Eitthvað hefur gerst á þessu bloggi. Undanfarnar vikur hafa daglegir gestir verið örfáir tugir, jafnvel bara tveir, en skyndilega fór að rjúka úr teljaranum og nú nálgast gestakomur síðan í gær þúsund. Ég óttast þó ekki að vinsældirnar verði varanlegar, gestum fækkar væntanlega aftur þegar Costco verður opnað.
Fyrr í dag hittumst við Gunnþórunn Guðmundsdóttir í Efstaleiti og ræddum við Höllu Þórlaugu um bók vikunnar. Það var mjög skemmtilegt, mér finnst eiginlega jafn gaman að tala um bækur og að lesa bækur (og líka skemmtilegra að tala um bækur annarra en mínar eigin). Í stúdíóinu var ég spurð hvort ég væri úr sveit, svoleiðis spurningu fær fólk sem tekur að sér að tjá kaldlyndi gagnvart viðkvæmum og sjálfsleitandi hipsterum; í mér blundar sennilega harðbrjósta spegilsjálf Óttars Guðmundssonar.
Á meðan ég beið eftir strætó á Rauðarárstígnum í morgun bölvaði ég ísköldu norðanroki og íhugaði að flytja til heitu landanna (eða að minnsta kosti til Danmerkur). Nú eftir hádegi rofaði hins vegar til og hlýnaði svo ég fór út í garð að kanna gróðurfar. Illgresið sprettur eins og gras, en það er auðvitað þess vegna sem það er kallað illgresi. Rabarbarinn þýtur líka upp og kannski ná eplatrén að blómstra áður en haustfetalirfur éta öll blómin, það má að minnsta kosti vona það uns annað kemur í ljós. En alla vega er ljóst að ég þarf að fara í garðhanska og nota nýkeypta skóflu til að stinga upp skriðsóleyjar og fleira óæskilegt og púkka eitthvað upp á jarðarberjareitinn. Ég má samt ekki vera að þessu í dag því ég þarf að ná í barn á leikskóla, skreppa út í Þjóðarbókhlöðu og fara svo og sjá Reykjavíkurdætur í Borgarleikhúsinu.
Fyrr í dag hittumst við Gunnþórunn Guðmundsdóttir í Efstaleiti og ræddum við Höllu Þórlaugu um bók vikunnar. Það var mjög skemmtilegt, mér finnst eiginlega jafn gaman að tala um bækur og að lesa bækur (og líka skemmtilegra að tala um bækur annarra en mínar eigin). Í stúdíóinu var ég spurð hvort ég væri úr sveit, svoleiðis spurningu fær fólk sem tekur að sér að tjá kaldlyndi gagnvart viðkvæmum og sjálfsleitandi hipsterum; í mér blundar sennilega harðbrjósta spegilsjálf Óttars Guðmundssonar.
Á meðan ég beið eftir strætó á Rauðarárstígnum í morgun bölvaði ég ísköldu norðanroki og íhugaði að flytja til heitu landanna (eða að minnsta kosti til Danmerkur). Nú eftir hádegi rofaði hins vegar til og hlýnaði svo ég fór út í garð að kanna gróðurfar. Illgresið sprettur eins og gras, en það er auðvitað þess vegna sem það er kallað illgresi. Rabarbarinn þýtur líka upp og kannski ná eplatrén að blómstra áður en haustfetalirfur éta öll blómin, það má að minnsta kosti vona það uns annað kemur í ljós. En alla vega er ljóst að ég þarf að fara í garðhanska og nota nýkeypta skóflu til að stinga upp skriðsóleyjar og fleira óæskilegt og púkka eitthvað upp á jarðarberjareitinn. Ég má samt ekki vera að þessu í dag því ég þarf að ná í barn á leikskóla, skreppa út í Þjóðarbókhlöðu og fara svo og sjá Reykjavíkurdætur í Borgarleikhúsinu.
Mynd úr eigin garði, tekin kl. 14.33 í dag, Meðal annars má sjá vaxandi bóndarósir og túlípana. |
Kommentarer
Skicka en kommentar