Flugleiðavélin var full af fólki en við könnuðumst ekki við neinn innanborðs. Ég var búin að hlakka til að hlusta á seinni hlutann af Egils sögum á hljóðbók í vélinni en varð fyrir vonbrigðum. Á útleið fyrir mánuði hlustaði ég á Pál Valsson og Egil lesa til skiptis úr bókinni en í gær var búið að skipta út hljóðbókunum í afþreyingarkerfinu og ég gat þess vegna ekki hlustað á síðasta þriðjung Egils sagna. Í staðinn horfði ég smávegis á Ligeglad og svo mynd um íbúa á Ströndum.
Mér finnst merkilega lítið hafa gerst hjá gróðrinum í Reykjavík á heilum mánuði. Það mætti halda að ég hafi verið viku í burtu en ekki mánuð. Undantekningin er heggurinn fyrir framan hús, hann er alltaf fljótur til. Það væri nú skemmtilegt ef hann færi að blómstra.
Mér finnst merkilega lítið hafa gerst hjá gróðrinum í Reykjavík á heilum mánuði. Það mætti halda að ég hafi verið viku í burtu en ekki mánuð. Undantekningin er heggurinn fyrir framan hús, hann er alltaf fljótur til. Það væri nú skemmtilegt ef hann færi að blómstra.
Þetta er heggurinn |
Hörmulegt að heyra að þú hafir verið snuðuð um síðasta þriðjung Egils sagna, þar er nú margt skemmtilegt! Ég treysti því að þú sendir Flugleiðum formlega kvörtun. Bkv. PV.
SvaraRaderaJá, þetta var ákveðin spæling. Ég verð að ná í bókina á bókasafninu á næstu dögum eða kaupa hana í Bókabúð Máls og menningar á leið í vinnuna á morgun.
SvaraRaderaÞetta er metnaðarfyllsta hljóðbók sem gefin hefur verið út, segir útgefandinn. Aldrei fleiri tóndæmi og fítusar.
SvaraRadera