Fortsätt till huvudinnehåll

Í dreifbýli Svíþjóðar


Ég er stödd í Åmål í Dalslandi og búin að koma mér fyrir á gistiheimili í húsi frá 19. öld og á vinnustofu í húsi frá 18. öld. Hér er svo rólegt að mér er um og ó. Í gærkvöldi fékk ég mér göngutúr og komst að því að helstu viðskiptatækifærin í bænum liggja í hárgreiðslu og snyrtingu. Ég sá mun fleiri hárgreiðslu- og snyrtistofur en veitingastaði og verslanir, það er meira að segja hárgreiðslu- og snyrtistofa á gistiheimilinu mínu. Åmål er við Vänern (sem kallast stundum Vænir á íslensku) stærsta stöðuvatn Evrópusambandsins og þriðja stærsta vatn í Evrópu, svo mikið veit ég, en annars er viska mín um staðinn enn sem komið er ekki mikil og aðallega fengin héðan. Ég held að ég muni taka ástfóstri við þennan bæ áður en dvölinni lýkur. Og í kvöld er bókmenntakvöld í Åmål með Ebbu Witt-Brattström og öðrum höfundi sem ég kann ekki að nefna.
Hér er mynd af lestarstöðinni.Kommentarer

Populära inlägg i den här bloggen

Ljótar ljósmyndir

Í krummaskuðinu Krummaborg er gamalt leikhús sem á sér langa sögu. Það stendur við götu sem heitir Horní og er um 200 metra frá aðaltorginu þar sem ég er stödd núna. Í leikhúsinu er kaffihús/bar, eina slíka lókalið ég hef komið inn á í Tékklandi þar sem ekki má reykja. Anddyri leikhússins minnir mig pínulítið á gamla Nýja bíó eða jafnvel Hafnarfjarðarbíó (sem var eitt fallegasta bíó Íslands - en auðvitað var það eyðilagt), það er einhver svoleiðis stemning þarna. Kaffihúsið á neðstu hæð er skemmtilega gamaldags og ekkert of fínt, mismunandi ljósakrónur og lampar og þjónustustúlkan var hressileg. Mér leið samt dálítið eins og á kaffistofu sagnfræðinga við Háskóla Íslands þarna inni í gærkvöldi. Á svæðinu voru nefnilega tólf karlar og ein kona (ég). Já og skömmu síðar bættist þrettándi karlinn í hópinn.

Kannski hanga tékkneskar konur lítið á kaffihúsum og börum en þegar ég fór á klósettið datt mér í hug önnur skýring á fjarveru þeirra. Í anddyri leikhússins er nefnilega hörmulega ósmek…