Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från juni, 2021

Höll fótahvíslaranna og dauð blóm

Í Danmörku eru jafn margir fótaaðgerðafræðingar að störfum og sálfræðingar og þerapistar í Frakklandi. Í götunni minni í Kaupmannahöfn er meira að segja stór höll sem merkt er fótahvíslarastéttinni. En ég er reyndar komin til Reykjavíkur og mun ekki sjá þetta hús aftur fyrr en síðsumar þegar ég ætla aftur að koma mér fyrir í götu Henriks og fótaþerapistanna. Í gærkvöldi varð ég mjög sorgmædd. Ég fór út í garð að leita að digitalis, sem heita fingurbjargarblóm á íslensku. Þau hafa vaxið í fimmtán ár í garðinum, alveg síðan ég sáði þeim. Þarna hafa þessar tvíæru jurtir viðhaldið sér í flestum garðshornum, en skelfilega kalt vor með allt of mörgum frostnóttum hefur greinilega drepið allar digitalisplöntrnar. Æ, æ, og ó, ó.