Þessa vikuna dvel ég í Króatíu. Að lenda á flugvellinum í Split er svolítið eins og að lenda á Ísafirði, stefna á fjall og taka svo skyndilega U-beygju (nú ætla ég samt ekki að reyna að ljúga því að ég hafi einhverntíma flogið til Ísafjarðar). Hér er hlýtt loft og volgt Adríahaf sem er svo salt að mér líður eins og nætursaltaðri ýsu eftir að hafa fleygt mér í öldurnar. Mér skilst að gistihúsið sem ég dvel í sé þúsund ára og að næstu hús séu frá því um árið 300 svo mér líður mjög vel. Allt sem er gamalt og mikið notað hentar mér best, þannig hef ég alltaf verið. Helstu merki um að nú geysi heimsfaldur eru þau að það er ekkert vígt vatn í kirkjunum. Í einni vígðavatnsskál í kirkju sem ég heimsótti í fyrradag lá meira að segja bara brúsi með spritti svo að kirkjugestir gætu dassað á sig veiruvörn. Þetta er óneitanlega forsendubrestur fyrir konu sem er vön því að fara inn í evrópskar kirkjur og sletta á sig skítugu vatni í nafni föður og sonar og heilags anda.
Um daginn skrifaði sænskur blaðamaður og rithöfundur tvær greinar í dagblaðið Expressen um hvað það hefur reynst honum erfitt í lífinu að fólki líkar ekki við hann. Maðurinn heitir Jens Liljestrand og hafi hann þótt ósympatískur allt sitt líf þá er því að minnsta kosti lokið núna því tvær greinar um eigin vanlíðan vegna þess hvað maður er óvinsæll hafa pottþétt breytt þessu. Það er löngu búið að rannsaka það að opinská viðtöl og játningar gera fólk vinsælt, sérstaklega ef fólkið er karlmenn. Þá eru þeir búnir að opna sig og sýna einlægni og eru þar með skilgreindir sem krútt. En sem sagt, Jens Liljestrand áttaði sig snemma á því að hann væri óvinsæll. Fólki fannst hann með óþægilega nærveru, montinn og ókurteis. Hann hélt að þetta væri eitthvað spes og sérstakt í eigin fari, en eftir að hann skrifaði greinarnar tvær þá lét fullt af fólki í sér heyra og lýsti samskonar upplifunum. Svo hafði blaðakona DN líka samband við Jens, hún las greinarnar hans og tók við hann viðtal. Talandi um ke...

Kommentarer
Skicka en kommentar