Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från maj, 2017

Heimili, matur og peningar

Í gær fór ég í ondúleringu og las slatta af glansblöðum. Það er menningarkimi sem ég tek skorpu í á þriggja mánaða fresti á hárgreiðslustofunni. Sumt finnst mér mjög skemmtilegt í svona blöðum, til dæmis að skoða myndir af innlitum á heimili fólks og sjá hvað er mikið tekið í híbýlum sem talin eru til fyrirmyndar. Hnútapúðarnir, sem hafa verið vinsælir í örfá ár, koma enn sterkir inn hjá þeim sem eiga falleg heimili. Ég fæ alltaf aðkenningu af minnimáttarkennd þegar ég sé baðherbergin og svefnherbergin í tímaritunum. Það er er ansi ljótt heima hjá mér miðað við þessi fínu heimili, en stundum fyllist ég eldmóði við lesturinn og heiti því að taka mig á og smartvæða heimili mitt. Svo eru það viðtölin. Mér finnst oft mjög skemmtileg viðtöl í glansblöðum. Ég finn eiginlega alltaf eitt viðtal við þekkta manneskju sem segist hafa verið mjög gáfað barn. Viðkomandi kunni að lesa fjögurra ára og var almennt á undan skólafélögum sínum í þroska. Oftar en ekki dvaldi umrætt gáfubarn líka töluvert h

Hlemmur

Ég held ekki að ég sýni dómgreindarleysi varðandi eigin persónu þó að ég haldi því fram að ég sé sjaldan utan við mig. Ég er ekki vön því að týna hlutum og gleyma, fara í öfug föt, koma of seint eða ruglast á dóti. En í morgun tókst mér samt að bursta tennurnar með andlitskremi úr túpu sem var keypt í sænsku apóteki um daginn. Ég var búin að bursta duglega í svona tíu sekúndur þegar ég fann beiskt krembragðið. Oj! Ég er ekki meðlimur í Costco svo ekki fer ég þangað í bili. Hins vegar fór ég áðan í pólsku búðina á Hlemmi og keypti pipar. Það er svolítið erfitt að versla þar vegna þess að allt er merkt á pólsku, en ég get nú ráðið í ýmislegt. Þar fæst líka brauð sem heitir chleb. Og talandi um Hlemm þá er spurning hvort mögulegt ofmat á fjölda túrista verði til þess að hótelið sem verið er að ljúka við, ásamt fjölda annarra hótela í grenndinni, muni kannski standa hálftómt. Ég hef reyndar litla trú á því, og fjölgi túristum ekki eins og kanínum verður örugglega hægðarleikur að breyta h

Féll í dá

Þegar ég var barn fletti ég dagblöðum sem urðu á vegi mínum, Þjóðviljanum, Mogganum, Tímanum og jafnvel Alþýðublaðinu, en á einhverjum tíma varð það svo þunnt að það var kallað Alþýðublaðsíðan. Í þessum blöðum voru stundum  greinar og fréttir sem ég var mjög spennt fyrir og á tímabili var ég sérstaklega spennt fyrir greinum um fólk sem hafði fallið í dá. Sennilega komu svoleiðis fréttir dálítið í staðinn fyrir dramatísk tilfinningaklámsviðtöl sem síðar fóru að birtast. Frá tíu ára aldri og fram undir tvítugt fylgdist ég eins náið og ég gat með Karen Ann Quinlan sem féll í dá eftir að hafa svelt sig til að komast í of lítinn kjól, samt var hún bara um 50 kíló. Hún fór mjög svöng í partý og fékk sér pillur og vín og sofnaði og vaknaði ekki aftur. Í dáinu var hún í áratug og mikið var fjallað um hvort leyfa ætti að taka öndunarvél og mögulega einhverjar fleiri vélar úr sambandi svo hún gæti dáið. Svo var það Sunny von Bülow, gríðarlega rík kona sem féll í dá um 1980. Ég fylgdist ekki ei

Þægindahrammurinn

Reykjavíkurdætur glöddu mig í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, töff, skemmtilegar og klárar. Ég hef eignast nýjan, gylltan síma og eins og búast má við sef ég með hann við höfðalagið og kíki á hann þegar ég vakna. Í morgun, þegar ég vaknaði örlítið þunn, hafði gömul kórsystir mín póstað auglýsingu á facebook-vegginn sinn um leikfimi í Garðabæ. Umrædd kona lítur alltaf út eins og ferskasta ferskjan í búðinni svo að í svefnrofunum fannst mér mjög góð hugmynd að ég tæki hana mér til fyrirmyndar og færi þrisvar í viku klukkan sjö á morgnana í leikfimi. Og það var eins og við manninn mælt, ég sendi póst og bókaði mig og mun því mæta í Garðabæ, klædd eins og Jane Fonda utan á vídeóspólu sem ég átti einu sinni og viðeigandi ennisbandi í stíl, við fyrsta hanagal á mánudaginn. Nú velti ég því fyrir mér hvort ég sé í maníu eða heilaþvegin af þulum lífsleikniráðgjafa um nauðsyn reglubundinna stökka út fyrir þægindarammann. Ég held samt að þessi svokallaði þægindarammi sé ekki til, lífið fer auðvit

Bloggvinsældir og hipsteraskegg Raspútíns

Eitthvað hefur gerst á þessu bloggi. Undanfarnar vikur hafa daglegir gestir verið örfáir tugir, jafnvel bara tveir, en skyndilega fór að rjúka úr teljaranum og nú nálgast gestakomur síðan í gær þúsund. Ég óttast þó ekki að vinsældirnar verði varanlegar, gestum fækkar væntanlega aftur þegar Costco verður opnað. Fyrr í dag hittumst við Gunnþórunn Guðmundsdóttir í Efstaleiti og ræddum við Höllu Þórlaugu um bók vikunnar . Það var mjög skemmtilegt, mér finnst eiginlega jafn gaman að tala um bækur og að lesa bækur (og líka skemmtilegra að tala um bækur annarra en mínar eigin). Í stúdíóinu var ég spurð hvort ég væri úr sveit, svoleiðis spurningu fær fólk sem tekur að sér að tjá kaldlyndi gagnvart viðkvæmum og sjálfsleitandi hipsterum; í mér blundar sennilega harðbrjósta spegilsjálf Óttars Guðmundssonar. Á meðan ég beið eftir strætó á Rauðarárstígnum í morgun bölvaði ég ísköldu norðanroki og íhugaði að flytja til heitu landanna (eða að minnsta kosti til Danmerkur). Nú eftir hádegi rofaði h

Myndasmíði

Þegar yngri sonur minn var á leikskóla í Svíþjóð komu einu sinni skilaboð frá leikskólastarfsmönnum þar sem foreldrar voru beðnir að hætta að mæta með myndavélar á viðburði skólans. Ég man sérstaklega eftir nokkrum foreldrum frá Asíulöndum sem stóðu fremst þegar börnin sýndu leikrit eða sungu og byrgðu öðrum sýn á meðan þeir mynduðu börnin sín með vídeótökuvélum. Skilaboðunum fylgdi létt-passív agressív nóta um að það væri skemmtilegt að horfa á börnin koma fram og njóta þess bara meðan á uppákomunni stæði. Þetta var fyrir tíma farsíma með myndavélum, en mér datt þetta í hug  í gærkvöldi þegar instagramið fylltist af sólarlögum. Þá hugsaði ég með mér að það væri kannski gaman ef fólk hætti að taka myndir af sólarlaginu og horfði bara á það. Ég verð sennilega svona yfirlætisfull þegar síminn minn er ónýtur og ég get ekki tekið myndir og sett á instagram. Auk þess sést aldrei sólarlag heima hjá mér því ég bý á lægsta punktinum í Norðurmýri. Þegar yfirborð sjávar hækkar að ráði verður kja

to do

Á skrifborðinu á skrifstofunni, sem ég deili með ýmsum snillingum í Sigvaldahúsi í sendiráðshverfinu, liggur svokallaður to do-listi. Á honum er bara um það bil helmingur verkefna sem ættu að vera á honum. Þessa stundina er ég auk þess ekki stödd á skrifstofunni til að lesa hann og man þar af leiðandi ekki alveg hvað stendur á listanum. En ég man eftir ýmsu sem ég skrifaði ekki á listann og nú held ég að ég hafi mögulega of mikið að gera. Eitt er þó alveg ljóst; enginn getur hringt í ónýta símann minn og beðið mig um að gera eitthvað. Á því verður þó líklega breyting innan skamms, ég hef ámálgað það við Véstein að kaupa fyrir mig nýjan síma. Í dag fæ ég tvær dásamlegar konur í kaffi. Þar sem ég vann aldrei í bókabúð á ég enga vini sem ég kynntist í þeim bransa, en ég á marga kunningja og frábærar vinkonur sem ég kynntist fyrir tilstilli internetsins. Þessar konur eru tvær þeirra og svo gáfaðar og skemmtilegar að ég myndi senda þær í mánaðardvöl á heilsuhæli á fegursta stað heims, str

Portúgal og Fönix

Horfði með öðru auganu á söngvakeppnina á tölvuskjánum. Mér sýndist þetta mikið strákafestival en ég gaf mér ekki tíma til að telja hausa og reikna prósentur eins og ég á alveg til stundum. Á meðan keppnin fór fram lék ég líka svokallaðan kaffihúsaleik, hann fólst aðallega í því að sitja á gólfinu og borða poppkorn. Krúttlegir þessir Portúgalar en ég er nú ekki svo hrifnæm að ég hafi tárast, hvað þá grátið á portúgölsku eins og einn ágætur maður sagðist á facebookvegg hafa gert. Það þarf nú eitthvað meira en þetta raul til að mitt ískalda steinhjarta bráðni. Í dag var enn eina ferðina fugl í kamínunni í sumarhöll vindanna. Við heyrðum í honum í reykrörinu þar sem hann sat kannski fastur. Eftir bank í rörið og tilraunir okkar Lísu til að lokka hann niður með tekexi og vatni hrundi hann loks niður í ofninn. Þá var hægt að opna fyrir honum og hann flaug út í vorið. Þetta var enginn Fönix, bara ungur stari. Þessa mynd tók ég fyrir nákvæmlega einu ári í Póvoa de Varzim í Portúgal.

Tækjaleysi

Varla horfi ég á Eurovision-keppnina í kvöld því sjónvarpið er ónýtt, myndirnar renna margfaldar á ógnarhaða niður eftir skjánum. Eftir að síminn hafði verið ónýtur í viku gaf sjónvarpið sig. Lífið er eins og lína úr ljóði eftir sjálfa mig; rafmagnstækin hætta að virka . Ég giska á að kæliskápurinn fari um næstu helgi, nema það verði þurrkarinn eða ryksugan. Ætli ég eyði ekki bara kvöldinu í að lesa söguna um ævi og ástir Ingmars Bergmans eftir Thomas Sjöberg, einhver gagnrýnandi kallaði þá bók sängkammarbiografi eða svefnherbergisævisögu, það er ekki alveg galið en það er nú samt ýmislegt í þessari bók sem hefur alls ekkert með svefnherbergi að gera. Svo á ég líka eftir að lesa ljóðverk svikaskáldanna, Ég er ekki að rétta upp hönd , og klára bók Guðrúnar Evu, Skegg Raspútíns , sem ég ætla að tala um í þættinum Bók vikunnar í næstu viku. Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Halldóru Mogensen þingmann pírata. Þar er hún spurð hvað hún tæki í karókíi alþingismanna. Hún nefnir Carole Kin

Skrópasýki á bænadegi Dana

Mig langar smá að skrópa í vinnunni í dag og fara upp í sumarhúsið mitt (þangað er 15 mínútna akstur) og skrúfa frá krana og athuga hvort gamla þvottavélin virkar. Það sprungu nefnilega leiðslur og blöndunartæki í vetur (og vatn flæddi út á gólf) en nú er búið að laga pípurnar og aftur komið rennandi vatn í kranana. Það er samt ýmislegt sem þarf að laga, bæta og mála í sumarhúsinu sem telst líklega kofi miðað við íslenska sumarbústaði almennt. Mér skilst samt að svona A-hús séu mikið í tísku hjá retró-áhugafólki úti í heimi, ég fékk meira að segja póst í fyrra frá manni í útlöndum sem sá mynd af sumarhúsinu mínu á Instagram og bað mig að gefa sér upp málin á því, hann var að fara að byggja sér svona hús og var að velta fyrir sér hvað hann ætti að hafa stóran gólfflöt. Þetta þýðir sennilega að A-hús komast í tísku á Íslandi eftir tuttugu ár. En þá verður kannski búið að rífa þau flest. Svo þarf að hella úr safnhaugstunnunni og stinga upp beð og sá fræjum, já og stinga upp fullt af furup

Brauðið á Bessastöðum

Ég byrjaði daginn á því að baka brauð úr deigi sem er búið að vera í ísskápnum síðan í gær. Reyndar steikti ég það á pönnu eins og króatísk mamma bernskuvina sona minna kenndi mér. Það brauð kallast rifnar nærbuxur. Ég er með metnaðarfullt vinnuplan fyrir daginn (ég er reyndar að ljúga þessu en ég ætla að minnsta kosti frekar að sitja við skrifborð en að fara að kaupa mér nýjan síma í stað þess ónýta) og þá er best að borða metnaðarfullan morgunverð. Ég er annars að lesa Dægradvöl í X-ta skiptið. Alltaf finn ég eitthvað áhugavert í þeirri bók, ég held að þar sé saman kominn einkennilegasti mannsöfnuður sem hægt er að lesa um í íslenskum bókmenntum. Samferðafólk og nágrannar Benedikts Gröndals og siðir þeirra og ósiðir hætta aldrei að skemmta mér og valda mér undrun. Og þarna úti á Álftanesi fyrir miðja 19. öld var sko ekki bakað brauð, það var sótt í Bernhöftsbakarí í Reykjavík, væntanlega á bát. Hafði þetta fólk ekkert verksvit eða átti það ekkert til að baka úr? Dæmi um undarlega

Órólega fólkið

Nú er ég búin með De urolige eftir Linn Ullmann. Það er vel skrifuð bók. Hún er samt varla um það sem stendur aftan á kápunni að hún sé um. Og ég er ekkert viss um að mér líki vel við fólkið í þessari bók. Meintir snillingar með dynti og tilætlunarsemi eru þreytandi. En það getur verið gaman að lesa um svoleiðis fólk ef textinn er vel skrifaður. Mér sýnist veðrið í Reykjavík þannig að ef ég vissi ekki betur myndi ég telja að það væri haust. Kannski verð ég bara inni í dag. Ekki þarf ég að óttast að síminn hringi því hann er jafn ónýtur og áður. En ég byrja alla vega á því að búa til kaffi.

Sími, hjól, bók ...

Nú hef ég verið símalaus í nokkra daga, síminn minn er sennilega alveg ónýtur. Ég er að velta því fyrir mér hvers vegna ég þurfi síma, í dag vantar mig hann aðallega til að komast inn í heimabankann til að borga skattinn, annars er ég alveg góð svona símalaus. Mig vantar miklu frekar reiðhjól en síma. Græna hjólið mitt er í lamasessi, sprungið dekk og bilaðir gírar. Og bleika DBS-hjólið sem ég fékk þegar ég var 13 ára hefur verið bilað síðan einhvern tíma þegar sonur minn var í stærðfræði í HÍ og notaði það til að komast út í VR. Þar var því stolið en hjólið fannst á Fálkagötu og rataði aftur heim til mín. Sennilega er skynsamlegast að fara með bæði hjólin í viðgerð og yfirhalningu hjá fagmanni. Nú vantar mig nokkrar heimilishjálpir, tvær þeirra gætu farið með hjólin í viðgerð fyrir mig. Í gær fór ég á skrifstofuna í fyrsta skipti í rúman mánuð. Þar las ég heilt handrit að unglingabók upphátt fyrir Hildi. Lesturinn tók nokkra klukkutíma. Við erum að snurfusa framhaldsbók um Dodda, sv

Húshjálpir

Eftir að síðasta kona Ingmars Bergmans, Ingrid, dó úr magakrabba eftir tuttugu og fjögurra ára sambúð og miklu lengra samband, hafði Ingmar sex konur sér til aðstoðar. Ingrid hefur, að því er mér virðist, verið jafnoki Auðar varðandi fegurð, almenn húslegheit, eldamennskuhæfileika, saumaskap og ráðdeild og auk þess einstaklega hæfur ritari. Linn, dóttir Ingmars og Liv Ullmann, segir í bókinni sem ég er að lesa að listamenn þurfi húshjálp. Jafnvel sex slíkar. Það er sjálfsagt rétt í einhverjum tilvikum, að minnsta kosti ef hlutirnir í lífi þeirra þurfa að vera í stafrófsröð. Linn er örugglega með húshjálp, jafnvel fleiri en eina. Einu sinni hélt ég erindi fyrir nemendur í grunnskóla í Fårösund, bænum á Gotlandi sem siglt er frá til Fårö (það er fimm mínútna ferjusigling). Í skólanum tók skemmtileg kona, mig minnir að hún hafi verið handavinnukennari, á móti mér og kynnti mig fyrir starfsfólki. Þetta var lítill skóli og fólk virtist kenna hitt og þetta sem það var ekki endilega með men

Engin mynd

Í morgun lá ég í rúminu og las grein á símaskjánum um konur sem eru neyddar til að stunda sjálfsmorðshryðjuverkaárásir fyrir Boko Haram. Þegar ég lauk við greinina gaf síminn minn upp öndina. Skjárinn sortnaði og það slokknaði á símanum og nú er ekki hægt að kveikja á honum. Kannski er allt í lagi að vera símalaus, ekki langar mig mikið til að hringt sé í mig, ég vil miklu frekar fá tölvupósta. Ég er annars einhvern veginn hálfpartinn utan þjónustusvæðis þessa dagana, fylgist ekki með Eurovision hvað þá þvargi og dramatískum orðaskiptum um meint völd Rithöfundasambandsins til að láta svipta menn sjálfræði. Ég nenni ekki einu sinni að horfa á fréttirnar. En í kvöld horfði ég á mynd um Emmanuel Macron, sem er forvitnilegur maður miðað við að vera pólitíkus, ég hef eiginlega aldrei neinn áhuga á ókunnugum pólitíkusum. Í dag drakk ég kaffi úti í garði með Þorgerði, bakaði síðan brauð og las töluvert í bókinni De urolige eftir Linn Ullmann. Mér sýnist þetta vera fín bók en hún heillar mi

Heima

Flugleiðavélin var full af fólki en við könnuðumst ekki við neinn innanborðs. Ég var búin að hlakka til að hlusta á seinni hlutann af Egils sögum á hljóðbók í vélinni en varð fyrir vonbrigðum. Á útleið fyrir mánuði hlustaði ég á Pál Valsson og Egil lesa til skiptis úr bókinni en í gær var búið að skipta út hljóðbókunum í afþreyingarkerfinu og ég gat þess vegna ekki hlustað á síðasta þriðjung Egils sagna . Í staðinn horfði ég smávegis á Ligeglad og svo mynd um íbúa á Ströndum. Mér finnst merkilega lítið hafa gerst hjá gróðrinum í Reykjavík á heilum mánuði. Það mætti halda að ég hafi verið viku í burtu en ekki mánuð. Undantekningin er heggurinn fyrir framan hús, hann er alltaf fljótur til. Það væri nú skemmtilegt ef hann færi að blómstra. Þetta er heggurinn

Við Eyrarsund

Nú er ég stödd á Kastrup-flugvelli og er að drekka mjög dýrt kaffi. Hvaða bjöllusauður ákvað að nútímalegar flughafnir væru svona þreytandi staðir og hvernig stendur á því að hérna eru veitingastaðir sem spila stöðuga dúnki-dúnki-tónlist? Alveg er ég viss um að ef haldin yrði atkvæðagreiðsla meðal farþega um hvort þeir kjósi þetta andrúmsloft þá yrði stemningin hérna kolfelld. En við áttum góða daga á Skáni og í Kaupmannahöfn. Í Malmö hittum við Cillu vinkonu okkar sem býr í Kanada en var að heimsækja vini og fjölskyldu í Svíþjóð. Í Kaupmannahöfn hittum við son og tengdadóttur sem búa á Fredriksberg. Við fórum í góða göngutúra um Nørrebro, Østerbro og Frederiksberg, borðuðum góðan mat og svo kom vorið. Mér skilst að það sé líka komið til Íslands. Ég þarf að skrifa bók og ég held að vorveður henti mjög vel til þeirra skrifta. Svo bíða framkvæmdir hér og þar. Bæði innan húss og utan. Og í annarri ferðatöskunni sem var tékkuð inn er róla en í hinni hengistóll. P.S. Hér er umfjöllun um