Fortsätt till huvudinnehåll

Vígt vatn af skornum skammti


Þessa vikuna dvel ég í Króatíu. Að lenda á flugvellinum í Split er svolítið eins og að lenda á Ísafirði, stefna á fjall og taka svo skyndilega U-beygju (nú ætla ég samt ekki að reyna að ljúga því að ég hafi einhverntíma flogið til Ísafjarðar). Hér er hlýtt loft og volgt Adríahaf sem er svo salt að mér líður eins og nætursaltaðri ýsu eftir að hafa fleygt mér í öldurnar. Mér skilst að gistihúsið sem ég dvel í sé þúsund ára og að næstu hús séu frá því um árið 300 svo mér líður mjög vel. Allt sem er gamalt og mikið notað hentar mér best, þannig hef ég alltaf verið. Helstu merki um að nú geysi heimsfaldur eru þau að það er ekkert vígt vatn í kirkjunum. Í einni vígðavatnsskál í kirkju sem ég heimsótti í fyrradag lá meira að segja bara brúsi með spritti svo að kirkjugestir gætu dassað á sig veiruvörn. Þetta er óneitanlega forsendubrestur fyrir konu sem er vön því að fara inn í evrópskar kirkjur og sletta á sig skítugu vatni í nafni föður og sonar og heilags anda.

Kommentarer

Populära inlägg i den här bloggen

Maður og hauskúpa

Um daginn keypti ég ljósmynd á nytjamarkaði. Mér fannst augljóst að hún væri mjög gömul og mér fannst hún ólík þeim gömlu myndum sem ég hef skoðað á vefsíðum safna undanfarin ár, og eru þær þó býsna margar. Myndin er nokkuð stór, um 18x23 cm. og í fallegum, greinilega býsna gömlum tréramma með gyllingu. Hún er merkt P. Brynjólfssyni, ljósmyndara. Myndin sýnir ungan mann í vönduðum fötum sem situr við borð og reykir pípu. Hann hrærir í kaffibolla. Á borðinu er pottaplanta (pálmi, eins og var í tísku upp úr þarsíðustu aldamótum) og nokkrar myndir og á veggjunum eru líka myndir, bæði af fólki sem virðist vera íslenskt alþýðufólk en líka glæsilegar konur og hópmyndir. Á öðru borði má sjá lampa, hauskúpu og sennilega mjaðmagrind, stjaka með snúnu kerti og fleira. Í hillu er lítil hauskúpa sem virðist vera úr nagdýri. Bækur, merkta krús eða bolla, vekjaraklukku og ýmislegt fleira áhugavert má líka sjá á þessari mynd.   Ég byrjaði á að lesa það sem ég gat auðveldlega fundið um P...

Launbarnið - framhald

Í gær skrifaði ég að ég hefði fundið sönnun þess í skrá Mæðrahjálpar Kaupmannahafnar að Elín Elísabet Jónsdóttir hefði eignast son með Jóhanni Jónssyni. Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur, sem er að safna efni í bók um Jóhann, er sá sem hafði samband við mig um hvort ég hefði rekist á nafn Elínar og það var svo skemmtileg tilviljun að það hafði ég gert alveg óvænt. Eftir að hafa verið í sambandi við Guðmund og hann sent mér eitt heimilisfang og ég síðan fundið eitthvað um ferðir Elínar í Kaupmannahöfn sagði ég honum að skrár yfir fæðingar á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn væru á vef danska Ríkisskjalasafnsins en að það væri þolinmæðisverk að stauta sig í gegnum þær. Eftir að ég sendi honum póstinn datt mér samt í hug að taka smástund í að lesa nöfn fæðandi kvenna í Protokol over ugifte fødende (hemmeligfødende) á Ríkisspítalanum. Árið sem nafn Elínar er í bók Mæðrahjálparinn er 1917 svo ég gerði ráð fyrir að barnið hefði fæðst snemma það ár, hún mun hafa komið til Danmerkur 1916. Ég ...

Gömul launungamál

Ég er stödd í Kaupmannahöfn og undir lok liðinnar viku var ég að fletta skrám frá Mæðrahjálp borgarinnar frá því á öðrum áratug síðustu aldar. Þar rakst ég á örfá nöfn íslenskra kvenna, og reyndar karla líka, en aðeins tvö sem ég lagði á minnið. Mæðrahjálpin hefur í rúm hundrað ár rekið hjálparstarf í Kaupmannahöfn. Áður störfuðu þar tvö félagasamtök sem aðstoðuðu einstæðar, barnshafandi konur og konur sem höfðu átt börn utan hjónabands, sem var síðan steypt saman í Mæðrahjálpina. Hjálpin fólst meðal annars í að hafa uppi á fjarverandi feðrum,  koma börnum til ættleiðingar og að aðstoða við framfærslu. Nöfnin sem vöktu athygli mína voru Elín Elísabet Jónsdóttir og Jóhann Jónsson. Seint á föstudagskvöldið sendi ég Kristínu Svövu Tómasdóttur skilaboð, mig rámaði í þessa færslu sem hún skrifaði á sínum tíma um bókina Angantý. Ég sagði Kristínu að ég hefði ekki lesið bókina en að ég hefði hlustað á útvarpsþætti um Elínu, sem Sóley Stefánsdóttir, afkomandi hennar (sem einnig var nágrann...

Uppvaskarinn

Ég hélt að ég væri alein á litla gistiheimilinu en það er misskilningur. Ég hef ekki heyrt neitt sem bendir til mannaferða en í gær setti ég gaffal í vaskinn í eldhúsinu (þann sem ég notaði til að borða kvöldmat upp úr plastboxi) og einhver var búinn að þvo hann þegar ég fór á fætur. Síðdegis í dag setti ég óhreint glas í vaskinn og í kvöld var búið að vaska það upp. Ég mun sennilega ekki hitta þann sem er í uppvaskinu því ég fer í fyrramálið. Ég þarf að taka af rúminu og ryksuga áður en ég fer, þannig virkar þetta gistiheimili. Í morgun vaknaði ég við svartþrastarsöng, eins og í Lyon og Reykjavík. Sem betur fer syngja rotturnar ekki. Ég sé ummerki um þær hérna í garðinum. Það er allt morandi af rottum í miðborg Stokkhólms. Þegar svartþrestirnir vöktu mig tók ég þessa mynd út um gluggann.

Bókablogg eða ekki ...

Loksins er vor í Dalslandi, hitinn í tveggja stafa tölu og sól. Stóru trén, sem beðið hafa norpandi eftir tækifæri til að fletta út á sér laufunum, grænka með hraði. Þetta er síðasti dagurinn minn í Åmål, a.m.k. í þessari törn, ég hafði aldrei komið hingað í byrjun þessa mánaðar og veit ekki hvort eða hvenær ég kem aftur. Ég hafði hugsað mér að skrifa bókablogg áður en ég færi héðan, um bók sem ég fann hérna frammi í hillu, en ég næ því ekki vegna þess að ég þarf að gera annað í dag og mig langar líka að vera dálítið úti í góða veðrinu. Bókin heitir Bland vulkaner och varma källor - Isländska strövtåg, hún kom út 1924 og er eftir Harry Blomberg. Höfundur segir í bókinni frá Íslandsferð sinni snemma á 3. áratug síðustu aldar og ég held að hann hafi verið dálítið naskur húmoristi. Harry Blomberg ræðir meðal annars þá þversögn á nokkrum síðum að á Íslandi skófli menn síld upp úr sjónum sem seld sé dýru verði til útlanda en að þeir sem slíti sér út við veiðar og fiskverkun séu bláfátæki...

Flökt í hjarta Evrópu

Hótelgluggarnir eru óþéttir og þegar vindhviðurnar þjóta um steinlögð stræti og á milli húsanna berst andvari um herbergið. Ef ég væri í draugamynd eða miðaldaseríu myndi logi á kerti flökta og skrjáfa í nátthúfu þegar ég hrasaði í stiganum. Í netblaðinu er viðtal við dósent við Háskóla Íslands sem segir frá Dr. Piers Steel sem „er helsti fræðimaður á sviði frestunaráráttu“, en fræði hans eru kennd í MBA-námi. Samkvæmt viðtalinu er 95% fólks með frestunaráráttu. Er ekki rétt að normalisera þetta bara og slaka á samviskubitinu? Já og láta frekar MBA-nemendur á öðru ári lesa ljóð? Í gær las ég ljóð sem heitir Another day og það er svona: Take some initiative... Do something with your life: I get up from the sofa, Walk across to the table And write these words Down on a scrap of paper. Then I return to the sofa and Fall asleep.

Niðurbrjótanlegir pokar

Í garðinum við húsið mitt í Kaupmannahöfn eru tunnur fyrir flokkað rusl, svona eins og gengur og gerist, þar á meðal ein fyrir lífrænan úrgang. Í horni garðsins er líka kúla fyrir gler og skot fyrir storskrald; húsgögn, raftæki, innréttingar og fleira, sem er sótt fólki að kostnaðarlausu. Þetta finnst mér algjörlega til fyrirmyndar, ég ergi mig stöðugt á því hvað grenndarstöðvar eru fáar í Reykjavík, það er alltaf gert ráð fyrir því að fólk komi akandi í þær. Þennan mánuð sem ég hef dvalið hérna hef ég leitað að fullkomlega niðurbrjótanlegum pokum undir lífrænt rusl. Þá hef ég oft keypt í Reykjavík en alls ekki fundið í búðum hér í kringum mig. Í gær tók ég mig til og fór að leita mér upplýsinga um dönsk ruslamál á vefsíðum. Þar komst ég að því að húsfélög geta pantað fötur og poka undir lífrænan úrgang  sér að kostnaðarlausu og deilt til íbúanna. Einnig kom fram að það megi sækja poka og fötur í hin og þessi bókasöfn og einhverja fleiri opinbera staði. Mér fannst þetta eitthvað f...

Orkudrykkir og sveppir

Í gær sagði ég á skrifstofunni, sem ég deili með nokkrum konum sem allar eru snillingar, að X-kynslóðin væri búin að eyðileggja svo margt. Mér var auðvitað svarað með "ókei boomer" og "farðu nú ekki ofan í þessa gröf, Þórdís" en mér fannst ég mega segja þetta því ég skilgreini sjálfa mig sem X-kynslóð (svona þannig séð, ég skilgreini mig svo sem ekkert sem einhverja kynslóð). Það sem ég var að vísa í var að það er búið að loka flestum gamaldags kaffihúsum sem seldu venjulegt kaffi með ábót og heiðarlegt ristað brauð með osti, í staðinn drekk ég súrt kaffi sem kostar 890 krónur bollinn og borða súrdeigsbrauð með avókadó sem ég veit ekki hvar vex. Ég sakna Kaffi Roma á Rauðarárstíg þar sem ófrítt fólk sat og drakk kaffi með kennarastofubragði og las Séð og heyrt . Ég reiknaði út að það kostar mig um 300 þúsund krónur á ári að drekka einn svona dýran kaffibolla á dag. Þetta fór ég að spá í vegna þess að maður í hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum segir að það kosti...

Norræn hlaðvörp og íslensk ættfræði

Ekki hef ég mátt vera að því að skrifa mikið hér undanfarið. Trúið mér eða trúið mér ekki en ég hef haft mikið að gera. Um daginn skrapp ég til Svíþjóðar, nánar til tekið til Emmaboda í Smálöndum þar sem var tekið vel á móti mér. Þangað tók ég lest frá Kaupmannahöfn og auðvitað eru lestar langbesti ferðamátinn. Ég var með nesti og bókað sæti og rak stelpu úr sætinu mínu við gluggann. Fékk auðvitað samviskubit (ég er svo vonlaus í að vera frekjubeygla og á svo erfitt með að láta hafa fyrir mér) en ég hef svo oft verið rekin úr bókuðum sætum sem ég hef hlammað mér í í sænskum og dönskum lestum að ég ákvað að taka þetta alla leið. Skandinavíska kerlingaleiðin er að vera jobbig týpa sem kann mun á réttu og röngu og er með prinsipp. Ég þekki mitt fólk og hef ákveðið að svara í sömu mynt.  Undanfarið hef ég vanið mig á að hlusta á podköst áður en ég sofna. Margt fólk segist láta hlaðvarpsþætti svæfa sig svo ég ákvað að prófa. Í fyrstu valdi ég of áhugaverða þætti, ég var oftast svo áhuga...

Nýtt ár og nýtt blogg

Byrjum á Ninu Hemmingsson. Ég er einmitt með nýju ljóðabókina hennar á náttborðinu.