Nú hef ég verið símalaus í nokkra daga, síminn minn er sennilega alveg ónýtur. Ég er að velta því fyrir mér hvers vegna ég þurfi síma, í dag vantar mig hann aðallega til að komast inn í heimabankann til að borga skattinn, annars er ég alveg góð svona símalaus. Mig vantar miklu frekar reiðhjól en síma. Græna hjólið mitt er í lamasessi, sprungið dekk og bilaðir gírar. Og bleika DBS-hjólið sem ég fékk þegar ég var 13 ára hefur verið bilað síðan einhvern tíma þegar sonur minn var í stærðfræði í HÍ og notaði það til að komast út í VR. Þar var því stolið en hjólið fannst á Fálkagötu og rataði aftur heim til mín. Sennilega er skynsamlegast að fara með bæði hjólin í viðgerð og yfirhalningu hjá fagmanni. Nú vantar mig nokkrar heimilishjálpir, tvær þeirra gætu farið með hjólin í viðgerð fyrir mig.
Í gær fór ég á skrifstofuna í fyrsta skipti í rúman mánuð. Þar las ég heilt handrit að unglingabók upphátt fyrir Hildi. Lesturinn tók nokkra klukkutíma. Við erum að snurfusa framhaldsbók um Dodda, svona dedúa aðeins við handritið, þétta hér og þar og lofta á öðrum stöðum.
Í gær fór ég á skrifstofuna í fyrsta skipti í rúman mánuð. Þar las ég heilt handrit að unglingabók upphátt fyrir Hildi. Lesturinn tók nokkra klukkutíma. Við erum að snurfusa framhaldsbók um Dodda, svona dedúa aðeins við handritið, þétta hér og þar og lofta á öðrum stöðum.
Þessi bók kom út í fyrra. Nú erum við Hildur að skrifa framhald. |
Kommentarer
Skicka en kommentar