Þegar ég var barn fletti ég dagblöðum sem urðu á vegi mínum, Þjóðviljanum, Mogganum, Tímanum og jafnvel Alþýðublaðinu, en á einhverjum tíma varð það svo þunnt að það var kallað Alþýðublaðsíðan. Í þessum blöðum voru stundum greinar og fréttir sem ég var mjög spennt fyrir og á tímabili var ég sérstaklega spennt fyrir greinum um fólk sem hafði fallið í dá. Sennilega komu svoleiðis fréttir dálítið í staðinn fyrir dramatísk tilfinningaklámsviðtöl sem síðar fóru að birtast. Frá tíu ára aldri og fram undir tvítugt fylgdist ég eins náið og ég gat með Karen Ann Quinlan sem féll í dá eftir að hafa svelt sig til að komast í of lítinn kjól, samt var hún bara um 50 kíló. Hún fór mjög svöng í partý og fékk sér pillur og vín og sofnaði og vaknaði ekki aftur. Í dáinu var hún í áratug og mikið var fjallað um hvort leyfa ætti að taka öndunarvél og mögulega einhverjar fleiri vélar úr sambandi svo hún gæti dáið.
Svo var það Sunny von Bülow, gríðarlega rík kona sem féll í dá um 1980. Ég fylgdist ekki eins náið með henni og með fyrrnefndri Karen, en danskfæddur eiginmaður Sunny var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að gefa henni insúlín og valda dáinu en síðan var dóminum snúið við og hann losnaði úr prísundinni. Maðurinn, Claus von Bülow, er víst enn á lífi og frægur fyrir að halda glæsileg partý, en Sunny, sem hét reyndar Marta, dó 2008 og hafði þá verið í dái í 28 ár. Ég missti alveg af andlátinu, enda ekki jafn spennt fyrir sögum af fólki í dái eftir að ég fullorðnaðist. Í gær horfði ég samt á hálfa bíómynd um þetta mál, þar leika Glenn Close og Jeremy Irons Sunny og Claus og sá síðarnefndi er afar ógeðfelldur.
Já og þegar ég var unglingur sá ég líka myndina Coma með Geneviève Bujold og Michael Douglas. Kærkomin sú mynd fyrir ungmenni með áhuga á dásvefni. Ég man reyndar lítið úr myndinni en hún snerist um að verið var að selja líffæri úr fólki sem illir læknar létu falla í dá, mig minnir að myndin hafi valdið mér einhverjum vonbrigðum, það gera bíómyndir stundum.
Nú og svo var það Girlfriend in a coma sem The Smiths sungu um.
Stundum birtust fréttir af fólki sem vaknaði úr dái, jafnvel gjörbreytt. Þá talaði það kannski með torkennilegum hreim eða hafði tekið miklum persónuleikabreytingum frá því hvernig það hafði verið fyrir dásvefninn.
Svo var það Sunny von Bülow, gríðarlega rík kona sem féll í dá um 1980. Ég fylgdist ekki eins náið með henni og með fyrrnefndri Karen, en danskfæddur eiginmaður Sunny var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að gefa henni insúlín og valda dáinu en síðan var dóminum snúið við og hann losnaði úr prísundinni. Maðurinn, Claus von Bülow, er víst enn á lífi og frægur fyrir að halda glæsileg partý, en Sunny, sem hét reyndar Marta, dó 2008 og hafði þá verið í dái í 28 ár. Ég missti alveg af andlátinu, enda ekki jafn spennt fyrir sögum af fólki í dái eftir að ég fullorðnaðist. Í gær horfði ég samt á hálfa bíómynd um þetta mál, þar leika Glenn Close og Jeremy Irons Sunny og Claus og sá síðarnefndi er afar ógeðfelldur.
Já og þegar ég var unglingur sá ég líka myndina Coma með Geneviève Bujold og Michael Douglas. Kærkomin sú mynd fyrir ungmenni með áhuga á dásvefni. Ég man reyndar lítið úr myndinni en hún snerist um að verið var að selja líffæri úr fólki sem illir læknar létu falla í dá, mig minnir að myndin hafi valdið mér einhverjum vonbrigðum, það gera bíómyndir stundum.
Nú og svo var það Girlfriend in a coma sem The Smiths sungu um.
Stundum birtust fréttir af fólki sem vaknaði úr dái, jafnvel gjörbreytt. Þá talaði það kannski með torkennilegum hreim eða hafði tekið miklum persónuleikabreytingum frá því hvernig það hafði verið fyrir dásvefninn.
Kommentarer
Skicka en kommentar