Fortsätt till huvudinnehåll

Kveðjubréf látinnar móður (eða sjálfsvíg í gulli slegnu baðherbergi)


Ég hef mjög gaman af sögum um fjölskylduleyndarmál. Allskonar safaríkum og leyndardómsfullum sögum sem Íslendingabók og minningargreinar afhjúpa ekki, því fólki er svo umhugað að leyndarmálin komi ekki upp á yfirborðið. Það er oft ekki fyrr en í þriðju kynslóð, þegar þeir sem málið varðar eru komnir í gröfina, að afkomendur fara að leita sér upplýsinga eða kveikja á perunni, að flettist ofan af sögunum. Svona leyndarmál eru mun algengari en margt fólk heldur, það eru mjög margar manneskjur sem eiga sér dulafulla fortíð, eru narsissísk flögð undir fögru skinni eða hafa eitthvað magnað að dylja. Um síðustu helgi skemmti ég mér yfir svakalegri fjölskyldusögu í sex þáttum sem er á vef Danmarks radio og er vinsælasta hlaðvarpssería Dana um þessar mundir. Þættirnir heita Mors afskedsbrev.

Adrian Lloyd Hughes er tæplega sextugur, vel þekktur og snobbaður, danskur fjölmiðlamaður sem gerði þetta vinsæla hlaðvarp. Þar fjallar hann um mömmu sína, Jette Dreyer Hughes, og hennar fjölskyldu og það er ekkert tíðindaleysi þar á ferð. Mamman dó fyrir þó nokkrum árum, ekki mjög öldruð, en skildi eftir sig biturt bréf til sona sinna fimm. Bréfið er fullt af illsku og hatri og þar úthúðar hún sonum og tengdadætrum mismikið, en Ghita Nørby les upp úr bréfinu í þáttunum. 

Afi Adrians, Thorvald Dreyer, var þekktur arkitekt á sínum tíma og með mikil umsvif. Hann var samt reyndar ekki arkitekt, hann var múrari. En hann var alla vega umsvifamikill og mjög ríkur og á hans vegum voru byggð mörg hús sem þykja almennt fremur litlum tíðindum sæta. Þegar Adrian fór að skoða sögu móðurfjölskyldunnar komst hann að því að Dreyer, afi hans, var ekki með neitt venjulega margar beinagrindur í skápunum. Eftir dauða fyrstu eiginkonu sinnar, ömmu Adrians Hughes og mömmu Jette Dreyer (sem komst reyndar að því fullorðin að hún var ættleidd) giftist hann vændiskonu sem hrapaði við grunsamlegar aðstæður út um glugga á Sikiley og dó. Þá höfðu þau eignast tvær dætur, sem voru ættleiddar, en konan gekk með púða inni á sér og þóttist vera ólétt og fæða börnin. Eina vitnið að þessu dauðaslysi konunnar var borgarstjóri Frederiksberg og eftir þennan voveiflega dauðdaga giftist Thorvald Dreyer einmitt opinberu viðhaldi þessa borgarstjóra. Það er margt fleira sögulegt og furðulegt í þessari sögu en inn í hana fléttast meðal annars fyrrum forsætisráðherra Dana, Jens Otto Krag, og þá sögu segir hin 104 ára gamla Lise Nørgaard, sem varð vitni að atburðum. Niðurstaða þáttanna held ég að sé að Jette Dreyer, vonda mamman, hafi orðið beisk, ofbeldisfull og drykkfelld tík vegna vanrækslu og skorts á ástúð í æsku.

Ég ætla ekki að rekja efni sögunnar frekar nema bara eitt í viðbót sem er extra áhugavert við þessa fjölskyldusögu: Síðasta eiginkona Þorvaldar múrara stytti sér aldur inni á baðherbergi í 680 fermetra stóru húsi þeirra hjóna við Fuglebakkevej 70 á Friðriksbergi og það baðherbergi var, grínlaust, klætt gulli. Þetta baðherbergi er í húsi sem er sameign Íslendinga og er sendiherrabústaðurinn í Danmörku. Eitthvað segir mér að markaðsvirði hússins, sem var engin smásumma fyrir, hafi tvöfaldast eftir hlaðvarp Adrians Hughes.

Áhugafólk um bilaðar fjölskyldur ætti ekki að láta þetta hlaðvarp framhjá sér fara. Hér er mjög góð ástæða til að rifja upp dönskuna.

Þann 7. október verður Adrian Hughes með fyrirlestur um þetta allt. Mín er freistað að kaupa aðgöngumiða.   

 

Fuglabakkavegur 70 (af google maps)


Kommentarer

Populära inlägg i den här bloggen

Hraði hins talaða máls

Ef ég héldi mína persónulegu kvikmyndahátíð þá yrði hún gamaldags og full af myndum sem ég sá sem krakki og nokkrum sem ég sá á kvikmyndahátíð þegar ég var í menntaskóla. Mögulega veldi ég einhverja eftir Fassbinder og þessa um kvöldverðarboðið hjá borgarastéttinni eftir Luis Buñuel, Midnight Cowboy yrði líka sýnd og sömuleiðis 3 Women eftir Robert Altman. Psycho væri einhvers staðar á dagskránni, Fílamaðurinn , Nosferatu , Fanny og Alexander, Crossing Delancey, Frankie og Johnny  og kannski Romancing the Stone eða Smokey and the Bandit . Íslenska bíómyndin yrði mögulega Fíaskó , hana sá ég reyndar bara í fyrsta skipti um daginn, en mér fannst hún mjög skemmtileg. Þetta yrði augljóslega mjög illa sótt kvikmyndahátíð og teldist til lítilla tíðinda.  Þetta fór ég nú bara að hugsa um í morgun þegar ég las um norska rannsókn sem sýnir að talhraði fólks hefur aukist um 50 % síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Mér finnst nefnilega allt gerast allt of hratt í nýjum bíómyndum, ég á ...

Óþolandi karlmaður

Um daginn skrifaði sænskur blaðamaður og rithöfundur tvær greinar í dagblaðið Expressen um hvað það hefur reynst honum erfitt í lífinu að fólki líkar ekki við hann. Maðurinn heitir Jens Liljestrand og hafi hann þótt ósympatískur allt sitt líf þá er því að minnsta kosti lokið núna því tvær greinar um eigin vanlíðan vegna þess hvað maður er óvinsæll hafa pottþétt breytt þessu. Það er löngu búið að rannsaka það að opinská viðtöl og játningar gera fólk vinsælt, sérstaklega ef fólkið er karlmenn. Þá eru þeir búnir að opna sig og sýna einlægni og eru þar með skilgreindir sem krútt. En sem sagt, Jens Liljestrand áttaði sig snemma á því að hann væri óvinsæll. Fólki fannst hann með óþægilega nærveru, montinn og ókurteis. Hann hélt að þetta væri eitthvað spes og sérstakt í eigin fari, en eftir að hann skrifaði greinarnar tvær þá lét fullt af fólki í sér heyra og lýsti samskonar upplifunum. Svo hafði blaðakona DN líka samband við Jens, hún las greinarnar hans og tók við hann viðtal. Talandi um ke...

Baráttudagur kvenna

  Starfandi framkvæmdastjóri Alþjóðabankans, Mari Pangestu, segir í viðtali við DN að í coronafaraldrinum beri konur þyngsta krossinn. Hún vill kalla þetta alþjóðlega kvennakreppu, að covid-19 hafi breikkað bilið á milli kynjanna og rifið upp gamla mismunun. Kvennastéttir hafa orðið verst úti og konur hugsa mest um börnin sem sum hafa ekki hafa fengið að fara í skólann í lengri tíma. Meðan ég las viðtalið við hana, sem fjallar um konur um allan heim, rifjuðust upp fréttir sem ég hef lesið um að ekki sé hugað að jafnrétti í ákvörðunum á Íslandi, til dæmis er ein nýleg hérna um karllægar aðgerðir stjórnvalda . Í dag verður kynnt kæra níu íslenskra kvenna til Mannréttindadómstóls Evrópu . Konurnar kæra íslenska ríkið fyrir að fella niður mál þeirra. Þær höfðu kært kynferðisof­beldi, heim­il­isof­beldi eða kyn­bundna áreitni en mál þeirra voru felld niður í íslensku réttarkerfi. Ofbeldi í garð kvenna er kerfisbundið. Til hamingju með baráttudag kvenna!

Svalir og ósvalari höfundar

Ég sakna Lesbókar Morgunblaðsins. Þegar hún fylgdi blaðinu var ég helgaráskrifandi og las greinar á íslensku um menningu og bókmenntir með morgunkaffinu á laugardögum. Núna les ég greinar um bókmenntir og menningu á ensku eða norðurlandamálunum af skjá. Það er ekki eins gaman. Ég man til dæmis eftir að hafa lesið eitthvað um Thomas Pynchon í Lesbókinni. Ég hef aldrei lesið bók eftir þann mann og það er ósennilegt að ég geri það nokkurn tíma. Ég held að bækurnar hans séu mér ekki að skapi. Mér finnst þessi Pynchon samt forvitnileg týpa, eins og ég held að flestum þyki. Um hann hefur skapast heilmikið költ, eiginlega heill heimur , en höfundurinn fer aldrei í viðtöl og vill ekki láta taka af sér myndir. Ég hef blendnar tilfinningar til höfunda sem eru svona rosalega mannafælnir, mér finnst þetta stælar og yfirlæti, en um leið finnst mér höfundar sem eru út um allt að plögga sjálfa sig líka svolítið ósvalir. Hér er grein sem ég las í morgun um Pynchon , hún er mjög skemmtileg.  Það se...

Haustið og froskarnir

Það er næstum liðið ár síðan ég skrifaði síðast á þessa síðu. Á því ári hefur margt gerst. Ég ætla ekki að ræða það neitt frekar hér, datt bara í hug að gera það að haustheiti að endurlífga bloggsíðuna og því þurfti ég að prófa hvort ég kæmist enn hér inn. Það er ýmislegt á döfinni eins og gengur á haustin. Hvað mig varðar snýr það að bókum og fjölmiðlaverkefnum, en nýjasta trendið í örvandi efnum ku hins vegar vera að reykja froska. Það finnst mér vissulega undarlegt áhugamál.  Í Dagens Nyheter í dag er sagt frá því að fólk sem fékk ADHD-greiningu sem börn sé nú að fara í aðra greiningu sem losar það við ADHD-díagnósuna. Kannski er því batnað eða að það var ranggreint með ADHD. Þetta gerir fólk m.a. vegna þess að greiningin hamlar því, t.d. getur það aftrað því að það komist í lögreglunám. Með mér blundar umtalsverður áhugi á menningarbundnum sjúkdómsgreiningum (það kom til dæmis fram hér ), en í þetta skiptið er ég ekki sérstaklega að spá í ADHD-greiningar, heldur er ég að hugsa ...

Fuglasöngur

Spói ( Numenius phaeopus) Í gær fékk ég póst frá ritstjóra tímarits. Þar var ég beðin um að skrifa pistil um ákveðið efni í tímaritið. Að launum fyrir pistilinn er í boði árs áskrift að tímaritinu. Ég brást vel við erindi ritstjórans, ég hef sjálf verið ritstjóri tímarits og veit að það er ekki hlaupið að því að fá fólk til að skrifa pistla eftir dyntum ritstjóra og ég veit líka að það er erfitt að halda úti tímaritum í örlitlu málsamfélagi. Ég kýs að líta á skrifin sem eins konar samfélagsþjónustu, svona svipað og að Vitabar sinnir ýmsum þörfum samborgaranna (þessi loðna samlíking þyrfti hugsanlega útskýringar við en ég stend ekki í því að útskýra neitt, þetta les hvort sem er enginn). Gallinn við pistlaskrifin er hins vegar sá að ég þarf að skila pistlinum fyrir mánudag. Ég passaði mig á því þegar ég var ritstjóri að biðja fólk um að skila skrifum með löngum fyrirvara, fólk tekur miklu frekar vel í það að gera eitthvað smáræði ef því er sagt að það hafi marga mánuði til að vinna verk...

Þýðing

Fyrir áratugum tók ég námskeið við Háskóla Íslands í hagnýtum skrifum og þýðingum. Lokaverkefni mitt í námskeiðinu var þýðing á upphafsköflum bókar eftir kvenkyns höfund, sem hafði þá verið látin í nokkur ár, en ég hafði lengi haft miklar mætur á þessu skáldi og hef lesið bækur hennar reglulega í gegnum árin. Upp úr 1970 komu út, að ég held, þrjár bækur eftir höfundinn á íslensku. Ein þeirra fékk ekki mjög lofsamlega dóma hjá Jóhanni Hjálmarssyni í Morgunblaðinu, sem er óskiljanlegt því bókin er frábærlega vel skrifuð og áhugaverð og margútgefin í heimalandinu. En ég fékk alla vega góða umsögn um þýðingarverkefnið og ákvað að fara með það til útgefanda og spyrja hvort ekki væri hugmynd að halda áfram að gefa út bækur þessa góða höfundar, ég væri alveg til í að þýða alla bókina. Í minningunni finnst mér útgefandinn hafa hlegið að mér þegar hann sagði að hann hefði engan áhuga á þessari bók. Það var svo sem allt í lagi, ég bara fór heim og gleymdi þessu. Í vetur sendi annar útgefandi mér...

Ertu að reyna að vera fyndin?

Iris Murdoch með kisunni sinni Fyrir mörgum árum, í viðtali um einhverja bók eftir mig, spurði fjölmiðlamaður mig eftirfarandi spurningar: „Ertu að reyna að vera fyndin?“ Ég hef ekki hugmynd um hverju ég svaraði og reyndar var ég löngu búin að gleyma því að ég hefði verið spurð þegar Snæbjörn minnti mig á það einhvern tíma í fyrra, honum fannst þetta fyndin spurning. Í gærkvöldi horfði ég á viðtal við Babben Larsson, sem er sænsk leikkona, grínisti og uppistandskennari við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Þar var hún spurð hvað væri fyndið og í stuttu máli sagði hún eitthvað á þá leið að oft þætti fólki það fyndið þegar varpað væri ljósi á aðstæður sem það gæti séð sjálft sig í eða kannaðist við, en á einhvern óvæntan hátt eða í óvæntu samhengi.   Gagnrýnandinn John Self skrifaði grein í fyrra, sem birtist á vef BBC, þar sem hann hélt því fram að skáldskapur sem fengi okkur til að hlæja væri í raun oft sá besti og djúpstæðasti. Self var þarna að gagnrýna Booker-verðlaunalistann ...

Reynsluheimar lesenda

  Í gær hélt ég útgáfuboð í lokaðri bókabúð sem hafði orðið fyrir tölvuárás og verið skellt í lás. Það mættu samt margir og ég gat farið glöð að sofa í gærkvöldi. Í boðinu var ég spurð hvort ég væri ekki komin í frí. Það fannst mér skemmtilegt því að þó að mér finnist ég eiginlega ekki beinlínis vera í vinnu þá finnst mér ég aldrei eiga frí. Vegna þessarar spurningar ákvað ég samt að taka mér frí í dag frá því að skrifa útvarpsþátta- og sjónvarpsþáttahandrit, sem eru helstu verkefni mín þessa dagana. Ég get ekki afsakað mig með því að þykjast vera upptekin við kynningar á nýjum bókum mínum, þýðingu og smásagnasafni, ég er bókuð á tvo upplestra og alls ekki neitt annað. Þetta er aldeilis eitthvað annað en Eiríkur Örn Norðdahl sem þýtur umhverfis landið með posa og bókakassa og kynnir og selur nýju bókina sína og segist vera til í að mæta í viðtöl í næstu viku. Ég er auðvitað bara miklu latari en Eiríkur og svo er mér svakalega illa við að aka eftir þjóðvegum Íslands að vetrarlagi....

Prófessor í hamingju

Við Handelshögskolan í Stokkhólmi er búið að stofna Center for wellbeing, wellfare and happiness , sem á að verða fjölþjóðlegt þekkingarsetur um hamingju og vellíðan. Það er líka búið að ráða prófessor við þetta setur, hann heitir Micael Dahlén og var áður prófessor við sama skóla í markaðsfræði og neytendahegðun. Micael Dahlén hef ég oft séð í sjónvapsviðtölum, hann er skemmtilegur og mjög töff prófessor, svo töff að hann er með húðflúr á puttunum, það er auðvitað bara ofursvalt fólk sem er með svoleiðis. Micael Dahlén er fæddur 1973 og varð prófessor 34 ára, yngstur Svía. Hann er líka svo töff að hann gerir æfingavídeó fyrir fólk og hefur skrifað bók um líkamsrækt, hann fjuff-tränar, eins og hann kallar það, sem þýðir að hann æfir lítið og oft.  Í morgun las ég viðtal við Micael Dahlén sem er tekið í tilefni af nýja prófessorsstarfinu (sem ég öfunda hann smá af, hversu mikið væri ég ekki til í að vera hálaunaður prófessor í hamingjufræðum einmitt núna þegar listamannalaunatímabi...