Iris Murdoch með kisunni sinni |
Fyrir mörgum árum, í viðtali um einhverja bók eftir mig, spurði fjölmiðlamaður mig eftirfarandi spurningar: „Ertu að reyna að vera fyndin?“ Ég hef ekki hugmynd um hverju ég svaraði og reyndar var ég löngu búin að gleyma því að ég hefði verið spurð þegar Snæbjörn minnti mig á það einhvern tíma í fyrra, honum fannst þetta fyndin spurning.
Í gærkvöldi horfði ég á viðtal við Babben Larsson, sem er sænsk leikkona, grínisti og uppistandskennari við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Þar var hún spurð hvað væri fyndið og í stuttu máli sagði hún eitthvað á þá leið að oft þætti fólki það fyndið þegar varpað væri ljósi á aðstæður sem það gæti séð sjálft sig í eða kannaðist við, en á einhvern óvæntan hátt eða í óvæntu samhengi.
Í gærkvöldi horfði ég á viðtal við Babben Larsson, sem er sænsk leikkona, grínisti og uppistandskennari við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Þar var hún spurð hvað væri fyndið og í stuttu máli sagði hún eitthvað á þá leið að oft þætti fólki það fyndið þegar varpað væri ljósi á aðstæður sem það gæti séð sjálft sig í eða kannaðist við, en á einhvern óvæntan hátt eða í óvæntu samhengi.
Gagnrýnandinn John Self skrifaði grein í fyrra, sem birtist á vef BBC, þar sem hann hélt því fram að skáldskapur sem fengi okkur til að hlæja væri í raun oft sá besti og djúpstæðasti. Self var þarna að gagnrýna Booker-verðlaunalistann árið 2020, honum hefði nú oft fundist drungalegum bókmenntum troðið á þann lista, en þetta árið hlyti að hafa verið slegið met í því að hampa dapurlegum bókum. Hann veltir því reyndar fyrir sér hvort dómnefndirnar séu hreinlega með puttann á púlsinum, lesendur kjósi dapurleika fram yfir gleði og vilji ekki grín, og svo vitnar hann í Martin Amis sem skrifar í nýlegri skáldsögu: ... the intellectual glamour of
gloom… the idea that sullen pessimism is a mark of high seriousness.
John Self telur vandamálið þó dýpra og rótgrónara, hann segir að vandinn sé ekki bara að fyndni sé ekki tekin alvarlega, heldur sé horft framhjá því þegar svokallaðir „alvarlegir höfundar“ séu fyndnir. Í því samhengi nefnir hann að hann hafi lengst af sniðgengið verk Irish Murdoch því hann hafi talið hana einn fúlu höfundanna (vegna þess sem hann hafði lesið um verk hennar) en þegar hann las bækurnar komst hann að því að Iris Murdoch er mjög fyndinn höfundur, það sé bara allt of sjaldan minnst á að í bókum hennar sé mikið grín. Irish Murdoch er þekkt fyrir að vera greindur og heimspekilegur höfundur með úfið hár, hún var bóhem í Oxford sem bjó í húsi fullu af rusli með manninum sínum, John Bailey, og svoleiðis kona var hreinlega ekki talin geta verið fyndin. Undanfarið hafa þó viðhorfin til Iris Murdoch verið að breytast og yngri lesendur hafa komið auga á kómíkina í verkum hennar.
John Self telur vandamálið þó dýpra og rótgrónara, hann segir að vandinn sé ekki bara að fyndni sé ekki tekin alvarlega, heldur sé horft framhjá því þegar svokallaðir „alvarlegir höfundar“ séu fyndnir. Í því samhengi nefnir hann að hann hafi lengst af sniðgengið verk Irish Murdoch því hann hafi talið hana einn fúlu höfundanna (vegna þess sem hann hafði lesið um verk hennar) en þegar hann las bækurnar komst hann að því að Iris Murdoch er mjög fyndinn höfundur, það sé bara allt of sjaldan minnst á að í bókum hennar sé mikið grín. Irish Murdoch er þekkt fyrir að vera greindur og heimspekilegur höfundur með úfið hár, hún var bóhem í Oxford sem bjó í húsi fullu af rusli með manninum sínum, John Bailey, og svoleiðis kona var hreinlega ekki talin geta verið fyndin. Undanfarið hafa þó viðhorfin til Iris Murdoch verið að breytast og yngri lesendur hafa komið auga á kómíkina í verkum hennar.
Kómedían og tragedían þurfa hvor á annarri að halda sagði einhver einhvern tíma. Já og svo er það auðvitað ekki þannig að það sem mér finnst dapurlegt geti ekki einhverjum öðrum fundist fyndið, sumt fólk sér kómísku hliðina á þunglyndinu, vanrækslunni, ofbeldinu, ástarsorgunum og umhverfiskatastrófunum. En mér finnst mjög furðulegt ef höfundar eru í alvöru að reyna að halda húmor meðvitað frá verkum sínum til að vera frekar teknir alvarlega, eins og mér sýnist John Self halda fram. Kannski falla temynntir efristéttar-Bretar eða þursar sænsku akademíunnar fyrir svoleiðis stílbrögðum en varla íslenskir lesendur!
Kommentarer
Skicka en kommentar