Nú er ég búin með De urolige eftir Linn Ullmann. Það er vel skrifuð bók. Hún er samt varla um það sem stendur aftan á kápunni að hún sé um. Og ég er ekkert viss um að mér líki vel við fólkið í þessari bók. Meintir snillingar með dynti og tilætlunarsemi eru þreytandi. En það getur verið gaman að lesa um svoleiðis fólk ef textinn er vel skrifaður.
Mér sýnist veðrið í Reykjavík þannig að ef ég vissi ekki betur myndi ég telja að það væri haust. Kannski verð ég bara inni í dag. Ekki þarf ég að óttast að síminn hringi því hann er jafn ónýtur og áður. En ég byrja alla vega á því að búa til kaffi.
Mér sýnist veðrið í Reykjavík þannig að ef ég vissi ekki betur myndi ég telja að það væri haust. Kannski verð ég bara inni í dag. Ekki þarf ég að óttast að síminn hringi því hann er jafn ónýtur og áður. En ég byrja alla vega á því að búa til kaffi.
Kommentarer
Skicka en kommentar