Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från maj, 2013

Urðu menn frá að hverfa

Svona er fallegt úti á horni á kvöldin Ferðahandbók Tómasar Cook segir maímánuð besta mánuðinn til að heimsækja Lyon. Veðrið gott og túrismann ekki brostinn á af fullu afli. Tómas getur auðvitað haft sínar skoðanir á veðrinu en það hefur rignt nánast þrotlaust í borginni síðan 10. maí. Nú er ég lífsreynd og þolgóð og veit að aldrei er hægt að stóla á neitt í þessu lífi, og allra síst veður, en ég er óneitanlega orðin hálfþreytt á vosbúðinni. Um daginn sló rafmagninu út í íbúðinni. Við hliðina á útidyrunum er rafmagnstafla sem var opnuð en hún var ekki alveg eins og íslenskar rafmagnstöflur og skýringar og krot við ýmsa takka á frönsku svo ekki þorði maður að fikta mikið í henni. Hnippt var í nágrannastúlku sem talaði við sambýlismann sinn en þau kunnu ekkert á svona lagað (aular). Þá var reynt að ná í bjórsalann á neðri hæðinni en í glugganum hjá honum var miði sem á stóð að hann væri í hádegismat á veitingahúsinu við hliðina og ekki kunnum við við að trufla hann við át og drykkj

Meira frá France

Lyon Miðsvæðis í Lyon eru gjarna gulli slegin skilti á húsunum sem vísa á klíník hjá höfuðbeina- og spjaldhryggs-jöfnurum, hnykkjurum, sálgreinum, hómópötum, sérhæfðum hárgreiðslumönnum, fótaaðgerðafræð-ingum, sérfræðingum í heildrænum kínverskum lækningum, tannfræðingum, lýtalæknum og spesjalistum í áfallahjálp og trámameðferð, svona fyrir utan sérfræðinga í heimilislækningum, kvensjúkdómum og hjarta- og æðasjúkdómum. Það er líka mikill fjöldi apóteka í borginni og þau eru oft eins og stórmarkaðir þar sem maður getur valsað á milli rekka og valið sér gyllinæðarsmyrsli, kvefúða, verkjalyf, móðurlífste, valeriana og allrahanda dót sem vinnur á ýmsum slæmum einkennum, bólgum og andvökum. Nú og svo eru hér auðvitað margar snyrtivöruhallir og deildir fullar af naglalökkum, meiki, kinnalitum, varalitum, augnskuggum og ilmvötnum. Hvort sem það er þessum meðferðaraðilum, lyfjum og snyrtivörum að þakka eða ekki þá er fólkið í miðborg Lyon almennt vel á sig komið, snyrtilegt og áferðarfalle

Þar sem strákarnir heilsast með kossum

Hús sem ég geng oft framhjá Líkt og í Norðurmýri er líklegt að maður vakni við svartþrastarsöng í gamla hverfinu í Lyon. Flest annað er ólíkt. Fyrir utan Nautastræti 9 er oft mjög margt um manninn seinnipart dags og um helgar. Það eru veitingahús í næstum öllum húsum í grenndinni, nema það sé bakarí, slátrari eða einhver smákaupmaður. Það er samt alveg magnað að ég verð næstum ekkert vör við allt fólkið sem er á sveimi um hverfið þegar ég er inni. Íbúðin snýr út að bakgarði og hér inni er yfirleitt algjör þögn. Ferðahandbókin heldur því fram að í borginni séu flestir veitingastaðir á kjaft í heimi. Og það er engin lygi að það sé mikið af góðum mat í Lyon. Allt sem ég hef keypt til að borða og drekka hefur verið gott. Misgott að vísu en samt alltaf gott og oftast mjög-mjög gott. Meira að segja texmex-borgarinn á McDonalds var með ætu brauði og góðu salati. Á torginu við dómkirkjuna Internetið í íbúðinni datt út fyrir viku. Skýringin er sú að leigusalinn okkar deildi þráðlaus

Lífsstílsbloggari í Lyon

Rue du Boeuf Við Snæbjörn erum búin að vera í Frakklandi síðan á föstudaginn. Flugið til Parísar var dúnmjúkt, enginn hristingur með tilheyrandi handsvita. Frá flugvellinum í París tókum við þægilega hraðlest hingað til Lyon, hún var bara tvo tíma að þeytast 470 kílómetra til borgarinnar við fljótið Rhône og leigubílstjóri ók okkur upp að dyrum á húsi númer 9 við Rue du Boeuf. Gatan er reyndar göngugata í gamla hverfinu en leigubílar mega hökta alla leið á áfangastað með ferðalúna góðborgara. Ég talaði frönsku við bílstjórann, þ.e.a.s. ég sagði götuheitið og númerið á húsinu. Það svínvirkaði. Annars er ég voðalega slök í frönsku, menntaskólalærdómurinn rétt nægir til að taka leigubíl og kaupa café au lait. Við hittum leigusalana, Stephane og Claire, sem ég fann á netinu og þau afhentu okkur lyklana og íbúðina sem er í húsi frá því um 1700 ef ég man rétt. Ferðahandbókin segir mér að gamla hverfið hafi verið í mikilli niðurníðslu eftir stríð og að upp úr 1950 hafi planið verið að ríf