Ég er mætt á kontórinn eftir langt sumarskróp og sólin skín inn um gluggann. Það er búið að saga niður uppáhaldstréð mitt sem var hér fyrir utan Hallveigarstaði, sjálfsáð gullregn sem óx upp úr litlum furubrúski. Ég hefði frekar höggvið eitt birkitré. En þetta skiptir svo sem engu máli, þó að ég hafi haft gaman að því að fylgjast með því vaxa.
Í morgun er ég búin að skila skýrslu, hugsa um Skáld í skólum og svitna við suðurgluggann. Það er djasshátíð og hinseginhátíð og ég er í nýjum sandölum. Ég er að hugsa um að hjóla í sund.
Í morgun er ég búin að skila skýrslu, hugsa um Skáld í skólum og svitna við suðurgluggann. Það er djasshátíð og hinseginhátíð og ég er í nýjum sandölum. Ég er að hugsa um að hjóla í sund.
Kommentarer
Skicka en kommentar