Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från januari, 2021

Fuglasöngur

Spói ( Numenius phaeopus) Í gær fékk ég póst frá ritstjóra tímarits. Þar var ég beðin um að skrifa pistil um ákveðið efni í tímaritið. Að launum fyrir pistilinn er í boði árs áskrift að tímaritinu. Ég brást vel við erindi ritstjórans, ég hef sjálf verið ritstjóri tímarits og veit að það er ekki hlaupið að því að fá fólk til að skrifa pistla eftir dyntum ritstjóra og ég veit líka að það er erfitt að halda úti tímaritum í örlitlu málsamfélagi. Ég kýs að líta á skrifin sem eins konar samfélagsþjónustu, svona svipað og að Vitabar sinnir ýmsum þörfum samborgaranna (þessi loðna samlíking þyrfti hugsanlega útskýringar við en ég stend ekki í því að útskýra neitt, þetta les hvort sem er enginn). Gallinn við pistlaskrifin er hins vegar sá að ég þarf að skila pistlinum fyrir mánudag. Ég passaði mig á því þegar ég var ritstjóri að biðja fólk um að skila skrifum með löngum fyrirvara, fólk tekur miklu frekar vel í það að gera eitthvað smáræði ef því er sagt að það hafi marga mánuði til að vinna verk

Sænskar kanónur og Inspector Spacetime

Í umræðuþætti sem ég fann á vef sænska ríkisútvarpsins ræða bókmenntafræðingur, prófessor og nýdoktor í bókmenntum, könnun á kynjahlutföllum höfunda á leslistum í bókmenntafræðideildum fimm stærstu háskóla Svíþjóðar. Mikill meirihluti bóka sem lesnar eru í BA-námi í bókmenntafræði eru eftir karlmenn. Í Gautaborg er hlutfallið 78% karlkyns höfundar. Þau ræða fram og til baka hvers vegna tveir þriðju hlutar valinna bóka séu verk karlkyns höfunda og margt áhugavert kemur fram. Á 19. öld voru margir alþjóðlega þekktir sænskir höfundar konur, til dæmis var Fredrika Bremer (1801-1865) höfundur sem seldist í gríðarlegum upplögum í Bandaríkjunum og var kölluð Jane Austen Norðurlanda, en verk hennar sjást nú óvíða og önnur alþjóðleg bókmentastjarna Emilie Flygare-Carlén (1807-1892) er flestum gleymd, en hún var á sínum tíma notuð sem beita til að selja þýðingarrétt verka Augusts Strindbergs til forlaga utan Svíþjóðar. Þessar umræður minntu mig á ræðu sem ég hélt einu sinni, þar sem kona sem skr

Leiðindi eða ekki

Um daginn hlustaði ég á útvarpsþátt þar sem var viðtal við mann sem hafði verið í sambandi við konu sem hann skilgreindi með narsissíska persónuleikaröskun. Röskunin birtist í ýmsu misskaðlegu atferli, en meðal annars átti konan gríðarlega erfitt með að gera eitthvað sem henni fannst ekki skemmtilegt. Til dæmis fór hún aldrei í þvottahúsið því henni þótti það alveg óbærilega leiðinlegt. Hún henti bara sokkunum sínum í ruslið eða óhreinatauskörfuna, ef þeir lentu þar þá þvoði hugsanlega einhver annar þá. Konan starfar sem læknir, sem gerði henni auðveldara að hegða sér svona en ef hún hefði verið láglaunakona, hún var með nógu góð laun til að kaupa sér eins mörg ný sokkapör og hana lysti. Þar sem hún nennti ekki að fá sér morgunmat heima þá dvaldi parið oft á hótelum um helgar og var bara almennt mikið að láta stjana við sig. Smám saman runnu tvær grímur á viðmælandann í útvarpsþættinum varðandi þetta ástarsamband. Hann nennti ekki að vera alltaf að gera eitthvað skemmtilegt og langaði

Með hausinn í sandinum?

Húsið hans Jespers í Florida. Það var auglýst til sölu á 10,7 milljónir dollara Eldsnemma í morgun, eiginlega í nótt, las ég grein í DN eftir sjónvarpsmanninn Janne Josefsson. Það er þessi sem gerir þættina Uppdrag granskning , en hann er reyndar hættur og kominn á eftirlaun, samt greinilega ekki alveg hættur á fjölmiðlum. Janne er að velta því fyrir sér sem margir ræða þessa dagana, hvort það hafi verið rétt að stöðva rantið í Donald Trump á samfélagsmiðlum. Ég held að það hafi verið fínt að gera það og mér finnst ekkert sjálfsagt að hann hafi yfirleitt fengið að ausa skítnum úr sér þarna. Ég fylgdi ekki Trump á Twitter, hef meira að segja lengi verið með nafnið hans á bannorðalista svo innlegg þar sem hann kemur fyrir hafa ekki sést mikið á mínum vegg. Á einhverju stigi málsins bara nennti ég ekki að vera sífellt að sjá innlegg þessa mannkertis og umræður um þau. Þannig er nefnilega hægt að umgangast samfélagsmiðla, velja sér einfaldlega vini og hverjum maður fylgir. Þess vegna finn

Rauða halastjarnan

Í fyrra flutti ég nokkra pistla um nýlegar ævisögur í Víðsjá á Rás 1. Einn pistlanna fjallaði um bók um Simone de Beauvoir, konu sem býsna margt hefur verið skrifað um, og ég spurði mig spurningar sem margir spyrja sjálfsagt; vantar okkur fleiri bækur um þetta fólk? Spurningunni svaraði ég í pistlinum, sem má lesa hér . Í jólagjöf fékk ég bók um aðra konu sem margt hefur verið skrifað um. Reyndar hef ég fremur lítið lesið um hana, líklega bara eina ævisögu sem ég las þegar ég var safnvörður í Listasafni Einars Jónssonar sumarið 1991 (það var skemmtilegt starf og stundum hægt að lesa þegar nýaldatúristarnir létu ekki sjá sig, oft var töluvert af þeim þarna að sækja sér orku og inspírasjón í stytturnar). Sá sem gaf mér bókina hafði upphaflega ætlað að gefa mér nýlega bók um Guðjón Samúelsson, en hún seldist upp fyrir jólin svo þessi ævisaga Sylviu Plath varð fyrir valinu. Þessi bók um Sylviu, verk hennar og fjölskyldusögu er eitthvað töluvert á annað þúsund blaðsíður. Ég er rétt búin með

Með veggteppi fyrir gluggunum

Þegar þessar línur eru skrifaðar er ég stödd í húsi í jaðri Reykjavíkur. Húsið er byggt 1968 sem sumarbústaður og þess vegna ekki einangrað með það í huga að í því sé dvalið þegar hitinn utanhúss nálgast tíu mínusgráður. Þegar ég kom hingað var hitinn inni við frostmark og frosið í blöndunartækjunum í eldhúsinu. Eftir þriggja tíma dvöl og kyndingu með rafmagnsofnum og kamínu er hitastigið orðið bærilegt, en rétt áðan var ég samt að prjóna vettlinga með ullarhúfu á höfðinu.  Fyrir nokkrum árum keypti ég þrjú hnausþykk, ofin ullarveggteppi á fimm hundruð krónur stykkið í nytjamarkaði. Eitt þeirra fór strax upp á vegg en tvö lentu í kistli, eins og gerist stundum með hluti sem fólki áskotnast og það kann að meta, en veit ekki hvað það á að gera við. Áðan blasti lausnin skyndilega við; teppin eru fullkomin fyrir gluggana með örþunna, einfalda glerinu. Þau eru falleg og einangra lygilega vel.

Berum höfuðið hátt!

Um daginn var ég að spjalla um borgina Lyon og þá rifjaðist upp fyrir mér að á meðan ég dvaldi þar, fyrir nokkrum árum, hefði ég skrifað eitthvað á þessa bloggsíðu. Hún var alveg horfin úr huga mér, ég mundi ekki einu sinni slóðina. Bloggið tókst mér samt að finna og setja inn eina mynd úr göngu minni til Hafnarfjarðar.   Á meðan ég eldaði hafragrautinn fyrir stundu, og hlustaði á viðtal Sigurlaugar Margrétar við Hönnu Birnu, hugsaði ég með mér að nú væri einmitt rétti tíminn til að byrja aftur að skrifa blogg; nýtt ár, ný áform og breytingar í vændum. Mér fannst Hanna Birna segja margt skemmtilegt og áhugavert. Það kom mér alls ekkert á óvart, við unnum einu sinni saman í Kaupfélagi Hafnfirðinga, mér fannst Hanna Birna skemmtileg þá og yfirleitt er fólk sem er skemmtilegt fimmtán ára líka skemmtilegt þegar það er komið á sextugsaldur. En varðandi mínar breytingarnar þá eru þær töluverðar. Á eftir fer ég og geng frá á skrifborðinu mínu og tæmi skúffurnar því ég ætla að taka mér árs le

2021

Í gær gekk ég úr Norðurmýri til Hafnarfjarðar. Á leið um Garðabæ sá ég þetta hús og tók mynd af því.