Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från april, 2013

Áfram með lífsstílsbloggið

Það er aldeilis ekki verið að standa sig hérna á ferðalífsstílsblogginu. Einhvern tíma í febrúar kom ég fljúgandi heim frá München og enn hefur ekki verið minnst á þá borg hér. Reyndar er ekki eins og eftirspurnin eftir þessu bloggi sé emjandi og ég þurfi eitthvað að vera að afsaka mig fyrir að hafa ekki skrifað neitt. En ég er eiginlega soldið búin að gleyma München, nema hvað hvítvínið sem ég drakk kostaði það sama og hér í Reykjavík (ónýt króna þið vitið) og mig minnir að allir í borginni hafi verið í sparifötum. Það var að minnsta kosti mikið af gömlu fólki í fínum fötum þarna í Bæjaralandi. Það er ekkert mjög langt í að ég byrji aftur að ferðast um lönd þar sem ég skil ekki mikið hvað innfæddir segja, ætli ég skrifi ekki næst þegar ég er komin í þessa litapallettu .