Fortsätt till huvudinnehåll

Drottninggatan

Ég er stödd á gistiheimili í Stokkhólmi. Í gærkvöldi át ég salat upp úr plastboxi í kvöldmat og hámhorfði svo á Skam. Mér finnst þetta skemmtilegir þættir en ég og vinir mínir vorum nú ekki alveg jafn þroskuð við upphaf menntaskólanáms eins og norsku ungmennin. Þau eru líka sennilega eldri en þau eiga að vera, ég meina sko leikararnir. Þannig virkar kannski leiklistarbransinn, fyrst leikur fólk niður fyrir sig og síðan upp fyrir sig og svo er það rekið.

Hádegismaturinn var bökuð kartafla með skagenröra. Í kvöld ætla ég að hitta þýðanda og forleggjara og drekka með henni bjór. Á morgun held ég ferðinni áfram, þá er sex klukkustunda lestarferð á dagskrá.


Kommentarer

  1. Mér finnst það einmitt svo skemmtilegt við SKAM að krakkarnir eru allavega alls ekki mikið eldri en þau eiga að vera, kannski 1-2 árum, á meðan bandarískir unglingar eru yfirleitt leiknir af hálfþrítugu fólki. Svo fá þau líka að vera með unglingahúð og gular tennur og svoleiðis.

    Og gvuðminngóður hvað það er langt síðan ég kommentaði síðast á bloggfærslu!

    SvaraRadera
  2. Já, Dirty Dancing (sem ég sá um daginn í fyrsta skipti) er mér í fersku minni. Þar lék fólk örugglega svona 10-15 ár niður fyrir sig.

    SvaraRadera

Skicka en kommentar