Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från november, 2021

Mætti ég biðja um ...

Danir eru kurteisir (kannski er allur heimurinn kurteisari en Íslendingar). Þeir segja „Må jeg be’ om …“ þegar þeir panta pítsu á veitingahúsum eða kaupa sér snúð á Nørrebrogade. En Danir eru líka öðruvísi kurteisir. Undanfarna daga hefur eitthvað verið að trufla mig í öðru auganu svo ég fann mig knúna til að reyna að finna augnlækni til að lækna mig. Eftir flettingar á netinu varð mér fullljóst að ekki væri hlaupið að því að fá læknatíma verandi framandi vera í dönsku þjóðfélagi, eiginlega bara hreinræktaður túristi, og auk þess er heimsfaraldur covid-19 að setja mörg strik í reikning heilbrigðiskerfisins. En ég fann heimasíðu læknastofu niðri í bæ og sendi póst í gærkvöldi og spurði hvort einhver möguleiki væri á að koma mér að. Snemma í morgun fékk ég svar frá læknaritaranum Hanne, sem sagði að það væri hálfs árs bið eftir tíma hjá þeim og engin leið að troða mér að. Þá sendi ég stórri augnlæknastöð í Charlottenlund póst (plan B) og viti menn, ég fékk svar hálftíma síðar. Hálftíma s

Stórir rassar og stór hús

    Áðan las ég smartlandsumfjöllun um mann sem hætti að leigja íbúð í Grafarvogi vegna dýrtíðar (og vegna þess að hann var ekkert mjög mikið heima hjá sér) og keypti sér hjólhýsi sem hann býr í ásamt sambýliskonu. Um daginn las ég líka um danska konu sem fannst borgarlífið í venjulegri íbúð tilgangslaust og óvistvænt. Konan keypti sér hirðingjatjald og flutti ásamt ungum syni inn í sænskan skóg og þar hafa þau búið um árabil við aðstæður sem flestum þykja frumstæðar. Mér finnst þetta áhugaverðar sögur því ég velti því svo oft fyrir mér hvað fólk þarf marga fermetra undir rassinn á sér (svo ég tali nú ekki um alla bílana sem þjóna hlutverki yfirhafna fyrir mjög marga - sumt fólk sem ég þekki ekur alltaf eitt í bíl, það virðist ekki einu sinni geta deilt bíl með þeim sem það deilir rúmi með). Hvers vegna þarf fólk svona mikið pláss? Hafið þið séð hvað mörg hús og íbúðir sem eru til sölu og eru óheyrilega stór? Nú skil ég alveg að einhver kjósi að hafa rúmt um sig en mér fi