Fortsätt till huvudinnehåll

Áfram veginn

Kann ég ennþá að blogga? Erla er byrjuð aftur og mér finnst það svo skemmtilegt að ég ákvað að taka líka upp þráðinn. Mér finnst þessi bloggsíða reyndar ekki sérlega fallega útlítandi, kannski föndra ég eitthvað í henni við tækifæri og fegra hana. Nema ég láti það vera og verði mér úti um alvöru heimasíðu (svoleiðis halda margir rithöfundar úti) og hafi bloggmöguleika á henni, en það er annað mál. Ástæða þess að ég nota þessa síðu, en ekki gamla bloggið mitt sem ég skrifaði á um árabil, er sú að þessi var aðallega ferðablogg. Síðast þegar ég skrifaði á þessa síðu var ég stödd í Lyon í Frakklandi þar sem ég skrifaði Randalín og Mundi í Leynilundi. Sú bók er auðvitað löngu komin út og síðan hef ég skrifað þó nokkrar bækur á ýmsum stöðum. Á morgun legg ég af stað í mánaðarlangt ferðalag og ætlunin er að vinna í tveimur bókum í ferðinni. Önnur er framhald af þessari hérna en hin er ekki framhald af neinu. Ég býst við að bærinn sem ég ætla að dvelja í næstu vikurnar líkist ekki vitund Lyon í Frakklandi.

Kommentarer

Populära inlägg i den här bloggen

Ljótar ljósmyndir

Í krummaskuðinu Krummaborg er gamalt leikhús sem á sér langa sögu. Það stendur við götu sem heitir Horní og er um 200 metra frá aðaltorginu þar sem ég er stödd núna. Í leikhúsinu er kaffihús/bar, eina slíka lókalið ég hef komið inn á í Tékklandi þar sem ekki má reykja. Anddyri leikhússins minnir mig pínulítið á gamla Nýja bíó eða jafnvel Hafnarfjarðarbíó (sem var eitt fallegasta bíó Íslands - en auðvitað var það eyðilagt), það er einhver svoleiðis stemning þarna. Kaffihúsið á neðstu hæð er skemmtilega gamaldags og ekkert of fínt, mismunandi ljósakrónur og lampar og þjónustustúlkan var hressileg. Mér leið samt dálítið eins og á kaffistofu sagnfræðinga við Háskóla Íslands þarna inni í gærkvöldi. Á svæðinu voru nefnilega tólf karlar og ein kona (ég). Já og skömmu síðar bættist þrettándi karlinn í hópinn.

Kannski hanga tékkneskar konur lítið á kaffihúsum og börum en þegar ég fór á klósettið datt mér í hug önnur skýring á fjarveru þeirra. Í anddyri leikhússins er nefnilega hörmulega ósmek…