, Mari Pangestu, segir í viðtali við DN að í coronafaraldrinum beri konur þyngsta krossinn. Hún vill kalla þetta alþjóðlega kvennakreppu, að covid-19 hafi breikkað bilið á milli kynjanna og rifið upp gamla mismunun. Kvennastéttir hafa orðið verst úti og konur hugsa mest um börnin sem sum hafa ekki hafa fengið að fara í skólann í lengri tíma. Meðan ég las viðtalið við hana, sem fjallar um konur um allan heim, rifjuðust upp fréttir sem ég hef lesið um að ekki sé hugað að jafnrétti í ákvörðunum á Íslandi, til dæmis er ein nýleg hérna um karllægar aðgerðir stjórnvalda . Í dag verður kynnt kæra níu íslenskra kvenna til Mannréttindadómstóls Evrópu . Konurnar kæra íslenska ríkið fyrir að fella niður mál þeirra. Þær höfðu kært kynferðisof­beldi, heim­il­isof­beldi eða kyn­bundna áreitni en mál þeirra voru felld niður í íslensku réttarkerfi. Ofbeldi í garð kvenna er kerfisbundið. Til hamingju með baráttudag kvenna!

Ertu að reyna að vera fyndin?

Iris Murdoch með kisunni sinni Fyrir mörgum árum, í viðtali um einhverja bók eftir mig, spurði fjölmiðlamaður mig eftirfarandi spurningar: „Ertu að reyna að vera fyndin?“ Ég hef ekki hugmynd um hverju ég svaraði og reyndar var ég löngu búin að gleyma því að ég hefði verið spurð þegar Snæbjörn minnti mig á það einhvern tíma í fyrra, honum fannst þetta fyndin spurning. Í gærkvöldi horfði ég á viðtal við Babben Larsson, sem er sænsk leikkona, grínisti og uppistandskennari við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Þar var hún spurð hvað væri fyndið og í stuttu máli sagði hún eitthvað á þá leið að oft þætti fólki það fyndið þegar varpað væri ljósi á aðstæður sem það gæti séð sjálft sig í eða kannaðist við, en á einhvern óvæntan hátt eða í óvæntu samhengi.   Gagnrýnandinn John Self skrifaði grein í fyrra, sem birtist á vef BBC, þar sem hann hélt því fram að skáldskapur sem fengi okkur til að hlæja væri í raun oft sá besti og djúpstæðasti. Self var þarna að gagnrýna Booker-verðlaunalistann árið

Svalir og ósvalari höfundar

Ég sakna Lesbókar Morgunblaðsins. Þegar hún fylgdi blaðinu var ég helgaráskrifandi og las greinar á íslensku um menningu og bókmenntir með morgunkaffinu á laugardögum. Núna les ég greinar um bókmenntir og menningu á ensku eða norðurlandamálunum af skjá. Það er ekki eins gaman. Ég man til dæmis eftir að hafa lesið eitthvað um Thomas Pynchon í Lesbókinni. Ég hef aldrei lesið bók eftir þann mann og það er ósennilegt að ég geri það nokkurn tíma. Ég held að bækurnar hans séu mér ekki að skapi. Mér finnst þessi Pynchon samt forvitnileg týpa, eins og ég held að flestum þyki. Um hann hefur skapast heilmikið költ, eiginlega heill heimur , en höfundurinn fer aldrei í viðtöl og vill ekki láta taka af sér myndir. Ég hef blendnar tilfinningar til höfunda sem eru svona rosalega mannafælnir, mér finnst þetta stælar og yfirlæti, en um leið finnst mér höfundar sem eru út um allt að plögga sjálfa sig líka svolítið ósvalir. Hér er grein sem ég las í morgun um Pynchon , hún er mjög skemmtileg.  Það sem mé

Þýðing

Fyrir áratugum tók ég námskeið við Háskóla Íslands í hagnýtum skrifum og þýðingum. Lokaverkefni mitt í námskeiðinu var þýðing á upphafsköflum bókar eftir kvenkyns höfund, sem hafði þá verið látin í nokkur ár, en ég hafði lengi haft miklar mætur á þessu skáldi og hef lesið bækur hennar reglulega í gegnum árin. Upp úr 1970 komu út, að ég held, þrjár bækur eftir höfundinn á íslensku. Ein þeirra fékk ekki mjög lofsamlega dóma hjá Jóhanni Hjálmarssyni í Morgunblaðinu, sem er óskiljanlegt því bókin er frábærlega vel skrifuð og áhugaverð og margútgefin í heimalandinu. En ég fékk alla vega góða umsögn um þýðingarverkefnið og ákvað að fara með það til útgefanda og spyrja hvort ekki væri hugmynd að halda áfram að gefa út bækur þessa góða höfundar, ég væri alveg til í að þýða alla bókina. Í minningunni finnst mér útgefandinn hafa hlegið að mér þegar hann sagði að hann hefði engan áhuga á þessari bók. Það var svo sem allt í lagi, ég bara fór heim og gleymdi þessu. Í vetur sendi annar útgefandi mér

Vatnaleiðin og Álabókin

Það voru ekki margir á leið frá Stykkishólmi niður í Borgarfjörð í gær (ætli það megi ekki að segja niður í því samhengi?). Veðrið var fallegt, nokkrir hestar í vetrarbúningi átu hey og kindur vöppuðu á stöku stað fyrir utan bæi. Ég veit ekkert um landbúnað en klakabunkarnir yfir sumum túnum ímynda ég mér að geti valdið kali. Þegar ég fer um sveitir hugsa ég stundum með mér, þegar ég sé fallegt hús eða áhugavert bæjarstæði, ekki síst ef það er nálægt sjó og ekki hangandi utan í ógnvænlegu fjalli, að þarna gæti ég búið með nokkur hross og einhver smádýr, rekið flóamarkað í hlöðu og boðið einum og einum skiptinema til dvalar. Í fyrradag las ég einmitt frétt í einhverjum fjölmiðli um að Guðmundur í Brimi hefði keypt Þingvelli í Helgafellssveit, sjávarjörð í grennd við Stykkishólm. Mig minnir endilega að í fréttinni hafi staðið að hann eigi aðra jörð á Snæfellsnesi, hann er kannski að safna Snæfellsnesinu. Nú hvarflar skyndilega að mér að biðja Guðmund að selja mér skika í Helgafellssveit

Skipulagsmál

Merkilegt hvernig manneskja maður er eða verður. Mér finnst svolítið berangurslegt í þessum fallega bæ sem Stykkishólmur er og í gönguferðum hugsa ég með mér að þarna í brekkuna myndi ég planta nokkrum reynitrjám, fengi ég einhverju ráðið, og þarna sunnan megin við þetta eða hitt húsið færu rifsberjarunnar afar vel. Ég er meira að segja með ákveðnar hugmyndir um hvernig mætti þétta byggðina og gera götumyndir heilsteyptari.  Í gærkvöldi var mér boðið í kvöldverð í Sýslumannshúsinu með áhugakonu um bókmenntir og sögu Stykkishólms og rithöfundi sem einnig er heildsali. Það voru sagðar sögur af lifandi og látnum persónum, bæði raunverulegum og skálduðum, sem er einmitt eitt áhugamál mitt (ásamt trjárækt og þéttingu byggðar). Þetta var mjög gott boð. Í morgun þegar ég kom niður í hótelsetustofuna var einhver búinn að búa til kaffi sem stóð sjóðheitt í Moccamaster-könnunni. Hér hefur sem sé verið lifandi vera í dag, svipir fortíðar hella ekki upp á.  

Stykkishólmur

Þessa vikuna dvel ég á hótel Egilsen í Stykkishólmi. Frá mánudegi hef ég verið eini hótelgesturinn, reyndar eina manneskjan í húsinu, og mér finnst það mjög skemmtilegt. Hér er góð kaffivél sem heitir Moccamaster, húsið er fallegt og útsýnið dásamlegt. Í gær tók ég við því sem pósturinn kom með og talaði við mann sem las af mæli.     Í morgun fór ég fyrir tilviljun að hlusta á hlaðvarpsþátt þar sem maður sem heitir Snæbjörn talar við mann sem bjó í Stykkishólmi á unglingsárum. Þetta er fjögurra tíma samtal (eru íslensk podköst oft svona löng?) sem fjallar að mestu um dapurlega hluti, en þetta er samt mjög áhugavert. Flosi er á svipuðum aldri og ég, við ólumst bæði upp á tímum Marteins Mosdals þegar fólk harkaði áföll lífsins af sér, bjór var bannaður og unglingar drukku íslenskt brennivín. Meðan ég hlustaði á þetta samtal gekk ég meðfram sjónum og síðan eftir ýmsum götum í Hólminum og út í Bónus. Ég mætti engri gangandi manneskju, jú reyndar einum manni sem fór síðan upp í bílinn sinn.

Fuglasöngur

Spói ( Numenius phaeopus) Í gær fékk ég póst frá ritstjóra tímarits. Þar var ég beðin um að skrifa pistil um ákveðið efni í tímaritið. Að launum fyrir pistilinn er í boði árs áskrift að tímaritinu. Ég brást vel við erindi ritstjórans, ég hef sjálf verið ritstjóri tímarits og veit að það er ekki hlaupið að því að fá fólk til að skrifa pistla eftir dyntum ritstjóra og ég veit líka að það er erfitt að halda úti tímaritum í örlitlu málsamfélagi. Ég kýs að líta á skrifin sem eins konar samfélagsþjónustu, svona svipað og að Vitabar sinnir ýmsum þörfum samborgaranna (þessi loðna samlíking þyrfti hugsanlega útskýringar við en ég stend ekki í því að útskýra neitt, þetta les hvort sem er enginn). Gallinn við pistlaskrifin er hins vegar sá að ég þarf að skila pistlinum fyrir mánudag. Ég passaði mig á því þegar ég var ritstjóri að biðja fólk um að skila skrifum með löngum fyrirvara, fólk tekur miklu frekar vel í það að gera eitthvað smáræði ef því er sagt að það hafi marga mánuði til að vinna verk

Sænskar kanónur og Inspector Spacetime

Í umræðuþætti sem ég fann á vef sænska ríkisútvarpsins ræða bókmenntafræðingur, prófessor og nýdoktor í bókmenntum, könnun á kynjahlutföllum höfunda á leslistum í bókmenntafræðideildum fimm stærstu háskóla Svíþjóðar. Mikill meirihluti bóka sem lesnar eru í BA-námi í bókmenntafræði eru eftir karlmenn. Í Gautaborg er hlutfallið 78% karlkyns höfundar. Þau ræða fram og til baka hvers vegna tveir þriðju hlutar valinna bóka séu verk karlkyns höfunda og margt áhugavert kemur fram. Á 19. öld voru margir alþjóðlega þekktir sænskir höfundar konur, til dæmis var Fredrika Bremer (1801-1865) höfundur sem seldist í gríðarlegum upplögum í Bandaríkjunum og var kölluð Jane Austen Norðurlanda, en verk hennar sjást nú óvíða og önnur alþjóðleg bókmentastjarna Emilie Flygare-Carlén (1807-1892) er flestum gleymd, en hún var á sínum tíma notuð sem beita til að selja þýðingarrétt verka Augusts Strindbergs til forlaga utan Svíþjóðar. Þessar umræður minntu mig á ræðu sem ég hélt einu sinni, þar sem kona sem skr

Leiðindi eða ekki

Um daginn hlustaði ég á útvarpsþátt þar sem var viðtal við mann sem hafði verið í sambandi við konu sem hann skilgreindi með narsissíska persónuleikaröskun. Röskunin birtist í ýmsu misskaðlegu atferli, en meðal annars átti konan gríðarlega erfitt með að gera eitthvað sem henni fannst ekki skemmtilegt. Til dæmis fór hún aldrei í þvottahúsið því henni þótti það alveg óbærilega leiðinlegt. Hún henti bara sokkunum sínum í ruslið eða óhreinatauskörfuna, ef þeir lentu þar þá þvoði hugsanlega einhver annar þá. Konan starfar sem læknir, sem gerði henni auðveldara að hegða sér svona en ef hún hefði verið láglaunakona, hún var með nógu góð laun til að kaupa sér eins mörg ný sokkapör og hana lysti. Þar sem hún nennti ekki að fá sér morgunmat heima þá dvaldi parið oft á hótelum um helgar og var bara almennt mikið að láta stjana við sig. Smám saman runnu tvær grímur á viðmælandann í útvarpsþættinum varðandi þetta ástarsamband. Hann nennti ekki að vera alltaf að gera eitthvað skemmtilegt og langaði

Með hausinn í sandinum?

Húsið hans Jespers í Florida. Það var auglýst til sölu á 10,7 milljónir dollara Eldsnemma í morgun, eiginlega í nótt, las ég grein í DN eftir sjónvarpsmanninn Janne Josefsson. Það er þessi sem gerir þættina Uppdrag granskning , en hann er reyndar hættur og kominn á eftirlaun, samt greinilega ekki alveg hættur á fjölmiðlum. Janne er að velta því fyrir sér sem margir ræða þessa dagana, hvort það hafi verið rétt að stöðva rantið í Donald Trump á samfélagsmiðlum. Ég held að það hafi verið fínt að gera það og mér finnst ekkert sjálfsagt að hann hafi yfirleitt fengið að ausa skítnum úr sér þarna. Ég fylgdi ekki Trump á Twitter, hef meira að segja lengi verið með nafnið hans á bannorðalista svo innlegg þar sem hann kemur fyrir hafa ekki sést mikið á mínum vegg. Á einhverju stigi málsins bara nennti ég ekki að vera sífellt að sjá innlegg þessa mannkertis og umræður um þau. Þannig er nefnilega hægt að umgangast samfélagsmiðla, velja sér einfaldlega vini og hverjum maður fylgir. Þess vegna finn

Rauða halastjarnan

Í fyrra flutti ég nokkra pistla um nýlegar ævisögur í Víðsjá á Rás 1. Einn pistlanna fjallaði um bók um Simone de Beauvoir, konu sem býsna margt hefur verið skrifað um, og ég spurði mig spurningar sem margir spyrja sjálfsagt; vantar okkur fleiri bækur um þetta fólk? Spurningunni svaraði ég í pistlinum, sem má lesa hér . Í jólagjöf fékk ég bók um aðra konu sem margt hefur verið skrifað um. Reyndar hef ég fremur lítið lesið um hana, líklega bara eina ævisögu sem ég las þegar ég var safnvörður í Listasafni Einars Jónssonar sumarið 1991 (það var skemmtilegt starf og stundum hægt að lesa þegar nýaldatúristarnir létu ekki sjá sig, oft var töluvert af þeim þarna að sækja sér orku og inspírasjón í stytturnar). Sá sem gaf mér bókina hafði upphaflega ætlað að gefa mér nýlega bók um Guðjón Samúelsson, en hún seldist upp fyrir jólin svo þessi ævisaga Sylviu Plath varð fyrir valinu. Þessi bók um Sylviu, verk hennar og fjölskyldusögu er eitthvað töluvert á annað þúsund blaðsíður. Ég er rétt búin með

Með veggteppi fyrir gluggunum

Þegar þessar línur eru skrifaðar er ég stödd í húsi í jaðri Reykjavíkur. Húsið er byggt 1968 sem sumarbústaður og þess vegna ekki einangrað með það í huga að í því sé dvalið þegar hitinn utanhúss nálgast tíu mínusgráður. Þegar ég kom hingað var hitinn inni við frostmark og frosið í blöndunartækjunum í eldhúsinu. Eftir þriggja tíma dvöl og kyndingu með rafmagnsofnum og kamínu er hitastigið orðið bærilegt, en rétt áðan var ég samt að prjóna vettlinga með ullarhúfu á höfðinu.  Fyrir nokkrum árum keypti ég þrjú hnausþykk, ofin ullarveggteppi á fimm hundruð krónur stykkið í nytjamarkaði. Eitt þeirra fór strax upp á vegg en tvö lentu í kistli, eins og gerist stundum með hluti sem fólki áskotnast og það kann að meta, en veit ekki hvað það á að gera við. Áðan blasti lausnin skyndilega við; teppin eru fullkomin fyrir gluggana með örþunna, einfalda glerinu. Þau eru falleg og einangra lygilega vel.

Berum höfuðið hátt!

Um daginn var ég að spjalla um borgina Lyon og þá rifjaðist upp fyrir mér að á meðan ég dvaldi þar, fyrir nokkrum árum, hefði ég skrifað eitthvað á þessa bloggsíðu. Hún var alveg horfin úr huga mér, ég mundi ekki einu sinni slóðina. Bloggið tókst mér samt að finna og setja inn eina mynd úr göngu minni til Hafnarfjarðar.   Á meðan ég eldaði hafragrautinn fyrir stundu, og hlustaði á viðtal Sigurlaugar Margrétar við Hönnu Birnu, hugsaði ég með mér að nú væri einmitt rétti tíminn til að byrja aftur að skrifa blogg; nýtt ár, ný áform og breytingar í vændum. Mér fannst Hanna Birna segja margt skemmtilegt og áhugavert. Það kom mér alls ekkert á óvart, við unnum einu sinni saman í Kaupfélagi Hafnfirðinga, mér fannst Hanna Birna skemmtileg þá og yfirleitt er fólk sem er skemmtilegt fimmtán ára líka skemmtilegt þegar það er komið á sextugsaldur. En varðandi mínar breytingarnar þá eru þær töluverðar. Á eftir fer ég og geng frá á skrifborðinu mínu og tæmi skúffurnar því ég ætla að taka mér árs le

2021

Í gær gekk ég úr Norðurmýri til Hafnarfjarðar. Á leið um Garðabæ sá ég þetta hús og tók mynd af því.