Á skrifborðinu á skrifstofunni, sem ég deili með ýmsum snillingum í Sigvaldahúsi í sendiráðshverfinu, liggur svokallaður to do-listi. Á honum er bara um það bil helmingur verkefna sem ættu að vera á honum. Þessa stundina er ég auk þess ekki stödd á skrifstofunni til að lesa hann og man þar af leiðandi ekki alveg hvað stendur á listanum. En ég man eftir ýmsu sem ég skrifaði ekki á listann og nú held ég að ég hafi mögulega of mikið að gera. Eitt er þó alveg ljóst; enginn getur hringt í ónýta símann minn og beðið mig um að gera eitthvað. Á því verður þó líklega breyting innan skamms, ég hef ámálgað það við Véstein að kaupa fyrir mig nýjan síma.
Í dag fæ ég tvær dásamlegar konur í kaffi. Þar sem ég vann aldrei í bókabúð á ég enga vini sem ég kynntist í þeim bransa, en ég á marga kunningja og frábærar vinkonur sem ég kynntist fyrir tilstilli internetsins. Þessar konur eru tvær þeirra og svo gáfaðar og skemmtilegar að ég myndi senda þær í mánaðardvöl á heilsuhæli á fegursta stað heims, strá yfir þær blómum og borga fyrir þær visareikningana og námslánaskuldirnar ef ég væri ríkari. Ég hlakka til að gefa þeim danskan berjadrykk og kex með salati.
Spurning: Hvernig geta menn verið á móti jafnlaunavottun? Meginmarkmiðið er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði, eru þessir efafullu sjálfstæðismenn á móti því? Þeir eru reyndar margir á móti svo undarlegum hlutum að maður ætti kannski ekki að undrast. Og dómsmálaráðherrann Sigríður hefur svo sem lýst yfir efasemdum um launamun kynjanna svo það er varla von á mikilli skynsemi úr þeirri áttinni.
Í dag fæ ég tvær dásamlegar konur í kaffi. Þar sem ég vann aldrei í bókabúð á ég enga vini sem ég kynntist í þeim bransa, en ég á marga kunningja og frábærar vinkonur sem ég kynntist fyrir tilstilli internetsins. Þessar konur eru tvær þeirra og svo gáfaðar og skemmtilegar að ég myndi senda þær í mánaðardvöl á heilsuhæli á fegursta stað heims, strá yfir þær blómum og borga fyrir þær visareikningana og námslánaskuldirnar ef ég væri ríkari. Ég hlakka til að gefa þeim danskan berjadrykk og kex með salati.
Spurning: Hvernig geta menn verið á móti jafnlaunavottun? Meginmarkmiðið er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði, eru þessir efafullu sjálfstæðismenn á móti því? Þeir eru reyndar margir á móti svo undarlegum hlutum að maður ætti kannski ekki að undrast. Og dómsmálaráðherrann Sigríður hefur svo sem lýst yfir efasemdum um launamun kynjanna svo það er varla von á mikilli skynsemi úr þeirri áttinni.
Kommentarer
Skicka en kommentar