Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från juni, 2017

Man skal tenke positivt

Einu sinni skrifaði ég pistla fyrir norska dagblaðið Klassekampen. Það var mjög skemmtilegt og hollt að skrifa um íslenskar bókmenntir, menningu og þjóðfélag fyrir útlendinga. Ég er óskaplega léleg í að halda utan um það sem ég skrifa, orðin hverfa gjarnan út í vindinn, en fyrst facebook ákvað að birta mér þennan pistil sem ég birti fyrir þremur árum, ákvað ég að setja hann hér í geymslu. Ég held að ég sé enn á sömu skoðun og þarna kemur fram; ekki kafna í jákvæðni.

Endurtekið efni

Í morgun settist ég niður til að skrifa grein um rithöfund. Höfundurinn hefur skrifað fjórar skáldsögur og sex leikrit, fengið hátt í þrjátíu verðlaun og verið þýddur á tugi tungumála. Ég er búin að kynna mér verk þessa höfundar, hef tekið viðtöl við hann, lesið bækurnar, séð bíómynd sem gerð var eftir einni þeirra, tvö leikrit og þýtt bók eftir manninn svo ég þekki hann ágætlega. Auðvitað gúgglaði ég samt nafnið hans og skoðaði þó nokkrar greinar á tveimur tungumálum þar sem fjallað er um höfundinn og verkin. Það sem mér finnst áhugavert er að ég var meira og minna alltaf að lesa það sama í þessum greinum. Það er augljóst að blaðamenn og greinahöfundar lesa það sem þeir finna á netinu og hlera það sem fram fer í umræðunni og að það er einhver bolti þarna úti sem rúllar áfram; þykir einn merkasti höfundur sinnar kynslóðar ... Auðvitað er þetta ekki óeðlilegt og svo eru alveg til undantekningar, fræðigreinar og BA-ritgerðir eða álíka sem segja mögulega eitthvað annað, en þetta er samt

Haglél á þjóðhátíðardegi

Vinur okkar er prófessor í skipulagsfræðum í háskóla í Kanada. Hann kom í heimsókn og varð undrandi og hló vandræðalega þegar hann spurði hver væri meiningin með öllum lúpínubreiðunum í borginni og nærsveitum og hvers vegna þetta væri ekki slegið. Svo furðaði hann sig á hraðbrautum og umferðaslaufum í þessari smáborg. Í gær, á þjóðhátíðardaginn, var mjög mikil rigning og haglél á Hólmsheiði. Það var vissulega notalegt að vera inni í nýja hengistólnum að lesa bestu bók sem ég hef lengi lesið og heyra úrkomuna bylja á þakinu á gamla kofanum, en við ákváðum samt að fara niður í bæ og fórum á Ban Thai þar sem við hittum vini okkar sem voru að kaupa sér rafmagnsbíl. Þeim finnst svo gaman að keyra bílinn að þau voru smá leið yfir að við vildum ekki láta skutla okkur þessa 300 metra sem eru frá Ban Thai að heimilinu. Í dag fórum við í þrjár húsgagnaverslanir og keyptum rúm og sófa. Bráðum verður gestaherbergið í kjallaranum tilbúið fyrir gestina sem koma rétt fyrir mánaðamótin. Mér finnst

Tranströmer og Dylan

Um daginn minntist ég hérna á rithöfundinn Lars Gustafsson og bókina hans um ógeðfellda flísaleggjarann. Þar sem ég á ekki þá bók þá fór ég að lesa endurminningabók eftir LG, bókin heitir Ett minnespalats eða Höll minninganna . Eftir Lars Gustafsson liggja þó nokkrar ljóðabækur og hann valdi líka ljóð í safnrit. Hann segir í endurminningabókinni að honum finnist sænsk ljóðskáld sem hafa náð einhvers konar frama eða vinsældum skiptast í tvo hópa. Annar hópurinn samanstendur af skáldjöfrum, þeir eru óþolandi belgingslegir og tala gjarna illa um verk kollega sinna í skáldastétt, svo tekur hann dæmi um slíka menn og segir sögu af einum sem kallaði ljóðlist annars skálds pissuskálaskáldskap. Svo er hin gerðin af skáldum, það eru menn sem yrkja auk þess að vinna við eitthvað annað, eru svona ljóðaföndrarar og líta á ljóðagerðina eins dund á borð við að sumir smíða líkön úr eldspýtum eða hnýta flugur. Slík skáld verða undrandi þegar þau fá viðurkenningu fyrir ljóðin sín. Þannig var  víst Tom

Moby Dick og flísarnar á gólfinu

Um daginn þóknaðist Nóbelsverðlaunahafanum Bob Dylan loks að senda frá sér ræðuna sem hann þurfti að halda til að fá milljónirnar. Ég hef ekki lesið þá ræðu eða heyrt, ég er ekki svo spennt, en hins vegar hef ég rekist á umfjöllun um hana og sýnist sitt hverjum, svona eins og búast má við. Ein þeirra sem skrifaði er Erika Hallhagen, blaðakona Svenska Dagbladet, greinin hennar hefur yfirskriftina; Ertu að grínast, Bob Dylan? Þar segir hún að ekki einu sinni meðvirkasta fólk geti varið þennan hálftímalanga samsetning sem hljómar eins og nemandi í elstu bekkjum grunnskólans hafi samið hann og svo finnst henni lítið til þess koma að Dylan vitni í Moby Dick , Ódysseifskviðu og Tíðindalaust á Vesturvígstöðvunum . Blaðakonunni Eriku finnst ræðan auk þess leiðinleg og tíðindalaus, þó að hún segist hafa getað flissað að einhverju. Hún segist hafa reynt að finna einhverja ljósa punkta í þessu hjá Dylan en að það hafi ekki tekist frekar en þegar söngvaskáldið lék í kvennærfataauglýsingu um árið

Skólabörn

Sænska ríkistjórnin vill banna kynjaskipta bekki . Málið hefur verið rætt mikið undanfarið eftir að kom í ljós að einhverjir múslimskir einkaskólar hafa stelpur og stráka aðskilin í leikfimi og reyndar kom í ljós fyrir skömmu að á einum stað fá stelpur og strákar ekki að nota sömu dyr á skólarútum . Ríkisstjórnarfólk sem vill banna aðskilnaðinn, meðal annarra menntamálaráðherrann, segir alla skóla í Svíþjóð eiga að vinna markvisst að jafnrétti og að það verði ekki gert með aðskilnaði kynjanna. Núna er leyft í Svíþjóð að skilja kynin að í einstaka fögum en ekki er vitað hversu algengt það er. Ég hef aldrei skilið hvað mörgum á Íslandi finnst sjálfsagt að skilja kynin að í skólabekkjum. Og hvar lenda þau sem upplifa sig ekki endilega sem strák eða stelpu? Gegn kynjaaðskilnaði skólabarna börðust margar kvenréttindakonur á sínum tíma víða um heim. Um daginn las ég um finnska uppeldisfrömuðinn og femínistann Lucinu Hagman sem fæddist 1853 og dó um miðja síðustu öld. Hún barðist ötullega

Föstudagur

Sumt fólk er alltaf að gefa eitthvað í skyn. Það segist gjarna hafa fengið símtal eða áhugaverðan tölvupóst, að ónefndur hafi komið að máli við sig, dæsir yfir að það sé með svo marga bolta á lofti, mörg járn í eldinum eða eitthvað í þá áttina en segir svo ekki nánar hvaða bolta og hvaða járn og skilur fólk í kringum sig eftir logandi af forvitni. Ég er svo tortryggin að ég held yfirleitt að þetta fólk sé að mikla fyrir sér hlutina eða gera sig merkilegt í augum annarra. Það er jú ákveðinn status að vera upptekin og eftirsótt. Kannski er ég svona skeptísk vegna þess að ég fæ sjaldan símtöl, ónefndir koma afar sjaldan að máli við mig og ég er aldrei með neina sérstaka bolta á lofti. Ég fæ líka sjaldan spennandi tölvupósta. En nú á ég reyndar einn í pósthólfinu með tillögum að myndskreytingum næstu bókar! Í gær fór ég á sumargleði hljóðbókalesara, það var mjög skemmtileg stund og góðar snittur og vín í boði. Svo fór ég á Hótel Öldu og spjallaði við skemmtilega vinkonu og þýðanda og pól

Síðdegi flísaleggjarans

Það er eitthvað mjög áhugavert við að leggja flísar. Púsl með tilgang, verk sem er ekki beinlínis mjög auðvelt, en samt ekkert sérlega flókið og getur gengið býsna hratt. Það getur samt alveg tekið á taugarnar. Nú erum við að leggja lokahönd á flísagólf, annað kvöld mun ég fúga og í lok vikunnar verður glænýtt gólf á einu herbergi í kjallaranum. Á meðan ég lagði síðustu flísarnar áðan fór ég að hugsa um bók eftir höfund sem ég hef miklar mætur á. Það er maður sem skrifaði texta sem ég sogast oft inn í því hann er svo óskaplega tær og þægilegur, tilgerðarlaus og innihaldsríkur. Bókin sem ég hugsaði um heitir En kakelsättares eftermiddag eða Síðdegi flísalagningamanns og höfundurinn heitir Lars Gustafsson. Hann var meðal annars prófessor í Austin í Texas en  ættaður frá Västerås og gamall skólafélagi P. O. Enqvist. Lars Gustafsson dó fyrir rúmu ári síðan. Bókin um síðdegi flísaleggjarans er stutt (margar bækur LG eru stuttar og þéttar), hún kom út 1991 en ég las hana nokkrum árum síð

Gráar flísar og bókmenntir

Ég er að svipast um eftir flísum á herbergin í kjallaranum. Eftir ferðir í sérverslanir og byggingavöruverslanir hef ég komist að því að gráar flísar eru í tísku. Grátt er augljóslega tískuliturinn. Ég ætla samt ekki að setja gráar flísar á kjallaragólfin. Það er hálfkalt en kræklótta eplatréð blómstrar Mér finnst ég ekki vinna nóg þessa dagana. Held samt að það geti verið vitleysa hjá vertíðarþrælnum sem býr innra með mér og ákvað að reyna að slaka á áhyggjum af afköstum þegar ég las viðtal við Arundhati Roy í Guardian í fyrradag. Tuttugu ár er samt kannski fulllangur tími á milli skáldverka, að minnsta kosti er lítið upp úr því að hafa fyrir íslenskan örsöluhöfund. Við Hildur erum annars á lokasprettinum með nýja bók um unglinginn Dodda, Pawel vin hans og Huldu Rós. Já, eða reyndar erum við að lesa yfir, breyta og bæta og snurfusa handritið. Og þess má líka geta að bókin hennar Hildar, Vetrarfrí, er nýkomin út á frönsku . Í gær þýddi ég þrjú ljóð eftir sænska konu, þau þarf ég