Ég byrjaði daginn á því að baka brauð úr deigi sem er búið að vera í ísskápnum síðan í gær. Reyndar steikti ég það á pönnu eins og króatísk mamma bernskuvina sona minna kenndi mér. Það brauð kallast rifnar nærbuxur. Ég er með metnaðarfullt vinnuplan fyrir daginn (ég er reyndar að ljúga þessu en ég ætla að minnsta kosti frekar að sitja við skrifborð en að fara að kaupa mér nýjan síma í stað þess ónýta) og þá er best að borða metnaðarfullan morgunverð. Ég er annars að lesa Dægradvöl í X-ta skiptið. Alltaf finn ég eitthvað áhugavert í þeirri bók, ég held að þar sé saman kominn einkennilegasti mannsöfnuður sem hægt er að lesa um í íslenskum bókmenntum. Samferðafólk og nágrannar Benedikts Gröndals og siðir þeirra og ósiðir hætta aldrei að skemmta mér og valda mér undrun. Og þarna úti á Álftanesi fyrir miðja 19. öld var sko ekki bakað brauð, það var sótt í Bernhöftsbakarí í Reykjavík, væntanlega á bát. Hafði þetta fólk ekkert verksvit eða átti það ekkert til að baka úr?
Dæmi um undarlegan sið sem lýst er í Dægradvöl: Þá var og siður heldri manna að draga fæturna eftir gólfinu og sparka og urga þegar þeir komu inn og heilsuðu, en sá afkáraskapur hefur lagzt af.
Það sem ég gæfi mikið fyrir að sjá þessi furðumenni fortíðar draga lappirnar eftir gólfunum! Í framhaldi af Dægradvöl mun ég sennilega lesa endurminningar Sigurðar Thoroddsen einu sinni inn. Það er einhvern veginn rökrétt.
Dæmi um undarlegan sið sem lýst er í Dægradvöl: Þá var og siður heldri manna að draga fæturna eftir gólfinu og sparka og urga þegar þeir komu inn og heilsuðu, en sá afkáraskapur hefur lagzt af.
Það sem ég gæfi mikið fyrir að sjá þessi furðumenni fortíðar draga lappirnar eftir gólfunum! Í framhaldi af Dægradvöl mun ég sennilega lesa endurminningar Sigurðar Thoroddsen einu sinni inn. Það er einhvern veginn rökrétt.
Þjóðólfur 1899 |
Kommentarer
Skicka en kommentar