Einu sinni skrifaði ég pistla fyrir norska dagblaðið Klassekampen. Það var mjög skemmtilegt og hollt að skrifa um íslenskar bókmenntir, menningu og þjóðfélag fyrir útlendinga. Ég er óskaplega léleg í að halda utan um það sem ég skrifa, orðin hverfa gjarnan út í vindinn, en fyrst facebook ákvað að birta mér þennan pistil sem ég birti fyrir þremur árum, ákvað ég að setja hann hér í geymslu. Ég held að ég sé enn á sömu skoðun og þarna kemur fram; ekki kafna í jákvæðni.
Ekki hef ég enn lesið bók eftir nýjan Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum en ég hef heyrt umræður um bækurnar hennar, bæði þegar Grænmetisætan kom út á íslensku og eftir að tilkynnt var að Han Kang fengi verðlaunin. Í gær birtist lesendabréf í sænska blaðinu DN þar sem kona sem heitir Anne-Marie Morberg er að býsnast yfir því hvað þýðendur fái litla athygli í stóra bókmenntasamhenginu. Þeirra tungumálaþekking og málkennd byggir brýr yfir landamæri á milli tungumála og þegar Han Kang er hyllt fyrir ljóðrænan prósa á Norðurlöndum þá er líka verið að hrósa þýðendunum sem koma textanum til skila, það ætti alla vega að vera þannig, segir Anne-Marie sem skrifar lesendabréfið. Hún segist hins vegar hafa þurft að hafa fyrir því að fletta upp nafni þess sem hefur þýtt Han Kang á sænsku því á það hefur varla verið minnst í sænskum fjölmiðlum. Eftir að þetta lesendabréf birtist hefur fleira fólk stigið fram og tekið undir, meira að segja hefur verið bent á það að þýðandi eigi höfundarrétt á sænskum
Kommentarer
Skicka en kommentar