Fortsätt till huvudinnehåll

Í dreifbýli Svíþjóðar


Ég er stödd í Åmål í Dalslandi og búin að koma mér fyrir á gistiheimili í húsi frá 19. öld og á vinnustofu í húsi frá 18. öld. Hér er svo rólegt að mér er um og ó. Í gærkvöldi fékk ég mér göngutúr og komst að því að helstu viðskiptatækifærin í bænum liggja í hárgreiðslu og snyrtingu. Ég sá mun fleiri hárgreiðslu- og snyrtistofur en veitingastaði og verslanir, það er meira að segja hárgreiðslu- og snyrtistofa á gistiheimilinu mínu. Åmål er við Vänern (sem kallast stundum Vænir á íslensku) stærsta stöðuvatn Evrópusambandsins og þriðja stærsta vatn í Evrópu, svo mikið veit ég, en annars er viska mín um staðinn enn sem komið er ekki mikil og aðallega fengin héðan. Ég held að ég muni taka ástfóstri við þennan bæ áður en dvölinni lýkur. Og í kvöld er bókmenntakvöld í Åmål með Ebbu Witt-Brattström og öðrum höfundi sem ég kann ekki að nefna.
Hér er mynd af lestarstöðinni.Kommentarer