Þegar ég las fréttina um hrun bóksölu varð ég svolítið leið. Ég er nokkuð sammála manni sem skrifaði í morgun á bloggsíðuna sína að bókalaus þjóð sé heimsk þjóð og ef seldum bókum fækkar stöðugt þá hlýtur þjóðin á endanum að verða bókalaus, eða að minnsta kosti bókafá. Það er svolítið sjokkerandi sem stendur í bóksölufréttinni, að seldum eintökum bóka á Íslandi hafi fækkað um 44 prósent frá árinu 2010. Ég held að stjórnmálamenn sem hækka virðisaukaskatt á bækur en dæla samt peningum í fólk úti í bæ í nafni þjóðarátaks um læsi, séu heimskir stjórnmálamenn. Ég hef eiginlega enga trú á þjóðarátökum og finnst að það eigi bara að sjá til þess að börn hafi nóg af skemmtilegum bókum að lesa og skoða og fullorðið fólk í kringum sig sem les fyrir þau og að þá reddist málið. Fólk byrjar varla að lesa bækur þegar það verður fullorðið ef það les ekki sem börn, ég held að það sé frekar borðleggjandi.
En verandi barna- og unglingabókahöfundur, ljóðskáld og þýðandi sem ræðir oft um bókmenntir við fólk, þá veit ég að margt fólk hefur mikinn áhuga á bókum og lestri. Og reglulega nefnir einhver, sem er með börn í kringum sig, við mig að það sé ekki nógu mikið til af barnabókum á íslensku. Börn eru á ólíkum þroskastigum og með ólíkan smekk og það þarf að vera til fjölbreytt úrval af allskonar bókum fyrir krakka, en því miður þá er bara ekkert mikið til af barnabókum á Íslandi. Börn nenna oftast ekki að lesa einhverjar gamlar bækur sem foreldrar þeirra lásu (öfugt við það sem fullorðið fólk heldur), þau vilja brakandi nýjar bækur sem tengjast á einhvern hátt þeirra eigin samtíma. Það getur verið ágætt að endurútgefa eldri barnabækur en þær þurfa þá að vera nútímalegar í útliti og umbroti. Það eru margar ástæður fyrir því að það er ekkert mikið til af barnabókum á íslensku. Til dæmis eru barnabækur dýrar í framleiðslu en mega ekki kosta mikið úti í búð, það er er mjög erfitt, og í rauninni ómögulegt, að lifa á því að skrifa barnabækur á íslensku, svo fáir höfundar velja sér það hlutskipti og fleira og fleira spilar þarna inn. En ef stjórnmálamenn hafa einhvern áhuga á því að fólk haldi áfram að tala íslensku og ef þeir hafa áhuga á því að börn alist ekki upp sem algjörir moðhausar, þá þarf að gera eitthvað annað en að sturta milljónum í læsisátök sem einhverjir vel meinandi amatörar úti í bæ eiga að stjórna. Það þarf að sjá til þess að allskonar barnabækur séu skrifaðar og þýddar og gefnar út og að gott aðgengi sé að þeim, til dæmis á skólabókasöfnum.
Ofannefndur bloggari, virðulegur maður í útlöndum, sem er nýbúinn að selja nokkur bókaforlög, finnst fólk á Íslandi hafa of mikinn áhuga á Costco á kostnað menningar. Það er mögulega rétt.
En verandi barna- og unglingabókahöfundur, ljóðskáld og þýðandi sem ræðir oft um bókmenntir við fólk, þá veit ég að margt fólk hefur mikinn áhuga á bókum og lestri. Og reglulega nefnir einhver, sem er með börn í kringum sig, við mig að það sé ekki nógu mikið til af barnabókum á íslensku. Börn eru á ólíkum þroskastigum og með ólíkan smekk og það þarf að vera til fjölbreytt úrval af allskonar bókum fyrir krakka, en því miður þá er bara ekkert mikið til af barnabókum á Íslandi. Börn nenna oftast ekki að lesa einhverjar gamlar bækur sem foreldrar þeirra lásu (öfugt við það sem fullorðið fólk heldur), þau vilja brakandi nýjar bækur sem tengjast á einhvern hátt þeirra eigin samtíma. Það getur verið ágætt að endurútgefa eldri barnabækur en þær þurfa þá að vera nútímalegar í útliti og umbroti. Það eru margar ástæður fyrir því að það er ekkert mikið til af barnabókum á íslensku. Til dæmis eru barnabækur dýrar í framleiðslu en mega ekki kosta mikið úti í búð, það er er mjög erfitt, og í rauninni ómögulegt, að lifa á því að skrifa barnabækur á íslensku, svo fáir höfundar velja sér það hlutskipti og fleira og fleira spilar þarna inn. En ef stjórnmálamenn hafa einhvern áhuga á því að fólk haldi áfram að tala íslensku og ef þeir hafa áhuga á því að börn alist ekki upp sem algjörir moðhausar, þá þarf að gera eitthvað annað en að sturta milljónum í læsisátök sem einhverjir vel meinandi amatörar úti í bæ eiga að stjórna. Það þarf að sjá til þess að allskonar barnabækur séu skrifaðar og þýddar og gefnar út og að gott aðgengi sé að þeim, til dæmis á skólabókasöfnum.
Ofannefndur bloggari, virðulegur maður í útlöndum, sem er nýbúinn að selja nokkur bókaforlög, finnst fólk á Íslandi hafa of mikinn áhuga á Costco á kostnað menningar. Það er mögulega rétt.
Rós undir eplatré í morgun |
Kommentarer
Skicka en kommentar