Í gærkvöldi var mér boðið í kvöldverð í Sýslumannshúsinu með áhugakonu um bókmenntir og sögu Stykkishólms og rithöfundi sem einnig er heildsali. Það voru sagðar sögur af lifandi og látnum persónum, bæði raunverulegum og skálduðum, sem er einmitt eitt áhugamál mitt (ásamt trjárækt og þéttingu byggðar). Þetta var mjög gott boð.
Í morgun þegar ég kom niður í hótelsetustofuna var einhver búinn að búa til kaffi sem stóð sjóðheitt í Moccamaster-könnunni. Hér hefur sem sé verið lifandi vera í dag, svipir fortíðar hella ekki upp á.
Kommentarer
Skicka en kommentar