Fortsätt till huvudinnehåll

Uppvaskarinn

Ég hélt að ég væri alein á litla gistiheimilinu en það er misskilningur. Ég hef ekki heyrt neitt sem bendir til mannaferða en í gær setti ég gaffal í vaskinn í eldhúsinu (þann sem ég notaði til að borða kvöldmat upp úr plastboxi) og einhver var búinn að þvo hann þegar ég fór á fætur. Síðdegis í dag setti ég óhreint glas í vaskinn og í kvöld var búið að vaska það upp. Ég mun sennilega ekki hitta þann sem er í uppvaskinu því ég fer í fyrramálið. Ég þarf að taka af rúminu og ryksuga áður en ég fer, þannig virkar þetta gistiheimili.

Í morgun vaknaði ég við svartþrastarsöng, eins og í Lyon og Reykjavík. Sem betur fer syngja rotturnar ekki. Ég sé ummerki um þær hérna í garðinum. Það er allt morandi af rottum í miðborg Stokkhólms. Þegar svartþrestirnir vöktu mig tók ég þessa mynd út um gluggann.
Kommentarer