Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från 2019

Stjörnurnar í Alabama

Er ein á skrifstofunni að hlusta á Ellu Fitzgerald syngja Stars fell on Alabama og Blue Moon. Ég á ný föt, það er ýmislegt að frétta og það er snjór í sendiráðshverfinu.

Stuttar bækur og langar

Um helgina var ég ein heima. Ég hitti skemmtilegt fólk í nokkra klukkutíma á föstudag og laugardag en að öðru leyti var ég ein. Það er svo sem ekkert til að ræða svona þannig séð, ég er alltaf mjög mikið ein og finnst það frekar þægilegt. Marga daga fæ ég líka fáa tölvupósta og hef aðallega samskipti við fólk á Twitter, en þau samskipti flokkast nánast ekki sem samskipti. En já, ég var ein um helgina og las auðvitað bók. Mjög undarlega bók, eina þá furðulegustu sem ég hef lesið. Ég er reyndar bara hálfnuð með bókina sem heitir 271 dagur eða 251 dagur eða eitthvað þannig. Ég man ekki hvað dagarnir eru margir nákvæmlega en það er alla vega eitthvað þarna með marga daga. Bókin er eins konar dagbók margra barna móður sem er að skilja við manninn sinn sem hún kynntist eftir að hann pókaði hana á facebook. Ég og þessi kona eigum ekki margt sameiginlegt en ég held samt áfram að lesa. Konan býr á Reyðarfirði. Það stendur ekki í bókinni að hún búi nákvæmlega þar, heldur bara að hún búi í litlum

Þjóð í hlekkjum

Í dag fékk ég skemmtilegan póst frá konu og rithöfundi sem stingur upp á að við fáum okkur kaffi. Hún segist líka hafa verið að láta frá sér marga árganga af Tímariti Máls og menningar. Þeir voru fullir af greinum eftir misyfirlætislega karlmenn, en hún lét mig vita að hún hefði klippt eina grein úr, það er þessi grein sem ég skrifaði fyrir tuttugu árum , og var auðvitað búin að gleyma hvað stæði í. Mér sýnist þetta standast tímans tönn ágætlega hugmyndafræðilega, en núna myndi ég skrifa svona grein í allt öðrum stíl, svona ef ég á annað borð gæfi mér tíma til að skrifa grein. Mér finnst áhugavert að það eru engar millifyrirsagnir settar inn í svona langa grein. Sem ritstjóri í dag hefði ég brotið þetta upp. En nú er ég komin í vinnugír og ætla ekki að skrifa meira, þess vegna ætla ég ekkert að ræða ferð mína í gær á barinn Mónakó á Laugaveginum.

Frosið brokkólí, skáldalaun og erótískar gáfur

Kofi í snjó Í útjaðri borgarinnar á ég gamalt A-hús, sumarbústað sem var byggður á sjöunda áratug síðustu aldar. Á lóðinni við kofann er ýmislegt ræktað þegar ég nenni, en þar grotnar líka oft gamli rabarbarinn frá fyrri eigendum niður því ég nenni ekki að taka hann upp og nota hann. Í fyrravor sáði ég slatta af (löngu útrunnum) fræjum í beð, þar á meðal var brokkólí. Vegna viðvarandi óveðurs framan af sumri óx lítið af því sem ég sáði og brokkólíið var svo smávaxið í haust að mér fannst ekki taka því að taka það upp. Hins vegar hefur verið ágætt veður í vetur svo að í dag datt mér í hug að fara uppeftir og skoða grænmetið. Það þurfti að dusta snjó af brokkólíinu (það er enginn snjór í póstnúmeri 105 en töluverður í 113 og mun meira frost en í lægri númerum) og brjóta það af stilkunum. Öll uppskeran fór í eitt grænmetislasanja, sem er einmitt núna í ofninum. Hrímað brokkólí Í morgun las ég grein í Dagens Nyheter þar sem nokkur sænsk ljóðskáld eru spurð hvernig þau sjái fyr

Ananasklipping

Ég lauk við að lesa bókina Millilendingu (sem ég átta mig núna á að hefur sama titil og plata með Megasi, endurnýttir titlar er efni sem ég hef stundum rætt um við vini mína) og fannst hún virkilega skemmtileg og vel skrifuð. Hefði ég verið valdamikill yfirlesari handrits hefði ég samt breytt endinum örlítið, þ.e.a.s. hnikað orðalagi og á einum stað (bls. 151) hefði ég líka bætt orðinu við inn í. Málbreyting sem ég tók eftir fyrir einhverju síðan hefur nefnilega ratað inn í bókina, hún felst í því að sleppa því að hafa orðið við við hliðina á orðunum hliðina á. Stundum skrifar fólk jafnvel hliðiná og sleppir orðinu við. Til útskýringar: Í bókinni stendur Að dansa hliðina á þessu liði (aðalpersónan er að dansa á skemmtistaðnum B5). Mér finnst þetta áhugaverð málbreyting og sé hana víða, til dæmis á Twitter og í fasteignaauglýsingum. Annað sem mér finnst umhugsunarvert er að á baki bókarinnar er klausa eftir Hallgrím Helgason (ég hef líka rætt svona tilvitnanir í merkilegt fólk á bók

2019

Klukkan er korter yfir tíu og enn er dimmt úti. Áðan spilaði einhver á Rás 1 Vals moderato, ekki uppáhaldsútgáfuna mína með Elsu Sigfúss heldur ósungna útgáfu, instrúmental eins og það kallast. Elsa söng sennilega inn á hátt í 200 hljómplötur, það vita áreiðanlega ekki margir. En nú spilar KK Hey Nineteen, eitt af mínum máttlausu áramótaheitum var að hætta að hlusta eins mikið á snekkjurokk og ég geri, það mun sennilega ekki takast. Í dag ætla ég ekki að fara vestur í bæ að vinna, ég ætla að vera heima og lesa Millilendingu eftir Jónas Reyni Gunnarsson, fara í Sundhöllina og synda, drekka kaffi í stofunni og skrifa kannski  smávegis. Í lok vinnudags hef ég svo mælt mér mót við fólk á opinberum stað, ef ég man rétt. Mynd dagsins er af Bodil Malmsten.