Í garðinum við húsið mitt í Kaupmannahöfn eru tunnur fyrir flokkað rusl, svona eins og gengur og gerist, þar á meðal ein fyrir lífrænan úrgang. Í horni garðsins er líka kúla fyrir gler og skot fyrir storskrald; húsgögn, raftæki, innréttingar og fleira, sem er sótt fólki að kostnaðarlausu. Þetta finnst mér algjörlega til fyrirmyndar, ég ergi mig stöðugt á því hvað grenndarstöðvar eru fáar í Reykjavík, það er alltaf gert ráð fyrir því að fólk komi akandi í þær. Þennan mánuð sem ég hef dvalið hérna hef ég leitað að fullkomlega niðurbrjótanlegum pokum undir lífrænt rusl. Þá hef ég oft keypt í Reykjavík en alls ekki fundið í búðum hér í kringum mig. Í gær tók ég mig til og fór að leita mér upplýsinga um dönsk ruslamál á vefsíðum. Þar komst ég að því að húsfélög geta pantað fötur og poka undir lífrænan úrgang sér að kostnaðarlausu og deilt til íbúanna. Einnig kom fram að það megi sækja poka og fötur í hin og þessi bókasöfn og einhverja fleiri opinbera staði. Mér fannst þetta eitthvað furðulegt en í dag gekk ég samt út í bókasafnið við Rauða torgið á Nørrebro og komst að því að þetta er satt. Þarna biðu fötur og pokar við innganginn.
Það er næstum liðið ár síðan ég skrifaði síðast á þessa síðu. Á því ári hefur margt gerst. Ég ætla ekki að ræða það neitt frekar hér, datt bara í hug að gera það að haustheiti að endurlífga bloggsíðuna og því þurfti ég að prófa hvort ég kæmist enn hér inn. Það er ýmislegt á döfinni eins og gengur á haustin. Hvað mig varðar snýr það að bókum og fjölmiðlaverkefnum, en nýjasta trendið í örvandi efnum ku hins vegar vera að reykja froska. Það finnst mér vissulega undarlegt áhugamál. Í Dagens Nyheter í dag er sagt frá því að fólk sem fékk ADHD-greiningu sem börn sé nú að fara í aðra greiningu sem losar það við ADHD-díagnósuna. Kannski er því batnað eða að það var ranggreint með ADHD. Þetta gerir fólk m.a. vegna þess að greiningin hamlar því, t.d. getur það aftrað því að það komist í lögreglunám. Með mér blundar umtalsverður áhugi á menningarbundnum sjúkdómsgreiningum (það kom til dæmis fram hér ), en í þetta skiptið er ég ekki sérstaklega að spá í ADHD-greiningar, heldur er ég að hugsa ...

Kommentarer
Skicka en kommentar