Eftir að síðasta kona Ingmars Bergmans, Ingrid, dó úr magakrabba eftir tuttugu og fjögurra ára sambúð og miklu lengra samband, hafði Ingmar sex konur sér til aðstoðar. Ingrid hefur, að því er mér virðist, verið jafnoki Auðar varðandi fegurð, almenn húslegheit, eldamennskuhæfileika, saumaskap og ráðdeild og auk þess einstaklega hæfur ritari. Linn, dóttir Ingmars og Liv Ullmann, segir í bókinni sem ég er að lesa að listamenn þurfi húshjálp. Jafnvel sex slíkar. Það er sjálfsagt rétt í einhverjum tilvikum, að minnsta kosti ef hlutirnir í lífi þeirra þurfa að vera í stafrófsröð. Linn er örugglega með húshjálp, jafnvel fleiri en eina.
Einu sinni hélt ég erindi fyrir nemendur í grunnskóla í Fårösund, bænum á Gotlandi sem siglt er frá til Fårö (það er fimm mínútna ferjusigling). Í skólanum tók skemmtileg kona, mig minnir að hún hafi verið handavinnukennari, á móti mér og kynnti mig fyrir starfsfólki. Þetta var lítill skóli og fólk virtist kenna hitt og þetta sem það var ekki endilega með menntun í, einhver sem var menntaður matreiðslukennari kenndi til dæmis eðlisfræði. En annað sem mér fannst skemmtilegt var að ég var kynnt fyrir konu sem vann í skólanum á morgnana og fór svo yfir til Fårö og sýndi myndir í prívatbíói Ingmars síðdegis.
Einu sinni hélt ég erindi fyrir nemendur í grunnskóla í Fårösund, bænum á Gotlandi sem siglt er frá til Fårö (það er fimm mínútna ferjusigling). Í skólanum tók skemmtileg kona, mig minnir að hún hafi verið handavinnukennari, á móti mér og kynnti mig fyrir starfsfólki. Þetta var lítill skóli og fólk virtist kenna hitt og þetta sem það var ekki endilega með menntun í, einhver sem var menntaður matreiðslukennari kenndi til dæmis eðlisfræði. En annað sem mér fannst skemmtilegt var að ég var kynnt fyrir konu sem vann í skólanum á morgnana og fór svo yfir til Fårö og sýndi myndir í prívatbíói Ingmars síðdegis.
Ingmar og Ingrid |
Kommentarer
Skicka en kommentar