Fortsätt till huvudinnehåll

Niðurbrjótanlegir pokar

Í garðinum við húsið mitt í Kaupmannahöfn eru tunnur fyrir flokkað rusl, svona eins og gengur og gerist, þar á meðal ein fyrir lífrænan úrgang. Í horni garðsins er líka kúla fyrir gler og skot fyrir storskrald; húsgögn, raftæki, innréttingar og fleira, sem er sótt fólki að kostnaðarlausu. Þetta finnst mér algjörlega til fyrirmyndar, ég ergi mig stöðugt á því hvað grenndarstöðvar eru fáar í Reykjavík, það er alltaf gert ráð fyrir því að fólk komi akandi í þær. Þennan mánuð sem ég hef dvalið hérna hef ég leitað að fullkomlega niðurbrjótanlegum pokum undir lífrænt rusl. Þá hef ég oft keypt í Reykjavík en alls ekki fundið í búðum hér í kringum mig. Í gær tók ég mig til og fór að leita mér upplýsinga um dönsk ruslamál á vefsíðum. Þar komst ég að því að húsfélög geta pantað fötur og poka undir lífrænan úrgang  sér að kostnaðarlausu og deilt til íbúanna. Einnig kom fram að það megi sækja poka og fötur í hin og þessi bókasöfn og einhverja fleiri opinbera staði. Mér fannst þetta eitthvað furðulegt en í dag gekk ég samt út í bókasafnið við Rauða torgið á Nørrebro og komst að því að þetta er satt. Þarna biðu fötur og pokar við innganginn.


Kommentarer

Populära inlägg i den här bloggen

Dylanmennirnir

Bob Dylan er nýorðinn áttræður. Eins og var fyrirsjáanlegt spruttu Dylanmennirnir fram eins og grápöddur undan steinum og fögnuðu í einkamiðlum og á opinberum vettvangi. Fréttatími RÚV í gær fagnaði líka afmælinu með veglegri umfjöllun og einn menningarblaðamaður sagði í yfirskrift blaðagreinar að afmælinu fögnuðu allir góðir menn. Í morgun minntist vinkona mín á tíu ára gamla sænska grein, sem birtist í tilefni sjötugsafmælis nóbelsverðlaunahafans í nöldurkenndu rími (textinn við Positively 4th street hlýtur að vera eitt magnaðasta nöldur bókmenntasögunnar). Greinin  Män som missbrukar Dylan , er eftir Hönnu Fahl og þar fjallar hún um Dylanmennina, en Hanna kveðst hafa hitt margan Dylanmanninn í lífi sínu. Nánasti vinur Hönnu, sagnfræðingurinn og skjalavörðurinn Fredrik Egefur, er Dylanmaður (hann er samt kannski fyrrverandi Dylanmaður núna), en Dylanmenn eru þeir sem vímast gjarna allir upp þegar Dylan berst í tal, þeir geta verið á öllum aldri og með ólíkar pólitískar skoðanir ...

Kona sem dó af völdum kakkalakkapúlvers

Undanfarnar vikur hafa Halldór Guðmundsson og Þorgerður E Sigurðardóttir verið með mjög áhugaverða útvarpsþætti á RÚV um Íslendinga í Kaupmannahöfn. Síðasti þátturinn verður á dagskrá næsta laugardag og ég hlakka til að hlusta á hann. Í þáttunum, sem heita Skáld og skrælingjar , hefur Halldór meðal annars minnst á íslenska karla sem sátu hver yfir öðrum á knæpum í grennd við Kóngsins nýjatorg og uppnefndu Dani, en líka hefur verið minnst á nokkrar konur. Ég hef sjálf óseðjandi áhuga á íslenskum konum sem voru í Kaupmannahöfn á síðustu öld og er einmitt núna stödd í borginni og búin að lesa ýmis skjöl á Ríkisskjalasafni Dana og fletta upp í Borgarskjalasafninu. Ég hef ekki fundið nákvæmlega það sem ég er beinlínis að leita að og sem tengist íslenskri konu sem bjó í Kaupmannahöfn mikinn meirihluta ævinnar (hér eru útvarpsþættirnir um hana ), en ég hlýt samt að finna þetta á endanum, nú bíða mín tvær útkrotaðar bækur í Svarta demantinum. Ekki er ég sagnfræðingur og ekki geng ég mjög skip...

Óþolandi karlmaður

Um daginn skrifaði sænskur blaðamaður og rithöfundur tvær greinar í dagblaðið Expressen um hvað það hefur reynst honum erfitt í lífinu að fólki líkar ekki við hann. Maðurinn heitir Jens Liljestrand og hafi hann þótt ósympatískur allt sitt líf þá er því að minnsta kosti lokið núna því tvær greinar um eigin vanlíðan vegna þess hvað maður er óvinsæll hafa pottþétt breytt þessu. Það er löngu búið að rannsaka það að opinská viðtöl og játningar gera fólk vinsælt, sérstaklega ef fólkið er karlmenn. Þá eru þeir búnir að opna sig og sýna einlægni og eru þar með skilgreindir sem krútt. En sem sagt, Jens Liljestrand áttaði sig snemma á því að hann væri óvinsæll. Fólki fannst hann með óþægilega nærveru, montinn og ókurteis. Hann hélt að þetta væri eitthvað spes og sérstakt í eigin fari, en eftir að hann skrifaði greinarnar tvær þá lét fullt af fólki í sér heyra og lýsti samskonar upplifunum. Svo hafði blaðakona DN líka samband við Jens, hún las greinarnar hans og tók við hann viðtal. Talandi um ke...

Baráttudagur kvenna

  Starfandi framkvæmdastjóri Alþjóðabankans, Mari Pangestu, segir í viðtali við DN að í coronafaraldrinum beri konur þyngsta krossinn. Hún vill kalla þetta alþjóðlega kvennakreppu, að covid-19 hafi breikkað bilið á milli kynjanna og rifið upp gamla mismunun. Kvennastéttir hafa orðið verst úti og konur hugsa mest um börnin sem sum hafa ekki hafa fengið að fara í skólann í lengri tíma. Meðan ég las viðtalið við hana, sem fjallar um konur um allan heim, rifjuðust upp fréttir sem ég hef lesið um að ekki sé hugað að jafnrétti í ákvörðunum á Íslandi, til dæmis er ein nýleg hérna um karllægar aðgerðir stjórnvalda . Í dag verður kynnt kæra níu íslenskra kvenna til Mannréttindadómstóls Evrópu . Konurnar kæra íslenska ríkið fyrir að fella niður mál þeirra. Þær höfðu kært kynferðisof­beldi, heim­il­isof­beldi eða kyn­bundna áreitni en mál þeirra voru felld niður í íslensku réttarkerfi. Ofbeldi í garð kvenna er kerfisbundið. Til hamingju með baráttudag kvenna!

Bækur og tré

Fyrrverandi bókaútgefandi sem er núna rithöfundur segir hér að bækur séu að styttast. Ég veit ekki hvort það sé rétt en sumar þykkar bækur eru samt farnar að fara í taugarnar á mér. Vissulega las ég alla doðrantana í ritröð Karls Ove Knausgårds, sem fjalla mestmegnis um hann sjálfan (og svo er langt innslag í einni bókinni um Hitler, en ég nennti nú ekki að lesa það allt), en eftir á hugsaði ég með mér að þetta væri auðvitað óþolandi manspreading hjá karlinum, hvers vegna finnst þessum manni hann mega taka svona mikið pláss í hillum og svona langan tíma af lífi okkar? Ein bók þar sem þetta kemur aðeins við sögu er Sandárbókin eftir Gyrði Elíasson. Sú bók er 118 blaðsíður, sem mér finnst einmitt rétta lengdin. Hún er líka mjög skemmtileg og ég væri til í að sjá bíómynd eftir henni. Það gerist raunar ekki mikið í bókinni, þarna er einhver maður sem býr í hjólhýsi og málar myndir af trjám og veltir ýmsu fyrir sér. Til dæmis því að bækur séu búnar til úr trjám og að það sé óvistvænt og f...

Dánarstaður menningarmanns

Dr. Priemes Vej 1 árið 1947 Einu sinni var nítján ára stúlka sem hét Eleanor Christie. Hún bjó með móður sinni, ekkju eftir lögmann, í Bolfracks Cottage, nálægt Aberfeldy í miðjum skosku hálöndunum. Eleanor hafði gengið í einkaskóla á heimaslóðum og heimavistarskóla í York, hún var drátthög og áhugasöm um listir og málaði blómamyndir. Hún átti gamla tónelska frænku sem bjó í Wales, frænkan hét Helen Powell. Stundum kom vinur Helen í heimsókn til hennar og dvaldi hjá henni í Wales. Þetta var miðaldra músíkant sem ættaður var frá Íslandi, en hann hafði hátt í tvo áratugi búið í Edinborg og kompónerað tónlist og stundað píanóleik og kennslu. Eitt sinn þegar píanóleikarinn heimsótti gömlu vinkonu sína rak hann augun í mynd af stúlku sem honum þótti sjarmerandi og spurðist fyrir um hana. Helen sagði honum að þetta væri Eleanor frænka hennar sem byggi í Skotlandi. Manninum leist svo vel á stúlkuna að hann bað um að hann yrði kynntur fyrir mömmu hennar. Gömlu frænkunni fannst það sjálfsagt má...

Reynsluheimar lesenda

  Í gær hélt ég útgáfuboð í lokaðri bókabúð sem hafði orðið fyrir tölvuárás og verið skellt í lás. Það mættu samt margir og ég gat farið glöð að sofa í gærkvöldi. Í boðinu var ég spurð hvort ég væri ekki komin í frí. Það fannst mér skemmtilegt því að þó að mér finnist ég eiginlega ekki beinlínis vera í vinnu þá finnst mér ég aldrei eiga frí. Vegna þessarar spurningar ákvað ég samt að taka mér frí í dag frá því að skrifa útvarpsþátta- og sjónvarpsþáttahandrit, sem eru helstu verkefni mín þessa dagana. Ég get ekki afsakað mig með því að þykjast vera upptekin við kynningar á nýjum bókum mínum, þýðingu og smásagnasafni, ég er bókuð á tvo upplestra og alls ekki neitt annað. Þetta er aldeilis eitthvað annað en Eiríkur Örn Norðdahl sem þýtur umhverfis landið með posa og bókakassa og kynnir og selur nýju bókina sína og segist vera til í að mæta í viðtöl í næstu viku. Ég er auðvitað bara miklu latari en Eiríkur og svo er mér svakalega illa við að aka eftir þjóðvegum Íslands að vetrarlagi....

Augnlok og heimsstyrjöld

Karen Blixen sagði eitthvað í þá átt að öll sorg yrði bærileg ef maður skrifaði hana inn í sögu. Ég veit ekki hvort þetta er rétt, enda er ég talsmaður bælingar og geri mér far um að bæla marga slæma hluti eins vel og ég get og myndi aldrei skrifa um þá. En mér finnst ósennilegt að óþolandi snyrtivöruofnæmið, með tilheyrandi bólgu og kláða, hverfi af augnlokunum á mér ef ég skrifa um það. Voðalegur fáviti var ég að klína á mig þessum augnskugga um daginn. Það er einkennilegt að hugsa til þess að ég hafi fæðst  aðeins 20 árum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Synir mínir eru 22ja og 24ra ára og mér finnst frekar stutt síðan þeir fæddust. Hér er þriðji þátturinn í sjónvarpsþáttaröð . Þarna er líka hægt að horfa á 1. og 2. þátt.

Stórir rassar og stór hús

    Áðan las ég smartlandsumfjöllun um mann sem hætti að leigja íbúð í Grafarvogi vegna dýrtíðar (og vegna þess að hann var ekkert mjög mikið heima hjá sér) og keypti sér hjólhýsi sem hann býr í ásamt sambýliskonu. Um daginn las ég líka um danska konu sem fannst borgarlífið í venjulegri íbúð tilgangslaust og óvistvænt. Konan keypti sér hirðingjatjald og flutti ásamt ungum syni inn í sænskan skóg og þar hafa þau búið um árabil við aðstæður sem flestum þykja frumstæðar. Mér finnst þetta áhugaverðar sögur því ég velti því svo oft fyrir mér hvað fólk þarf marga fermetra undir rassinn á sér (svo ég tali nú ekki um alla bílana sem þjóna hlutverki yfirhafna fyrir mjög marga - sumt fólk sem ég þekki ekur alltaf eitt í bíl, það virðist ekki einu sinni geta deilt bíl með þeim sem það deilir rúmi með). Hvers vegna þarf fólk svona mikið pláss? Hafið þið séð hvað mörg hús og íbúðir sem eru til sölu og eru óheyrilega stór? Nú skil ég alveg að einhver kjósi að hafa rúmt um sig ...

Drottninggatan

Ég er stödd á gistiheimili í Stokkhólmi. Í gærkvöldi át ég salat upp úr plastboxi í kvöldmat og hámhorfði svo á Skam. Mér finnst þetta skemmtilegir þættir en ég og vinir mínir vorum nú ekki alveg jafn þroskuð við upphaf menntaskólanáms eins og norsku ungmennin. Þau eru líka sennilega eldri en þau eiga að vera, ég meina sko leikararnir. Þannig virkar kannski leiklistarbransinn, fyrst leikur fólk niður fyrir sig og síðan upp fyrir sig og svo er það rekið. Hádegismaturinn var bökuð kartafla með skagenröra. Í kvöld ætla ég að hitta þýðanda og forleggjara og drekka með henni bjór. Á morgun held ég ferðinni áfram, þá er sex klukkustunda lestarferð á dagskrá.