Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från december, 2017

Ljóð með þema

Mér er ekki kunnugt um hvaða týpur lesa það sem stendur á þessari síðu (þær eru þó nokkuð margar segir innbyggði ip-töluteljarinn) en ég held bara áfram að skrifa stöku sinnum og vinir og óvinir eru velkomnir hingað inn. Jólabókaflóðið hefur verið dálítið undarlegt þetta árið. Undanfarin ár hef ég verið með fleiri en eina bók að lesa úr og síðustu þrjú ár hef ég gefið út ljóðabækur. Nú er ég bara með eina unglingabók, já, eða öllu heldur hálfa, því ég er annar höfundur umræddrar bókar (og reyndar tvær þýðingar, sem eru samt auðvitað ekki minna virði, en lestrar úr þeim eru fátíðari) og þar af leiðandi hef ég ekki lesið nein ljóð opinberlega í þessari vertíð (nú lýg ég samt aðeins). Ég játa að ég sakna þess að lesa ljóð fyrir fólk, ég er nefnilega smá sprellari og uppistandari innra með mér og finnst gaman að skemmta fólki með ljóðalestri. Skemmtilegra en ég gerði mér grein fyrir. Ég er sem sagt enn að kynnast sjálfri mér. Nú stefni ég að því að skrifa fleiri ljóð á næsta ári en voru sk

Eitthvað pínulítið um gagnrýni

Stundum les ég eða heyri að þeir sem tjái sig um bókmenntir fái oft yfir sig ægilegar gusur frá óhressum höfundum eða útgefendum. Þetta hef ég aldrei upplifað persónulega þrátt fyrir að hafa skrifað og spjallað um bókmenntir á ýmsum stöðum. Einu sinni skrifaði ég á fjölmiðil (sem nú er dauður) eitthvað í áttina að því að kafli í ákveðinni, þá nýrri, bók hlyti að vera leiðinlegasti kafli gjörvallrar íslenskrar bókmenntasögu, en enginn sendi mér skammarpóst hvað þá kúk í poka. Í mesta lagi hefur einhver hent mér út af facebook-vinalistanum og það er nú bara hressandi. En ég man að höfundur þakkaði mér einu sinni persónulega fyrir skrif um bók eftir sig. Það gerðist í gamla Blómavali við Sigtún. Viðkomandi höfundur, sem er nýbúinn að gefa út ljóðabók, skrifar á þessa síðu . Ég tek það samt fram að ég hef aldrei þurft að gefa bókum stjörnur. Þegar ég skrifaði gagnrýni fyrir Morgunblaðið, það var sennilega fyrir áratug, var stjörnugjöf ekki enn orðin regla. Fyrir nokkrum árum hætti Páll B

My friend and I

Undanfarið hef ég svolítið verið að hugsa um bókmenntagagnrýni, já eða mögulegan skort á henni og bókmenntaumræðu almennt, og um eitthvað sem Páll Baldvin Baldvinsson skrifaði í opnu bréfi fyrir nokkrum árum, þegar hann hætti að gagnrýna bækur. Í morgun, þegar ég vaknaði allt of snemma, datt mér í hug að fara á fætur og skrifa það sem ég var að hugsa og finna bréf Páls og hugleiðingu sem ég skrifaði í norska blaðið Klassekampen þar sem gagnrýni var til umræðu. Ég fór á fætur og inn á baðherbergi og rak þá augun í bók Jóhanns Hjálmarssonar, Malbikuð hjörtu , lúið eintak sem kom út árið 1961 og er með teikningu eftir Alfreð Flóka á kápunni. Ég fór að fletta bókinni (já, á klósettinu) og las meðal annars ljóð sem  heitir Skugginn . Þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hefði heyrt að Jóhann Hjálmarsson hefði einhvern tíma lögsótt hljómsveitina Trúbrot fyrir að stela frá sér texta ljóðsins. Það tók ekki margar sekúndur að finna útúr því hvernig málinu lauk (dómurinn féll í desember árið 1974).