Eldsnemma í morgun las ég þráð á samskiptamiðlinum Threads, sem var spjall um hvernig fólk komst að því að nánir aðstandendur voru CIA-njósnarar, einhverjir þeirra höfðu meira að segja verið gagnnjósnarar. Þegar afi eins á spjallinu dó fundust fimm ólík vegabréf sem hann átti, með mismunandi nöfnum, ein hafði búið með fjölskyldunni í Líberíu, Guatemala og einhverjum fleiri löndum og pabbi hennar vann hjá hernum og nú var að renna upp fyrir henni að hann var starfsmaður CIA og ein á spjallinu sagði pabba sinn alltaf hafa verið með tölvuherbergi með fimm mismunandi tölvum og allskonar græjum, áður en almenningur var með tölvur heima hjá sér, og nú var hún að komast að því að hann var njósnari. Þetta fannst mér skemmtilegt í ljósi þess að ég gerði fjóra útvarpsþætti s em finna má á í sarpinum á RÚV og þar er einmitt minnst á CIA í síðasta þættinum . Þættirnir fjalla um blaðbera sem hvarf árið 1976. Í þáttunum er líka minnst á sænskan spjallþráð þar sem rætt er um hvarf bréfberans, sem hét
Kommentarer
Skicka en kommentar