Iris Murdoch með kisunni sinni Fyrir mörgum árum, í viðtali um einhverja bók eftir mig, spurði fjölmiðlamaður mig eftirfarandi spurningar: „Ertu að reyna að vera fyndin?“ Ég hef ekki hugmynd um hverju ég svaraði og reyndar var ég löngu búin að gleyma því að ég hefði verið spurð þegar Snæbjörn minnti mig á það einhvern tíma í fyrra, honum fannst þetta fyndin spurning. Í gærkvöldi horfði ég á viðtal við Babben Larsson, sem er sænsk leikkona, grínisti og uppistandskennari við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Þar var hún spurð hvað væri fyndið og í stuttu máli sagði hún eitthvað á þá leið að oft þætti fólki það fyndið þegar varpað væri ljósi á aðstæður sem það gæti séð sjálft sig í eða kannaðist við, en á einhvern óvæntan hátt eða í óvæntu samhengi. Gagnrýnandinn John Self skrifaði grein í fyrra, sem birtist á vef BBC, þar sem hann hélt því fram að skáldskapur sem fengi okkur til að hlæja væri í raun oft sá besti og djúpstæðasti. Self var þarna að gagnrýna Booker-verðlaunalistann árið
Ég sakna Lesbókar Morgunblaðsins. Þegar hún fylgdi blaðinu var ég helgaráskrifandi og las greinar á íslensku um menningu og bókmenntir með morgunkaffinu á laugardögum. Núna les ég greinar um bókmenntir og menningu á ensku eða norðurlandamálunum af skjá. Það er ekki eins gaman. Ég man til dæmis eftir að hafa lesið eitthvað um Thomas Pynchon í Lesbókinni. Ég hef aldrei lesið bók eftir þann mann og það er ósennilegt að ég geri það nokkurn tíma. Ég held að bækurnar hans séu mér ekki að skapi. Mér finnst þessi Pynchon samt forvitnileg týpa, eins og ég held að flestum þyki. Um hann hefur skapast heilmikið költ, eiginlega heill heimur , en höfundurinn fer aldrei í viðtöl og vill ekki láta taka af sér myndir. Ég hef blendnar tilfinningar til höfunda sem eru svona rosalega mannafælnir, mér finnst þetta stælar og yfirlæti, en um leið finnst mér höfundar sem eru út um allt að plögga sjálfa sig líka svolítið ósvalir. Hér er grein sem ég las í morgun um Pynchon , hún er mjög skemmtileg. Það sem mé