Fortsätt till huvudinnehåll

Listakona á Rolfsvej

 Elín Pjet. Bjarnason

Sumir rithöfundar og bloggarar fá mörg símtöl, bréf og pósta frá lesendum sínum þar sem brugðist er við skrifunum með ýmsum hætti. Ég fæ lítið af slíkum viðbrögðum nema í formi þumla og einstaka skilaboða á samfélagsmiðlum, sem eru reyndar kærkomnir miðlar sem ég kann að meta. Ég á samt nokkur bréf og pósta frá lesendum, en það er ekki mikið að vöxtum. Kannski eru hinir skrifararnir bara að ljúga eða ýkja viðbrögðin við skrifum sínum til að vekja á sér athygli, það gæti svo sem alveg verið. En hvað sem þessu líður þá fékk ég um daginn, eftir að ég hafði skrifað um höfund lagsins sem sungið er við íslenska þjóðsönginn og eiginkonu hans og húsið sem Sveinbjörn dó í á Friðriksbergi, afar skemmtilega  pósta frá einum lesanda þessarar síðu. Lesandinn sagði mér frá mjög áhugaverðri og jafnframt býsna óþekktri íslenskri listakonu, Elínu Pjet. Bjarnason (1924-2009), sem bjó mestan hluta ævinnar og dó í Danmörku, seinni árin bjó hún einmitt á Friðriksbergi. Af því sem ég hef getað skoðað á netinu af verkum hennar sýnist mér hún hafa verið mjög flinkur og áhugaverður málari, enda vel menntuð kona sem stundaði list sína alla ævi. Ég hafði aldrei heyrt minnst á þessa listakonu, en stórt safn mynda eftir hana, um 500 verk, er í eigu Listasafns ASÍ, það gáfu erfingjar hennar safninu og sett var upp sýning með verkunum árið 2011. Lesandinn sem sagði mér frá Elínu sendi mér jafnframt texta úr sýningarskránni fyrir þessa sýningu og þar kom ýmislegt mjög áhugavert fram, textinn er skrifaður af Pjetri Hafstein Lárussyni, sem var frændi listakonunnar og erfingi.

Ég fór að sjálfsögðu að fletta timarit.is og fann ýmislegt smávægilegt um Elínu og einnig þessa grein sem birtist í Spássíunni árið 2013. Elín var sérkennileg kona, hún seldi verk sín sjaldan (en gaf eitt og eitt) og þegar hún dó átti hún mikið safn eigin verka. Meðal þess sem ég komst að var að Elín Pjetursdóttir Bjarnason hefði lengi búið í Rolfsvej á Friðriksbergi, þar sem listakonur gátu fengið leigðar íbúðir. Rannsókn mín á því hvaða hús þetta væri leiddi mig að konu sem kemur við sögu í bókinni Gift, eftir Tove Ditlevsen, sem ég lauk nýlega við að þýða og kemur út einhvern tíma á næstunni. Í Gift segir frá því þegar Ester, vinkona Tove, flytur út frá Viggo F., fyrrum eiginmanni Tove sem hún tók að sér um tíma eftir skilnaðinn, og er í húsnæðishraki. Ester segir Tove að hún hafi í starfi sínu sem afgreiðslukona í apóteki kynnst listmálara að nafni Elisabeth Neckelmann. Hún segir Elisabeth búa með konu sem gangi í jakkafötum með hörðum flibba og reyki sígarettu úr munnstykki. Ester segir Elisabeth vera svolítið spennta fyrir sér og þess vegna hafi hún boðið henni að búa í sumarbústaðnum sínum og spyr hvort Tove vilji búa þar með sér. Þetta verður til þess að Tove og Ester dvelja um tíma, ásamt lítilli dóttur Tove, í sumarbústaðnum sem Elisabeth Neckelmann á í grennd við Kaupmannahöfn. Á meðan ég var að þýða bókina kynnti ég mér baksöguna eftir því sem hægt var og hafði lesið það sem ég komst yfir um Elisabeth Neckelmann, sem var mjög fínn listmálari og bjó með píanóleikaranum Ingrid Holm, sem er þá væntanlega þessi með harða flibbann.

Í rannsóknarleiðangri mínum komst ég að því að fyrir skömmu opnuðu tvær listakonur gallerí í gömlu loftvarnabyrgi í bakgarði á Rolfsvej. Byrgið er fyrir aftan húsið sem þær búa í, sem er bygging sem hýsir margar listakonur. Tíu íbúðir í húsinu eru á vegum Elisabeth Neckelmann og Ingrid Holms Legat til Fordel for Kvindelige Kunstnere, en þar geta eldri blankar listakonur fengið að búa og sinna list sinni. Ég geri ráð fyrir að í þessu húsi hafi Elín búið. Þegar þarna var komið sögu fékk ég mér göngutúr héðan frá Bjelkes Allé út á Rolfsvej 10 á Frederiksberg (1,2 km) og tók mynd af húsinu. Ég hef þessa sögu ekki lengri í bili en vona að ég geti einhvern tíma skoðað myndlist Elínar Pjet. Bjarnason.

Rolfsvej 10, Frederiksberg


Kommentarer

  1. Mér finnst áhugavert í ljósi þess hvað stór hluti íslenskrar menningarsögu hefur gerst í Kaupmannahöfn, að næstum einu heimildirnar sem ég man eftir, eru sögur af strákum á fylleríi...

    SvaraRadera

Skicka en kommentar

Populära inlägg i den här bloggen

Kveðjubréf látinnar móður (eða sjálfsvíg í gulli slegnu baðherbergi)

Ég hef mjög gaman af sögum um fjölskylduleyndarmál. Allskonar safaríkum og leyndardómsfullum sögum sem Íslendingabók og minningargreinar afhjúpa ekki, því fólki er svo umhugað að leyndarmálin komi ekki upp á yfirborðið. Það er oft ekki fyrr en í þriðju kynslóð, þegar þeir sem málið varðar eru komnir í gröfina, að afkomendur fara að leita sér upplýsinga eða kveikja á perunni, að flettist ofan af sögunum. Svona leyndarmál eru mun algengari en margt fólk heldur, það eru mjög margar manneskjur sem eiga sér dulafulla fortíð, eru narsissísk flögð undir fögru skinni eða hafa eitthvað magnað að dylja. Um síðustu helgi skemmti ég mér yfir svakalegri fjölskyldusögu í sex þáttum sem er á vef Danmarks radio og er vinsælasta hlaðvarpssería Dana um þessar mundir. Þættirnir heita Mors afskedsbrev . Adrian Lloyd Hughes er tæplega sextugur, vel þekktur og snobbaður, danskur fjölmiðlamaður sem gerði þetta vinsæla hlaðvarp. Þar fjallar hann um mömmu sína, Jette Dreyer Hughes, og hennar fjölskyldu og það...

Eitthvað pínulítið um gagnrýni

Stundum les ég eða heyri að þeir sem tjái sig um bókmenntir fái oft yfir sig ægilegar gusur frá óhressum höfundum eða útgefendum. Þetta hef ég aldrei upplifað persónulega þrátt fyrir að hafa skrifað og spjallað um bókmenntir á ýmsum stöðum. Einu sinni skrifaði ég á fjölmiðil (sem nú er dauður) eitthvað í áttina að því að kafli í ákveðinni, þá nýrri, bók hlyti að vera leiðinlegasti kafli gjörvallrar íslenskrar bókmenntasögu, en enginn sendi mér skammarpóst hvað þá kúk í poka. Í mesta lagi hefur einhver hent mér út af facebook-vinalistanum og það er nú bara hressandi. En ég man að höfundur þakkaði mér einu sinni persónulega fyrir skrif um bók eftir sig. Það gerðist í gamla Blómavali við Sigtún. Viðkomandi höfundur, sem er nýbúinn að gefa út ljóðabók, skrifar á þessa síðu . Ég tek það samt fram að ég hef aldrei þurft að gefa bókum stjörnur. Þegar ég skrifaði gagnrýni fyrir Morgunblaðið, það var sennilega fyrir áratug, var stjörnugjöf ekki enn orðin regla. Fyrir nokkrum árum hætti Páll B...

Maður og hauskúpa

Um daginn keypti ég ljósmynd á nytjamarkaði. Mér fannst augljóst að hún væri mjög gömul og mér fannst hún ólík þeim gömlu myndum sem ég hef skoðað á vefsíðum safna undanfarin ár, og eru þær þó býsna margar. Myndin er nokkuð stór, um 18x23 cm. og í fallegum, greinilega býsna gömlum tréramma með gyllingu. Hún er merkt P. Brynjólfssyni, ljósmyndara. Myndin sýnir ungan mann í vönduðum fötum sem situr við borð og reykir pípu. Hann hrærir í kaffibolla. Á borðinu er pottaplanta (pálmi, eins og var í tísku upp úr þarsíðustu aldamótum) og nokkrar myndir og á veggjunum eru líka myndir, bæði af fólki sem virðist vera íslenskt alþýðufólk en líka glæsilegar konur og hópmyndir. Á öðru borði má sjá lampa, hauskúpu og sennilega mjaðmagrind, stjaka með snúnu kerti og fleira. Í hillu er lítil hauskúpa sem virðist vera úr nagdýri. Bækur, merkta krús eða bolla, vekjaraklukku og ýmislegt fleira áhugavert má líka sjá á þessari mynd.   Ég byrjaði á að lesa það sem ég gat auðveldlega fundið um P...

Stjörnurnar í Alabama

Er ein á skrifstofunni að hlusta á Ellu Fitzgerald syngja Stars fell on Alabama og Blue Moon. Ég á ný föt, það er ýmislegt að frétta og það er snjór í sendiráðshverfinu.

Síðdegi flísaleggjarans

Það er eitthvað mjög áhugavert við að leggja flísar. Púsl með tilgang, verk sem er ekki beinlínis mjög auðvelt, en samt ekkert sérlega flókið og getur gengið býsna hratt. Það getur samt alveg tekið á taugarnar. Nú erum við að leggja lokahönd á flísagólf, annað kvöld mun ég fúga og í lok vikunnar verður glænýtt gólf á einu herbergi í kjallaranum. Á meðan ég lagði síðustu flísarnar áðan fór ég að hugsa um bók eftir höfund sem ég hef miklar mætur á. Það er maður sem skrifaði texta sem ég sogast oft inn í því hann er svo óskaplega tær og þægilegur, tilgerðarlaus og innihaldsríkur. Bókin sem ég hugsaði um heitir En kakelsättares eftermiddag eða Síðdegi flísalagningamanns og höfundurinn heitir Lars Gustafsson. Hann var meðal annars prófessor í Austin í Texas en  ættaður frá Västerås og gamall skólafélagi P. O. Enqvist. Lars Gustafsson dó fyrir rúmu ári síðan. Bókin um síðdegi flísaleggjarans er stutt (margar bækur LG eru stuttar og þéttar), hún kom út 1991 en ég las hana nokkrum árum...

Þýðing

Fyrir áratugum tók ég námskeið við Háskóla Íslands í hagnýtum skrifum og þýðingum. Lokaverkefni mitt í námskeiðinu var þýðing á upphafsköflum bókar eftir kvenkyns höfund, sem hafði þá verið látin í nokkur ár, en ég hafði lengi haft miklar mætur á þessu skáldi og hef lesið bækur hennar reglulega í gegnum árin. Upp úr 1970 komu út, að ég held, þrjár bækur eftir höfundinn á íslensku. Ein þeirra fékk ekki mjög lofsamlega dóma hjá Jóhanni Hjálmarssyni í Morgunblaðinu, sem er óskiljanlegt því bókin er frábærlega vel skrifuð og áhugaverð og margútgefin í heimalandinu. En ég fékk alla vega góða umsögn um þýðingarverkefnið og ákvað að fara með það til útgefanda og spyrja hvort ekki væri hugmynd að halda áfram að gefa út bækur þessa góða höfundar, ég væri alveg til í að þýða alla bókina. Í minningunni finnst mér útgefandinn hafa hlegið að mér þegar hann sagði að hann hefði engan áhuga á þessari bók. Það var svo sem allt í lagi, ég bara fór heim og gleymdi þessu. Í vetur sendi annar útgefandi mér...

Vígt vatn af skornum skammti

Þessa vikuna dvel ég í Króatíu. Að lenda á flugvellinum í Split er svolítið eins og að lenda á Ísafirði, stefna á fjall og taka svo skyndilega U-beygju (nú ætla ég samt ekki að reyna að ljúga því að ég hafi einhverntíma flogið til Ísafjarðar). Hér er hlýtt loft og volgt Adríahaf sem er svo salt að mér líður eins og nætursaltaðri ýsu eftir að hafa fleygt mér í öldurnar. Mér skilst að gistihúsið sem ég dvel í sé þúsund ára og að næstu hús séu frá því um árið 300 svo mér líður mjög vel. Allt sem er gamalt og mikið notað hentar mér best, þannig hef ég alltaf verið. Helstu merki um að nú geysi heimsfaldur eru þau að það er ekkert vígt vatn í kirkjunum. Í einni vígðavatnsskál í kirkju sem ég heimsótti í fyrradag lá meira að segja bara brúsi með spritti svo að kirkjugestir gætu dassað á sig veiruvörn. Þetta er óneitanlega forsendubrestur fyrir konu sem er vön því að fara inn í evrópskar kirkjur og sletta á sig skítugu vatni í nafni föður og sonar og heilags anda.

Hórur bókmenntanna

Fyrir nokkrum dögum sagði ég frá því að Camilla Läckberg sæti undir ámæli um að vera ekki höfundur bóka sinna heldur hefði hún ráðið annan höfund í að skrifa að minnsta kosti tvær. Nú hafa umræðurnar um þetta undið upp á sig og höfundapar eitt, Leif og Caroline Grimwalker, tjáði sig í vikunni í sænska ríkisútvarpinu þar sem þau segjast eiga bækur frá öllum stóru forlögunum á metsölulistum, nema hvað bækurnar eru ekki sagðar eftir þau heldur aðra fræga höfunda. Aðspurð segja þau að ekkert sé athugavert við þetta, sumir höfundar anni bara ekki eftirspurn, allir geti ekki verið jafn handfljótir og þau, sem skrifa fimmtán bækur á ári hvort, eða þrjátíu samtals.  Parið Leffe og Caroline Grimwalker er þekkt hjá áhugamönnum um sænskar afþreyingarbókmenntir. Þau gefa út gríðarlegan fjölda verka og skrifa það allt á skipulagshæfni sína og vinnusemi, nú og löngun til að þéna mikla peninga. Þau segjast vera bókmenntaverksmiðja og fyrir einhverju síðan las ég viðtal við þau þar sem þau sögðu...

Stuttar bækur og langar

Um helgina var ég ein heima. Ég hitti skemmtilegt fólk í nokkra klukkutíma á föstudag og laugardag en að öðru leyti var ég ein. Það er svo sem ekkert til að ræða svona þannig séð, ég er alltaf mjög mikið ein og finnst það frekar þægilegt. Marga daga fæ ég líka fáa tölvupósta og hef aðallega samskipti við fólk á Twitter, en þau samskipti flokkast nánast ekki sem samskipti. En já, ég var ein um helgina og las auðvitað bók. Mjög undarlega bók, eina þá furðulegustu sem ég hef lesið. Ég er reyndar bara hálfnuð með bókina sem heitir 271 dagur eða 251 dagur eða eitthvað þannig. Ég man ekki hvað dagarnir eru margir nákvæmlega en það er alla vega eitthvað þarna með marga daga. Bókin er eins konar dagbók margra barna móður sem er að skilja við manninn sinn sem hún kynntist eftir að hann pókaði hana á facebook. Ég og þessi kona eigum ekki margt sameiginlegt en ég held samt áfram að lesa. Konan býr á Reyðarfirði. Það stendur ekki í bókinni að hún búi nákvæmlega þar, heldur bara að hún búi í litlum...

Haglél á þjóðhátíðardegi

Vinur okkar er prófessor í skipulagsfræðum í háskóla í Kanada. Hann kom í heimsókn og varð undrandi og hló vandræðalega þegar hann spurði hver væri meiningin með öllum lúpínubreiðunum í borginni og nærsveitum og hvers vegna þetta væri ekki slegið. Svo furðaði hann sig á hraðbrautum og umferðaslaufum í þessari smáborg. Í gær, á þjóðhátíðardaginn, var mjög mikil rigning og haglél á Hólmsheiði. Það var vissulega notalegt að vera inni í nýja hengistólnum að lesa bestu bók sem ég hef lengi lesið og heyra úrkomuna bylja á þakinu á gamla kofanum, en við ákváðum samt að fara niður í bæ og fórum á Ban Thai þar sem við hittum vini okkar sem voru að kaupa sér rafmagnsbíl. Þeim finnst svo gaman að keyra bílinn að þau voru smá leið yfir að við vildum ekki láta skutla okkur þessa 300 metra sem eru frá Ban Thai að heimilinu. Í dag fórum við í þrjár húsgagnaverslanir og keyptum rúm og sófa. Bráðum verður gestaherbergið í kjallaranum tilbúið fyrir gestina sem koma rétt fyrir mánaðamótin. Mér finnst...