Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från 2017

Ljóð með þema

Mér er ekki kunnugt um hvaða týpur lesa það sem stendur á þessari síðu (þær eru þó nokkuð margar segir innbyggði ip-töluteljarinn) en ég held bara áfram að skrifa stöku sinnum og vinir og óvinir eru velkomnir hingað inn. Jólabókaflóðið hefur verið dálítið undarlegt þetta árið. Undanfarin ár hef ég verið með fleiri en eina bók að lesa úr og síðustu þrjú ár hef ég gefið út ljóðabækur. Nú er ég bara með eina unglingabók, já, eða öllu heldur hálfa, því ég er annar höfundur umræddrar bókar (og reyndar tvær þýðingar, sem eru samt auðvitað ekki minna virði, en lestrar úr þeim eru fátíðari) og þar af leiðandi hef ég ekki lesið nein ljóð opinberlega í þessari vertíð (nú lýg ég samt aðeins). Ég játa að ég sakna þess að lesa ljóð fyrir fólk, ég er nefnilega smá sprellari og uppistandari innra með mér og finnst gaman að skemmta fólki með ljóðalestri. Skemmtilegra en ég gerði mér grein fyrir. Ég er sem sagt enn að kynnast sjálfri mér. Nú stefni ég að því að skrifa fleiri ljóð á næsta ári en voru sk

Eitthvað pínulítið um gagnrýni

Stundum les ég eða heyri að þeir sem tjái sig um bókmenntir fái oft yfir sig ægilegar gusur frá óhressum höfundum eða útgefendum. Þetta hef ég aldrei upplifað persónulega þrátt fyrir að hafa skrifað og spjallað um bókmenntir á ýmsum stöðum. Einu sinni skrifaði ég á fjölmiðil (sem nú er dauður) eitthvað í áttina að því að kafli í ákveðinni, þá nýrri, bók hlyti að vera leiðinlegasti kafli gjörvallrar íslenskrar bókmenntasögu, en enginn sendi mér skammarpóst hvað þá kúk í poka. Í mesta lagi hefur einhver hent mér út af facebook-vinalistanum og það er nú bara hressandi. En ég man að höfundur þakkaði mér einu sinni persónulega fyrir skrif um bók eftir sig. Það gerðist í gamla Blómavali við Sigtún. Viðkomandi höfundur, sem er nýbúinn að gefa út ljóðabók, skrifar á þessa síðu . Ég tek það samt fram að ég hef aldrei þurft að gefa bókum stjörnur. Þegar ég skrifaði gagnrýni fyrir Morgunblaðið, það var sennilega fyrir áratug, var stjörnugjöf ekki enn orðin regla. Fyrir nokkrum árum hætti Páll B

My friend and I

Undanfarið hef ég svolítið verið að hugsa um bókmenntagagnrýni, já eða mögulegan skort á henni og bókmenntaumræðu almennt, og um eitthvað sem Páll Baldvin Baldvinsson skrifaði í opnu bréfi fyrir nokkrum árum, þegar hann hætti að gagnrýna bækur. Í morgun, þegar ég vaknaði allt of snemma, datt mér í hug að fara á fætur og skrifa það sem ég var að hugsa og finna bréf Páls og hugleiðingu sem ég skrifaði í norska blaðið Klassekampen þar sem gagnrýni var til umræðu. Ég fór á fætur og inn á baðherbergi og rak þá augun í bók Jóhanns Hjálmarssonar, Malbikuð hjörtu , lúið eintak sem kom út árið 1961 og er með teikningu eftir Alfreð Flóka á kápunni. Ég fór að fletta bókinni (já, á klósettinu) og las meðal annars ljóð sem  heitir Skugginn . Þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hefði heyrt að Jóhann Hjálmarsson hefði einhvern tíma lögsótt hljómsveitina Trúbrot fyrir að stela frá sér texta ljóðsins. Það tók ekki margar sekúndur að finna útúr því hvernig málinu lauk (dómurinn féll í desember árið 1974).

Kaupmannahöfn

Í annað skipti á þessu ári er ég stödd í borginni við Eyrarsund. Ég er í miklu hipsteragettói á Norðurbrú. Hér er fólkið fagurt, kaffið með jurtamjólkinni gott og baðherbergin endurnýjuð. En fólk reykir samt enn á börum og svölum og í gær gekk ég í gegnum grasreykingaský, það minnti mig nú örlítið á miðbik Laugavegar. Það er reyndar eitthvað um það að fólk sé skotið hér í grenndinni, ég nenni samt ekki að vera stressuð og í skotheldu vesti, held líka að í bili sé búið að semja um vopnahlé við eiturlyfjarússaða og byssuóða unglinga í tilvistarkreppu. Íbúðina fann ég á airbnb og hún er alveg dásamleg, með svölum sem snúa inn í garð og full af vínylplötum og ljóðabókum. Á ísskápnum er ástarbréf og það er svo fallega orðað að þegar ég las það (auðvitað má lesa bréf sem hanga framan á ísskápum) hefði ég tárast smá væri ég ekki svellkaldur nagli með hjarta úr steini. Skrifarinn fær næstum óþægilega öran púls við að hugsa um íbúðareigandann og viðkomandi elskar hvern einasta sentimetra af

Mårrans!

Í síðustu viku fór ég til Vestmannaeyja og eftir nokkra daga er Akureyrarferð á döfinni og eftir það Danmerkurferð. Þessa vikuna er ég í Reykjavík að rækta með mér hefðbundið skammdegisþunglyndi og eyða peningum í eitthvað sem ég held að geti fært mér slatta af hamingju. Ég hef samt ekki keypt margar bækur, bara eina ljóðabók sem ég á eftir að lesa, en titillinn lýsir lífi mínu að vissu leyti ágætlega, Ég lagði mig aftur . Ég hef samt lesið nokkrar nýjar og ágætar bækur en mig vantar eiginlega ævisögur, það eru nokkrar að koma út þessa dagana sem mig langar að lesa. Annars er starf þessarar viku, verkefni sem mætti alveg ganga hraðar, að þýða bók um múmínálfa. Það er auðvitað varla hægt að hugsa sér skemmtilegra verkefni svo ég má teljast óskabarn gæfunnar hvað það varðar. Í morgun velti ég því fyrir mér hvort fólk sem safnar múmínálfabollum hafi lesið bækurnar og spáð í Morrann. Vangavelturnar komu til af því að ég las grein um Morrann í útlensku blaði. Þar vék greinarhöfundur að því

Málfar

Málbreytingar hafa mér alltaf fundist áhugaverðar. Ég man nákvæmlega hvar og hvenær ungur maður otaði að mér konfektkassa árið 1985 og bauð mér mola með orðunum: „Ég var að versla mér konfekt“. Mér fannst þetta merkilegt orðfæri, ég hafði aldrei heyrt sögnina að versla notaða nema um magninnkaup og verslunarleiðangra. Nú er alvanalegt að menn versli sér skópar eða pulsu og ég er löngu hætt að velta þessu orðalagi fyrir mér. Ég man líka að ég heyrði dvalarhorfið fyrst notað eins og nú er mjög algengt þegar kona sem ég vann með á leikskóla í Austurbænum árið 2001 sagði „Ég er ekki að skilja þetta barn.“ Mér fannst þetta áhugavert, enda skrifaði Jón G. Friðjónsson pistil í Moggann nokkrum árum síðar og sagði þetta komið frá íþróttafréttamönnum og brjóta í bága við málvenjur. Ég held samt að mér hafi fundist þetta töff og að það hafi liðið mjög skammur tími þar til ég hafði tekið upp þennan dvalarhorfsósið. Áðan byrjaði ég að lesa nýja bók eftir ungan höfund (ég er líklega byrjuð á a

Bækur

Ég hef ekki opnað þetta blogg síðan ég var á Sikiley fyrir tæpum tveimur mánuðum, en ákvað rétt í þessu að ég hefði tíma og væri í stuði til að skrifa smávegis. Það er dálítið mikið að gera, ég þeysist um landið ásamt Atla/Kött Grá Pje því við erum skáld í skólum þessa dagana. Í vikunni höfum við verið í skólum í Reykjavík, á Flúðum og í Grindavík að hitta skemmtilega unglinga en í dag er frí frá því verkefni. Í dag þarf ég hins vegar að flengjast upp á Funahöfða og lesa úr nýrri bók sem við Hildur skrifuðum saman, það er framhald af bókinni um Dodda sem kom út fyrir nákvæmlega ári, ég mæli með henni! Nú og svo er ég byrjuð að þýða nýja (en samt gamla) bók. Í gærkvöldi horfði ég á heimildarmynd á Netflix um Joan Didion. Myndin er alveg ágæt, kannski dálítið yfirborðsleg, en mér finnst samt heimildarmyndir um áhugavert fólk alltaf forvitnilegar. Í myndinni kom fram að Joan drakk (eða drekkur) kók og borðaði hnetur í morgunmat, það finnst mér svalt. Í kjölfarið rifjaði ég upp blogg sem

Mauradráp á Sikiley

Í gær sat ég á sólbekk við sundlaug á strandhóteli á Sikiley og horfði á maura vinna í því að flytja líkið af stórri, dauðri bjöllu. Fyrst reyndu nokkrir maurar að lyfta undir framendann á henni, eins og þeir hefðu hugsað sér að rúlla henni, það gekk ekki og hópur dreif að, maurarnir röðuðu sér í kringum bjölluna og bjuggu sig undir að lyfta henni í sameiningu. Ég fylgdist með þessu í nokkrar mínútur en skyndilega stóð upp heimilisfaðir á næsta sólbekk (hann var með stóra silfurkeðju um hálsinn og nöfn barnanna sinna flúruð á sig) og þreif bjölluna upp af sundlaugarbakkanum og henti henni út í runna. Svo stappaði hann ofan á maurahópnum með flip-flop töfflunni sinni. Nú situr þessi maður á næsta borði við mig í morgunverðarsal hótelsins og borðar kökur. Það er ekkert ósætt brauð, nema örþunnar fransbrauðsneiðar, í boði hérna en kökuhlaðborðið er rosalegt. Allskonar tertur og flórsykurstráð sætabrauð í röðum á borðinu og nettar ítalskar konur raða í sig í kringum mig. Mauramorðinginn

Menningarsjúkdómar, velferðarsjúkdómar og sjúkdómsgreiningar

  Undanfarið hef ég lesið ýmislegt þar sem sjúkdómar koma við sögu. Í fyrsta lagi nýja sænska bók um konu sem er að veslast upp heima á stofusófanum sínum. Bókin er önnur skáldsaga höfundar, ég skrifaði einu sinni um fyrstu skáldsöguna hennar á Druslubókabloggið, hér er krækja á þá færslu . Fyrrnefnd ný skáldsaga Önnu Ringberg (hún heitir Till minne av Berit Susanne Fredriksson ) var eiginlega hliðarspor því ég er aðallega búin að vera að lesa þrjár aðrar bækur, tvær eftir hugmyndasöguprófessorinn Karin Johannisson, sem dó í fyrra vetur, og greinasafn þar sem hún á líka grein. Þessar bækur fjalla allar meira og minna um geðsjúkdóma, sjúkdómsgreiningar og menningarsjúkdóma. Það er nefnilega ekki þannig að sjúkdómar og sjúkdómsgreiningar séu einhver fasti. Sjúkdómsgreiningar eru mismunandi eftir þjóðfélögum, þær koma og fara og ýmislegt sem var greint sem sjúkdómur fyrir ekki mjög löngu síðan er hætt að vera til sem díagnósunúmer, en síðan hafa margar díagnósur bæst við undanfarin ár. Sv

Bækur og heimska

Þegar ég las fréttina um hrun bóksölu varð ég svolítið leið. Ég er nokkuð sammála manni sem skrifaði í morgun á bloggsíðuna sína að bókalaus þjóð sé heimsk þjóð og ef seldum bókum fækkar stöðugt þá hlýtur þjóðin á endanum að verða bókalaus, eða að minnsta kosti bókafá. Það er svolítið sjokkerandi sem stendur í bóksölufréttinni, að seldum eintökum bóka á Íslandi hafi fækkað um 44 prósent frá árinu 2010. Ég held að stjórnmálamenn sem hækka virðisaukaskatt á bækur en dæla samt peningum í fólk úti í bæ í nafni þjóðarátaks um læsi, séu heimskir stjórnmálamenn. Ég hef eiginlega enga trú á þjóðarátökum og finnst að það eigi bara að sjá til þess að börn hafi nóg af skemmtilegum bókum að lesa og skoða og fullorðið fólk í kringum sig sem les fyrir þau og að þá reddist málið. Fólk byrjar varla að lesa bækur þegar það verður fullorðið ef það les ekki sem börn, ég held að það sé frekar borðleggjandi.  En verandi barna- og unglingabókahöfundur, ljóðskáld og þýðandi sem ræðir oft um bókmenntir

Meint sakleysi

Um daginn sá ég nýja íslensk/útlenska mynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Það er margt ágætt í myndinni en ekkert kom mér á óvart, enda hef ég fylgst með þessu undarlega ruglmáli og lesið ótal plögg um það frá barnæsku. En í myndinni kom fram sú vafasama söguskoðun að fram á 8. áratug síðustu aldar hafi Ísland verið lítið samfélag þar sem allir þekktu alla og að hér hafi ríkt óskaplegt sakleysi fram til þess tíma er tveir margumræddir menn gufuðu upp. Þetta fór örlítið fyrir brjóstið á mér. Ekki er ég neinn sagnfræðingur, og raunar algjör amatör með mjög gloppótta söguþekkingu, en ég hef lesið blöð, bækur og dómsskjöl og veit vel að Ísland fortíðar var ekkert saklaust krúttsamfélag frekar en núna og á Íslandi hvarf fólk, það voru framdir glæpir, hér var spilling og ýmislegt vafasamt í gangi löngu fyrir tíma Guðmundar- og Geirfinnsmáls. Í gærkvöldi var ég að hugsa um þessa áhugaverðu söguskoðun, að Ísland hafi verið laust við glæpi og spillingu langt fram eftir síðustu öld. Það leid

Sólarmegin og skuggamegin

Með morgunkaffinu las ég viðtal við eina af ríkustu manneskjum Bretlands, Sigrid Rausing, og eftir viðtalið nokkrar greinar um hana, bækur hennar og fjölskyldu, en Sigrid Rausing er einn af erfingjum mjólkurfernuveldisins Tetra Pak. Hún er með doktorspróf í mannfræði, eigandi bókaforlags og rithöfundur og svo rekur hún líka góðgerðarstofnanir og gerir margt annað. Nú er Sigrid búin að skrifa bók um samskipti sín við Hans Kristian bróður sinn og konuna hans heitna, Evu Rausing, sem fannst sem liðið lík í húsi þeirra hjóna árið 2012 tveimur mánuðum eftir andlát sitt. Eva dó úr hjartaáfalli af völdum kókaínneyslu en eiginmaðurinn lét líkið liggja inni í herbergi í fimm hæða höll hjónanna í Belgravia í London þar til lögreglan fann það eftir að hann var handtekinn í bílnum sínum algjörlega ruglaður af vímuefnaneyslu. Hjónin, sem kynntust ung á meðferðarstofnun, eiga fjögur börn sem þau misstu forræði yfir, fyrrnefnd Sigrid var á þessum tíma með tímabundið forræði yfir þeim. O

Vaknaði í morgun klár og hress ...

Ég er mætt á kontórinn eftir langt sumarskróp og sólin skín inn um gluggann. Það er búið að saga niður uppáhaldstréð mitt sem var hér fyrir utan Hallveigarstaði, sjálfsáð gullregn sem óx upp úr litlum furubrúski. Ég hefði frekar höggvið eitt birkitré. En þetta skiptir svo sem engu máli, þó að ég hafi haft gaman að því að fylgjast með því vaxa. Í morgun er ég búin að skila skýrslu, hugsa um Skáld í skólum og svitna við suðurgluggann. Það er djasshátíð og hinseginhátíð og ég er í nýjum sandölum. Ég er að hugsa um að hjóla í sund.

Panill

Ég er óvenju andlaus þessa dagana. Kannski er það vegna þess að ég borða og drekk of mikið. Ég held samt að það sé frekar vegna þess að ég mála of mikið. Það er verið að mála sumarkofann og þar sem hann var eins og gamalt saunabað að innan, klæddur með brún-gulnuðum panil, er það ærin vinna. Síðasti eigandi, sá sem kom á eftir borgarlækninum, var málari og líklega bílamálari. Það sem var á annað borð málað, til dæmis dökkbláar hurðir, hafði hann örugglega málað með bílamálningu. Það þarf fjórar umferðir af hvítu með 40% gljáa til að þekja þessi ósköp. Ekki hef ég lesið mikið undanfarið. Ég er nýbyrjuð á ævisögu Zöruh Leander eftir Beata Arnborg, bókin heitir Se på mig! Næsta bók með mínu höfundarnafni verður með upphrópunarmerki eins og ævisaga Leander, það er þessi hérna sem nú er í umbroti. Kápuna gerði Elín Elísabet Einarsdóttir, sem ég rakst á á Laugaveginum í fyrra að selja póstkort og sá strax að hún væri hæfileikarík listakona. Fólk er mikið í sumarfríum þessa dagana. Mar

Man skal tenke positivt

Einu sinni skrifaði ég pistla fyrir norska dagblaðið Klassekampen. Það var mjög skemmtilegt og hollt að skrifa um íslenskar bókmenntir, menningu og þjóðfélag fyrir útlendinga. Ég er óskaplega léleg í að halda utan um það sem ég skrifa, orðin hverfa gjarnan út í vindinn, en fyrst facebook ákvað að birta mér þennan pistil sem ég birti fyrir þremur árum, ákvað ég að setja hann hér í geymslu. Ég held að ég sé enn á sömu skoðun og þarna kemur fram; ekki kafna í jákvæðni.

Endurtekið efni

Í morgun settist ég niður til að skrifa grein um rithöfund. Höfundurinn hefur skrifað fjórar skáldsögur og sex leikrit, fengið hátt í þrjátíu verðlaun og verið þýddur á tugi tungumála. Ég er búin að kynna mér verk þessa höfundar, hef tekið viðtöl við hann, lesið bækurnar, séð bíómynd sem gerð var eftir einni þeirra, tvö leikrit og þýtt bók eftir manninn svo ég þekki hann ágætlega. Auðvitað gúgglaði ég samt nafnið hans og skoðaði þó nokkrar greinar á tveimur tungumálum þar sem fjallað er um höfundinn og verkin. Það sem mér finnst áhugavert er að ég var meira og minna alltaf að lesa það sama í þessum greinum. Það er augljóst að blaðamenn og greinahöfundar lesa það sem þeir finna á netinu og hlera það sem fram fer í umræðunni og að það er einhver bolti þarna úti sem rúllar áfram; þykir einn merkasti höfundur sinnar kynslóðar ... Auðvitað er þetta ekki óeðlilegt og svo eru alveg til undantekningar, fræðigreinar og BA-ritgerðir eða álíka sem segja mögulega eitthvað annað, en þetta er samt

Haglél á þjóðhátíðardegi

Vinur okkar er prófessor í skipulagsfræðum í háskóla í Kanada. Hann kom í heimsókn og varð undrandi og hló vandræðalega þegar hann spurði hver væri meiningin með öllum lúpínubreiðunum í borginni og nærsveitum og hvers vegna þetta væri ekki slegið. Svo furðaði hann sig á hraðbrautum og umferðaslaufum í þessari smáborg. Í gær, á þjóðhátíðardaginn, var mjög mikil rigning og haglél á Hólmsheiði. Það var vissulega notalegt að vera inni í nýja hengistólnum að lesa bestu bók sem ég hef lengi lesið og heyra úrkomuna bylja á þakinu á gamla kofanum, en við ákváðum samt að fara niður í bæ og fórum á Ban Thai þar sem við hittum vini okkar sem voru að kaupa sér rafmagnsbíl. Þeim finnst svo gaman að keyra bílinn að þau voru smá leið yfir að við vildum ekki láta skutla okkur þessa 300 metra sem eru frá Ban Thai að heimilinu. Í dag fórum við í þrjár húsgagnaverslanir og keyptum rúm og sófa. Bráðum verður gestaherbergið í kjallaranum tilbúið fyrir gestina sem koma rétt fyrir mánaðamótin. Mér finnst

Tranströmer og Dylan

Um daginn minntist ég hérna á rithöfundinn Lars Gustafsson og bókina hans um ógeðfellda flísaleggjarann. Þar sem ég á ekki þá bók þá fór ég að lesa endurminningabók eftir LG, bókin heitir Ett minnespalats eða Höll minninganna . Eftir Lars Gustafsson liggja þó nokkrar ljóðabækur og hann valdi líka ljóð í safnrit. Hann segir í endurminningabókinni að honum finnist sænsk ljóðskáld sem hafa náð einhvers konar frama eða vinsældum skiptast í tvo hópa. Annar hópurinn samanstendur af skáldjöfrum, þeir eru óþolandi belgingslegir og tala gjarna illa um verk kollega sinna í skáldastétt, svo tekur hann dæmi um slíka menn og segir sögu af einum sem kallaði ljóðlist annars skálds pissuskálaskáldskap. Svo er hin gerðin af skáldum, það eru menn sem yrkja auk þess að vinna við eitthvað annað, eru svona ljóðaföndrarar og líta á ljóðagerðina eins dund á borð við að sumir smíða líkön úr eldspýtum eða hnýta flugur. Slík skáld verða undrandi þegar þau fá viðurkenningu fyrir ljóðin sín. Þannig var  víst Tom

Moby Dick og flísarnar á gólfinu

Um daginn þóknaðist Nóbelsverðlaunahafanum Bob Dylan loks að senda frá sér ræðuna sem hann þurfti að halda til að fá milljónirnar. Ég hef ekki lesið þá ræðu eða heyrt, ég er ekki svo spennt, en hins vegar hef ég rekist á umfjöllun um hana og sýnist sitt hverjum, svona eins og búast má við. Ein þeirra sem skrifaði er Erika Hallhagen, blaðakona Svenska Dagbladet, greinin hennar hefur yfirskriftina; Ertu að grínast, Bob Dylan? Þar segir hún að ekki einu sinni meðvirkasta fólk geti varið þennan hálftímalanga samsetning sem hljómar eins og nemandi í elstu bekkjum grunnskólans hafi samið hann og svo finnst henni lítið til þess koma að Dylan vitni í Moby Dick , Ódysseifskviðu og Tíðindalaust á Vesturvígstöðvunum . Blaðakonunni Eriku finnst ræðan auk þess leiðinleg og tíðindalaus, þó að hún segist hafa getað flissað að einhverju. Hún segist hafa reynt að finna einhverja ljósa punkta í þessu hjá Dylan en að það hafi ekki tekist frekar en þegar söngvaskáldið lék í kvennærfataauglýsingu um árið

Skólabörn

Sænska ríkistjórnin vill banna kynjaskipta bekki . Málið hefur verið rætt mikið undanfarið eftir að kom í ljós að einhverjir múslimskir einkaskólar hafa stelpur og stráka aðskilin í leikfimi og reyndar kom í ljós fyrir skömmu að á einum stað fá stelpur og strákar ekki að nota sömu dyr á skólarútum . Ríkisstjórnarfólk sem vill banna aðskilnaðinn, meðal annarra menntamálaráðherrann, segir alla skóla í Svíþjóð eiga að vinna markvisst að jafnrétti og að það verði ekki gert með aðskilnaði kynjanna. Núna er leyft í Svíþjóð að skilja kynin að í einstaka fögum en ekki er vitað hversu algengt það er. Ég hef aldrei skilið hvað mörgum á Íslandi finnst sjálfsagt að skilja kynin að í skólabekkjum. Og hvar lenda þau sem upplifa sig ekki endilega sem strák eða stelpu? Gegn kynjaaðskilnaði skólabarna börðust margar kvenréttindakonur á sínum tíma víða um heim. Um daginn las ég um finnska uppeldisfrömuðinn og femínistann Lucinu Hagman sem fæddist 1853 og dó um miðja síðustu öld. Hún barðist ötullega

Föstudagur

Sumt fólk er alltaf að gefa eitthvað í skyn. Það segist gjarna hafa fengið símtal eða áhugaverðan tölvupóst, að ónefndur hafi komið að máli við sig, dæsir yfir að það sé með svo marga bolta á lofti, mörg járn í eldinum eða eitthvað í þá áttina en segir svo ekki nánar hvaða bolta og hvaða járn og skilur fólk í kringum sig eftir logandi af forvitni. Ég er svo tortryggin að ég held yfirleitt að þetta fólk sé að mikla fyrir sér hlutina eða gera sig merkilegt í augum annarra. Það er jú ákveðinn status að vera upptekin og eftirsótt. Kannski er ég svona skeptísk vegna þess að ég fæ sjaldan símtöl, ónefndir koma afar sjaldan að máli við mig og ég er aldrei með neina sérstaka bolta á lofti. Ég fæ líka sjaldan spennandi tölvupósta. En nú á ég reyndar einn í pósthólfinu með tillögum að myndskreytingum næstu bókar! Í gær fór ég á sumargleði hljóðbókalesara, það var mjög skemmtileg stund og góðar snittur og vín í boði. Svo fór ég á Hótel Öldu og spjallaði við skemmtilega vinkonu og þýðanda og pól

Síðdegi flísaleggjarans

Það er eitthvað mjög áhugavert við að leggja flísar. Púsl með tilgang, verk sem er ekki beinlínis mjög auðvelt, en samt ekkert sérlega flókið og getur gengið býsna hratt. Það getur samt alveg tekið á taugarnar. Nú erum við að leggja lokahönd á flísagólf, annað kvöld mun ég fúga og í lok vikunnar verður glænýtt gólf á einu herbergi í kjallaranum. Á meðan ég lagði síðustu flísarnar áðan fór ég að hugsa um bók eftir höfund sem ég hef miklar mætur á. Það er maður sem skrifaði texta sem ég sogast oft inn í því hann er svo óskaplega tær og þægilegur, tilgerðarlaus og innihaldsríkur. Bókin sem ég hugsaði um heitir En kakelsättares eftermiddag eða Síðdegi flísalagningamanns og höfundurinn heitir Lars Gustafsson. Hann var meðal annars prófessor í Austin í Texas en  ættaður frá Västerås og gamall skólafélagi P. O. Enqvist. Lars Gustafsson dó fyrir rúmu ári síðan. Bókin um síðdegi flísaleggjarans er stutt (margar bækur LG eru stuttar og þéttar), hún kom út 1991 en ég las hana nokkrum árum síð

Gráar flísar og bókmenntir

Ég er að svipast um eftir flísum á herbergin í kjallaranum. Eftir ferðir í sérverslanir og byggingavöruverslanir hef ég komist að því að gráar flísar eru í tísku. Grátt er augljóslega tískuliturinn. Ég ætla samt ekki að setja gráar flísar á kjallaragólfin. Það er hálfkalt en kræklótta eplatréð blómstrar Mér finnst ég ekki vinna nóg þessa dagana. Held samt að það geti verið vitleysa hjá vertíðarþrælnum sem býr innra með mér og ákvað að reyna að slaka á áhyggjum af afköstum þegar ég las viðtal við Arundhati Roy í Guardian í fyrradag. Tuttugu ár er samt kannski fulllangur tími á milli skáldverka, að minnsta kosti er lítið upp úr því að hafa fyrir íslenskan örsöluhöfund. Við Hildur erum annars á lokasprettinum með nýja bók um unglinginn Dodda, Pawel vin hans og Huldu Rós. Já, eða reyndar erum við að lesa yfir, breyta og bæta og snurfusa handritið. Og þess má líka geta að bókin hennar Hildar, Vetrarfrí, er nýkomin út á frönsku . Í gær þýddi ég þrjú ljóð eftir sænska konu, þau þarf ég

Heimili, matur og peningar

Í gær fór ég í ondúleringu og las slatta af glansblöðum. Það er menningarkimi sem ég tek skorpu í á þriggja mánaða fresti á hárgreiðslustofunni. Sumt finnst mér mjög skemmtilegt í svona blöðum, til dæmis að skoða myndir af innlitum á heimili fólks og sjá hvað er mikið tekið í híbýlum sem talin eru til fyrirmyndar. Hnútapúðarnir, sem hafa verið vinsælir í örfá ár, koma enn sterkir inn hjá þeim sem eiga falleg heimili. Ég fæ alltaf aðkenningu af minnimáttarkennd þegar ég sé baðherbergin og svefnherbergin í tímaritunum. Það er er ansi ljótt heima hjá mér miðað við þessi fínu heimili, en stundum fyllist ég eldmóði við lesturinn og heiti því að taka mig á og smartvæða heimili mitt. Svo eru það viðtölin. Mér finnst oft mjög skemmtileg viðtöl í glansblöðum. Ég finn eiginlega alltaf eitt viðtal við þekkta manneskju sem segist hafa verið mjög gáfað barn. Viðkomandi kunni að lesa fjögurra ára og var almennt á undan skólafélögum sínum í þroska. Oftar en ekki dvaldi umrætt gáfubarn líka töluvert h

Hlemmur

Ég held ekki að ég sýni dómgreindarleysi varðandi eigin persónu þó að ég haldi því fram að ég sé sjaldan utan við mig. Ég er ekki vön því að týna hlutum og gleyma, fara í öfug föt, koma of seint eða ruglast á dóti. En í morgun tókst mér samt að bursta tennurnar með andlitskremi úr túpu sem var keypt í sænsku apóteki um daginn. Ég var búin að bursta duglega í svona tíu sekúndur þegar ég fann beiskt krembragðið. Oj! Ég er ekki meðlimur í Costco svo ekki fer ég þangað í bili. Hins vegar fór ég áðan í pólsku búðina á Hlemmi og keypti pipar. Það er svolítið erfitt að versla þar vegna þess að allt er merkt á pólsku, en ég get nú ráðið í ýmislegt. Þar fæst líka brauð sem heitir chleb. Og talandi um Hlemm þá er spurning hvort mögulegt ofmat á fjölda túrista verði til þess að hótelið sem verið er að ljúka við, ásamt fjölda annarra hótela í grenndinni, muni kannski standa hálftómt. Ég hef reyndar litla trú á því, og fjölgi túristum ekki eins og kanínum verður örugglega hægðarleikur að breyta h

Féll í dá

Þegar ég var barn fletti ég dagblöðum sem urðu á vegi mínum, Þjóðviljanum, Mogganum, Tímanum og jafnvel Alþýðublaðinu, en á einhverjum tíma varð það svo þunnt að það var kallað Alþýðublaðsíðan. Í þessum blöðum voru stundum  greinar og fréttir sem ég var mjög spennt fyrir og á tímabili var ég sérstaklega spennt fyrir greinum um fólk sem hafði fallið í dá. Sennilega komu svoleiðis fréttir dálítið í staðinn fyrir dramatísk tilfinningaklámsviðtöl sem síðar fóru að birtast. Frá tíu ára aldri og fram undir tvítugt fylgdist ég eins náið og ég gat með Karen Ann Quinlan sem féll í dá eftir að hafa svelt sig til að komast í of lítinn kjól, samt var hún bara um 50 kíló. Hún fór mjög svöng í partý og fékk sér pillur og vín og sofnaði og vaknaði ekki aftur. Í dáinu var hún í áratug og mikið var fjallað um hvort leyfa ætti að taka öndunarvél og mögulega einhverjar fleiri vélar úr sambandi svo hún gæti dáið. Svo var það Sunny von Bülow, gríðarlega rík kona sem féll í dá um 1980. Ég fylgdist ekki ei

Þægindahrammurinn

Reykjavíkurdætur glöddu mig í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, töff, skemmtilegar og klárar. Ég hef eignast nýjan, gylltan síma og eins og búast má við sef ég með hann við höfðalagið og kíki á hann þegar ég vakna. Í morgun, þegar ég vaknaði örlítið þunn, hafði gömul kórsystir mín póstað auglýsingu á facebook-vegginn sinn um leikfimi í Garðabæ. Umrædd kona lítur alltaf út eins og ferskasta ferskjan í búðinni svo að í svefnrofunum fannst mér mjög góð hugmynd að ég tæki hana mér til fyrirmyndar og færi þrisvar í viku klukkan sjö á morgnana í leikfimi. Og það var eins og við manninn mælt, ég sendi póst og bókaði mig og mun því mæta í Garðabæ, klædd eins og Jane Fonda utan á vídeóspólu sem ég átti einu sinni og viðeigandi ennisbandi í stíl, við fyrsta hanagal á mánudaginn. Nú velti ég því fyrir mér hvort ég sé í maníu eða heilaþvegin af þulum lífsleikniráðgjafa um nauðsyn reglubundinna stökka út fyrir þægindarammann. Ég held samt að þessi svokallaði þægindarammi sé ekki til, lífið fer auðvit

Bloggvinsældir og hipsteraskegg Raspútíns

Eitthvað hefur gerst á þessu bloggi. Undanfarnar vikur hafa daglegir gestir verið örfáir tugir, jafnvel bara tveir, en skyndilega fór að rjúka úr teljaranum og nú nálgast gestakomur síðan í gær þúsund. Ég óttast þó ekki að vinsældirnar verði varanlegar, gestum fækkar væntanlega aftur þegar Costco verður opnað. Fyrr í dag hittumst við Gunnþórunn Guðmundsdóttir í Efstaleiti og ræddum við Höllu Þórlaugu um bók vikunnar . Það var mjög skemmtilegt, mér finnst eiginlega jafn gaman að tala um bækur og að lesa bækur (og líka skemmtilegra að tala um bækur annarra en mínar eigin). Í stúdíóinu var ég spurð hvort ég væri úr sveit, svoleiðis spurningu fær fólk sem tekur að sér að tjá kaldlyndi gagnvart viðkvæmum og sjálfsleitandi hipsterum; í mér blundar sennilega harðbrjósta spegilsjálf Óttars Guðmundssonar. Á meðan ég beið eftir strætó á Rauðarárstígnum í morgun bölvaði ég ísköldu norðanroki og íhugaði að flytja til heitu landanna (eða að minnsta kosti til Danmerkur). Nú eftir hádegi rofaði h

Myndasmíði

Þegar yngri sonur minn var á leikskóla í Svíþjóð komu einu sinni skilaboð frá leikskólastarfsmönnum þar sem foreldrar voru beðnir að hætta að mæta með myndavélar á viðburði skólans. Ég man sérstaklega eftir nokkrum foreldrum frá Asíulöndum sem stóðu fremst þegar börnin sýndu leikrit eða sungu og byrgðu öðrum sýn á meðan þeir mynduðu börnin sín með vídeótökuvélum. Skilaboðunum fylgdi létt-passív agressív nóta um að það væri skemmtilegt að horfa á börnin koma fram og njóta þess bara meðan á uppákomunni stæði. Þetta var fyrir tíma farsíma með myndavélum, en mér datt þetta í hug  í gærkvöldi þegar instagramið fylltist af sólarlögum. Þá hugsaði ég með mér að það væri kannski gaman ef fólk hætti að taka myndir af sólarlaginu og horfði bara á það. Ég verð sennilega svona yfirlætisfull þegar síminn minn er ónýtur og ég get ekki tekið myndir og sett á instagram. Auk þess sést aldrei sólarlag heima hjá mér því ég bý á lægsta punktinum í Norðurmýri. Þegar yfirborð sjávar hækkar að ráði verður kja

to do

Á skrifborðinu á skrifstofunni, sem ég deili með ýmsum snillingum í Sigvaldahúsi í sendiráðshverfinu, liggur svokallaður to do-listi. Á honum er bara um það bil helmingur verkefna sem ættu að vera á honum. Þessa stundina er ég auk þess ekki stödd á skrifstofunni til að lesa hann og man þar af leiðandi ekki alveg hvað stendur á listanum. En ég man eftir ýmsu sem ég skrifaði ekki á listann og nú held ég að ég hafi mögulega of mikið að gera. Eitt er þó alveg ljóst; enginn getur hringt í ónýta símann minn og beðið mig um að gera eitthvað. Á því verður þó líklega breyting innan skamms, ég hef ámálgað það við Véstein að kaupa fyrir mig nýjan síma. Í dag fæ ég tvær dásamlegar konur í kaffi. Þar sem ég vann aldrei í bókabúð á ég enga vini sem ég kynntist í þeim bransa, en ég á marga kunningja og frábærar vinkonur sem ég kynntist fyrir tilstilli internetsins. Þessar konur eru tvær þeirra og svo gáfaðar og skemmtilegar að ég myndi senda þær í mánaðardvöl á heilsuhæli á fegursta stað heims, str

Portúgal og Fönix

Horfði með öðru auganu á söngvakeppnina á tölvuskjánum. Mér sýndist þetta mikið strákafestival en ég gaf mér ekki tíma til að telja hausa og reikna prósentur eins og ég á alveg til stundum. Á meðan keppnin fór fram lék ég líka svokallaðan kaffihúsaleik, hann fólst aðallega í því að sitja á gólfinu og borða poppkorn. Krúttlegir þessir Portúgalar en ég er nú ekki svo hrifnæm að ég hafi tárast, hvað þá grátið á portúgölsku eins og einn ágætur maður sagðist á facebookvegg hafa gert. Það þarf nú eitthvað meira en þetta raul til að mitt ískalda steinhjarta bráðni. Í dag var enn eina ferðina fugl í kamínunni í sumarhöll vindanna. Við heyrðum í honum í reykrörinu þar sem hann sat kannski fastur. Eftir bank í rörið og tilraunir okkar Lísu til að lokka hann niður með tekexi og vatni hrundi hann loks niður í ofninn. Þá var hægt að opna fyrir honum og hann flaug út í vorið. Þetta var enginn Fönix, bara ungur stari. Þessa mynd tók ég fyrir nákvæmlega einu ári í Póvoa de Varzim í Portúgal.

Tækjaleysi

Varla horfi ég á Eurovision-keppnina í kvöld því sjónvarpið er ónýtt, myndirnar renna margfaldar á ógnarhaða niður eftir skjánum. Eftir að síminn hafði verið ónýtur í viku gaf sjónvarpið sig. Lífið er eins og lína úr ljóði eftir sjálfa mig; rafmagnstækin hætta að virka . Ég giska á að kæliskápurinn fari um næstu helgi, nema það verði þurrkarinn eða ryksugan. Ætli ég eyði ekki bara kvöldinu í að lesa söguna um ævi og ástir Ingmars Bergmans eftir Thomas Sjöberg, einhver gagnrýnandi kallaði þá bók sängkammarbiografi eða svefnherbergisævisögu, það er ekki alveg galið en það er nú samt ýmislegt í þessari bók sem hefur alls ekkert með svefnherbergi að gera. Svo á ég líka eftir að lesa ljóðverk svikaskáldanna, Ég er ekki að rétta upp hönd , og klára bók Guðrúnar Evu, Skegg Raspútíns , sem ég ætla að tala um í þættinum Bók vikunnar í næstu viku. Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Halldóru Mogensen þingmann pírata. Þar er hún spurð hvað hún tæki í karókíi alþingismanna. Hún nefnir Carole Kin

Skrópasýki á bænadegi Dana

Mig langar smá að skrópa í vinnunni í dag og fara upp í sumarhúsið mitt (þangað er 15 mínútna akstur) og skrúfa frá krana og athuga hvort gamla þvottavélin virkar. Það sprungu nefnilega leiðslur og blöndunartæki í vetur (og vatn flæddi út á gólf) en nú er búið að laga pípurnar og aftur komið rennandi vatn í kranana. Það er samt ýmislegt sem þarf að laga, bæta og mála í sumarhúsinu sem telst líklega kofi miðað við íslenska sumarbústaði almennt. Mér skilst samt að svona A-hús séu mikið í tísku hjá retró-áhugafólki úti í heimi, ég fékk meira að segja póst í fyrra frá manni í útlöndum sem sá mynd af sumarhúsinu mínu á Instagram og bað mig að gefa sér upp málin á því, hann var að fara að byggja sér svona hús og var að velta fyrir sér hvað hann ætti að hafa stóran gólfflöt. Þetta þýðir sennilega að A-hús komast í tísku á Íslandi eftir tuttugu ár. En þá verður kannski búið að rífa þau flest. Svo þarf að hella úr safnhaugstunnunni og stinga upp beð og sá fræjum, já og stinga upp fullt af furup

Brauðið á Bessastöðum

Ég byrjaði daginn á því að baka brauð úr deigi sem er búið að vera í ísskápnum síðan í gær. Reyndar steikti ég það á pönnu eins og króatísk mamma bernskuvina sona minna kenndi mér. Það brauð kallast rifnar nærbuxur. Ég er með metnaðarfullt vinnuplan fyrir daginn (ég er reyndar að ljúga þessu en ég ætla að minnsta kosti frekar að sitja við skrifborð en að fara að kaupa mér nýjan síma í stað þess ónýta) og þá er best að borða metnaðarfullan morgunverð. Ég er annars að lesa Dægradvöl í X-ta skiptið. Alltaf finn ég eitthvað áhugavert í þeirri bók, ég held að þar sé saman kominn einkennilegasti mannsöfnuður sem hægt er að lesa um í íslenskum bókmenntum. Samferðafólk og nágrannar Benedikts Gröndals og siðir þeirra og ósiðir hætta aldrei að skemmta mér og valda mér undrun. Og þarna úti á Álftanesi fyrir miðja 19. öld var sko ekki bakað brauð, það var sótt í Bernhöftsbakarí í Reykjavík, væntanlega á bát. Hafði þetta fólk ekkert verksvit eða átti það ekkert til að baka úr? Dæmi um undarlega