Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från februari, 2021

Ertu að reyna að vera fyndin?

Iris Murdoch með kisunni sinni Fyrir mörgum árum, í viðtali um einhverja bók eftir mig, spurði fjölmiðlamaður mig eftirfarandi spurningar: „Ertu að reyna að vera fyndin?“ Ég hef ekki hugmynd um hverju ég svaraði og reyndar var ég löngu búin að gleyma því að ég hefði verið spurð þegar Snæbjörn minnti mig á það einhvern tíma í fyrra, honum fannst þetta fyndin spurning. Í gærkvöldi horfði ég á viðtal við Babben Larsson, sem er sænsk leikkona, grínisti og uppistandskennari við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Þar var hún spurð hvað væri fyndið og í stuttu máli sagði hún eitthvað á þá leið að oft þætti fólki það fyndið þegar varpað væri ljósi á aðstæður sem það gæti séð sjálft sig í eða kannaðist við, en á einhvern óvæntan hátt eða í óvæntu samhengi.   Gagnrýnandinn John Self skrifaði grein í fyrra, sem birtist á vef BBC, þar sem hann hélt því fram að skáldskapur sem fengi okkur til að hlæja væri í raun oft sá besti og djúpstæðasti. Self var þarna að gagnrýna Booker-verðlaunalistann árið

Svalir og ósvalari höfundar

Ég sakna Lesbókar Morgunblaðsins. Þegar hún fylgdi blaðinu var ég helgaráskrifandi og las greinar á íslensku um menningu og bókmenntir með morgunkaffinu á laugardögum. Núna les ég greinar um bókmenntir og menningu á ensku eða norðurlandamálunum af skjá. Það er ekki eins gaman. Ég man til dæmis eftir að hafa lesið eitthvað um Thomas Pynchon í Lesbókinni. Ég hef aldrei lesið bók eftir þann mann og það er ósennilegt að ég geri það nokkurn tíma. Ég held að bækurnar hans séu mér ekki að skapi. Mér finnst þessi Pynchon samt forvitnileg týpa, eins og ég held að flestum þyki. Um hann hefur skapast heilmikið költ, eiginlega heill heimur , en höfundurinn fer aldrei í viðtöl og vill ekki láta taka af sér myndir. Ég hef blendnar tilfinningar til höfunda sem eru svona rosalega mannafælnir, mér finnst þetta stælar og yfirlæti, en um leið finnst mér höfundar sem eru út um allt að plögga sjálfa sig líka svolítið ósvalir. Hér er grein sem ég las í morgun um Pynchon , hún er mjög skemmtileg.  Það sem mé

Þýðing

Fyrir áratugum tók ég námskeið við Háskóla Íslands í hagnýtum skrifum og þýðingum. Lokaverkefni mitt í námskeiðinu var þýðing á upphafsköflum bókar eftir kvenkyns höfund, sem hafði þá verið látin í nokkur ár, en ég hafði lengi haft miklar mætur á þessu skáldi og hef lesið bækur hennar reglulega í gegnum árin. Upp úr 1970 komu út, að ég held, þrjár bækur eftir höfundinn á íslensku. Ein þeirra fékk ekki mjög lofsamlega dóma hjá Jóhanni Hjálmarssyni í Morgunblaðinu, sem er óskiljanlegt því bókin er frábærlega vel skrifuð og áhugaverð og margútgefin í heimalandinu. En ég fékk alla vega góða umsögn um þýðingarverkefnið og ákvað að fara með það til útgefanda og spyrja hvort ekki væri hugmynd að halda áfram að gefa út bækur þessa góða höfundar, ég væri alveg til í að þýða alla bókina. Í minningunni finnst mér útgefandinn hafa hlegið að mér þegar hann sagði að hann hefði engan áhuga á þessari bók. Það var svo sem allt í lagi, ég bara fór heim og gleymdi þessu. Í vetur sendi annar útgefandi mér

Vatnaleiðin og Álabókin

Það voru ekki margir á leið frá Stykkishólmi niður í Borgarfjörð í gær (ætli það megi ekki að segja niður í því samhengi?). Veðrið var fallegt, nokkrir hestar í vetrarbúningi átu hey og kindur vöppuðu á stöku stað fyrir utan bæi. Ég veit ekkert um landbúnað en klakabunkarnir yfir sumum túnum ímynda ég mér að geti valdið kali. Þegar ég fer um sveitir hugsa ég stundum með mér, þegar ég sé fallegt hús eða áhugavert bæjarstæði, ekki síst ef það er nálægt sjó og ekki hangandi utan í ógnvænlegu fjalli, að þarna gæti ég búið með nokkur hross og einhver smádýr, rekið flóamarkað í hlöðu og boðið einum og einum skiptinema til dvalar. Í fyrradag las ég einmitt frétt í einhverjum fjölmiðli um að Guðmundur í Brimi hefði keypt Þingvelli í Helgafellssveit, sjávarjörð í grennd við Stykkishólm. Mig minnir endilega að í fréttinni hafi staðið að hann eigi aðra jörð á Snæfellsnesi, hann er kannski að safna Snæfellsnesinu. Nú hvarflar skyndilega að mér að biðja Guðmund að selja mér skika í Helgafellssveit

Skipulagsmál

Merkilegt hvernig manneskja maður er eða verður. Mér finnst svolítið berangurslegt í þessum fallega bæ sem Stykkishólmur er og í gönguferðum hugsa ég með mér að þarna í brekkuna myndi ég planta nokkrum reynitrjám, fengi ég einhverju ráðið, og þarna sunnan megin við þetta eða hitt húsið færu rifsberjarunnar afar vel. Ég er meira að segja með ákveðnar hugmyndir um hvernig mætti þétta byggðina og gera götumyndir heilsteyptari.  Í gærkvöldi var mér boðið í kvöldverð í Sýslumannshúsinu með áhugakonu um bókmenntir og sögu Stykkishólms og rithöfundi sem einnig er heildsali. Það voru sagðar sögur af lifandi og látnum persónum, bæði raunverulegum og skálduðum, sem er einmitt eitt áhugamál mitt (ásamt trjárækt og þéttingu byggðar). Þetta var mjög gott boð. Í morgun þegar ég kom niður í hótelsetustofuna var einhver búinn að búa til kaffi sem stóð sjóðheitt í Moccamaster-könnunni. Hér hefur sem sé verið lifandi vera í dag, svipir fortíðar hella ekki upp á.  

Stykkishólmur

Þessa vikuna dvel ég á hótel Egilsen í Stykkishólmi. Frá mánudegi hef ég verið eini hótelgesturinn, reyndar eina manneskjan í húsinu, og mér finnst það mjög skemmtilegt. Hér er góð kaffivél sem heitir Moccamaster, húsið er fallegt og útsýnið dásamlegt. Í gær tók ég við því sem pósturinn kom með og talaði við mann sem las af mæli.     Í morgun fór ég fyrir tilviljun að hlusta á hlaðvarpsþátt þar sem maður sem heitir Snæbjörn talar við mann sem bjó í Stykkishólmi á unglingsárum. Þetta er fjögurra tíma samtal (eru íslensk podköst oft svona löng?) sem fjallar að mestu um dapurlega hluti, en þetta er samt mjög áhugavert. Flosi er á svipuðum aldri og ég, við ólumst bæði upp á tímum Marteins Mosdals þegar fólk harkaði áföll lífsins af sér, bjór var bannaður og unglingar drukku íslenskt brennivín. Meðan ég hlustaði á þetta samtal gekk ég meðfram sjónum og síðan eftir ýmsum götum í Hólminum og út í Bónus. Ég mætti engri gangandi manneskju, jú reyndar einum manni sem fór síðan upp í bílinn sinn.