Varla horfi ég á Eurovision-keppnina í kvöld því sjónvarpið er ónýtt, myndirnar renna margfaldar á ógnarhaða niður eftir skjánum. Eftir að síminn hafði verið ónýtur í viku gaf sjónvarpið sig. Lífið er eins og lína úr ljóði eftir sjálfa mig; rafmagnstækin hætta að virka. Ég giska á að kæliskápurinn fari um næstu helgi, nema það verði þurrkarinn eða ryksugan. Ætli ég eyði ekki bara kvöldinu í að lesa söguna um ævi og ástir Ingmars Bergmans eftir Thomas Sjöberg, einhver gagnrýnandi kallaði þá bók sängkammarbiografi eða svefnherbergisævisögu, það er ekki alveg galið en það er nú samt ýmislegt í þessari bók sem hefur alls ekkert með svefnherbergi að gera. Svo á ég líka eftir að lesa ljóðverk svikaskáldanna, Ég er ekki að rétta upp hönd, og klára bók Guðrúnar Evu, Skegg Raspútíns, sem ég ætla að tala um í þættinum Bók vikunnar í næstu viku.
Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Halldóru Mogensen þingmann pírata. Þar er hún spurð hvað hún tæki í karókíi alþingismanna. Hún nefnir Carole King og Janis Ian og mér fór samstundis að líka vel við þessa þingkonu. Ég hef aldrei prófað karókí en ég ætla að setja Carole King í spilarann.
Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Halldóru Mogensen þingmann pírata. Þar er hún spurð hvað hún tæki í karókíi alþingismanna. Hún nefnir Carole King og Janis Ian og mér fór samstundis að líka vel við þessa þingkonu. Ég hef aldrei prófað karókí en ég ætla að setja Carole King í spilarann.
Carole King og köttur framan á umslaginu á plötunni Tapestry, sem kom út þegar ég var 6 ára. |
Kommentarer
Skicka en kommentar