Það telst líklega til stórtíðinda að skrifandi Íslendingur dvelji í Åmål. Ég er búin að lofa að hitta tvo blaðamenn í dag. Annan frá héraðsfréttablaði og hinn frá bókmenntamiðli. Ég óttast að ég valdi fjölmiðlamönnunum vonbrigðum verandi jafn óspes og ég er. Ég ætti kannski að temja mér að ganga með sérkennileg höfuðföt, klæða mig í óvenjuleg föt og reykja jafnvel pípu. Það hlyti að gleðja fólk sem gerir sér ferð til að ræða við mig ef ég gengi með hatt eins og Selma Lagerlöf.
Í nótt dreymdi mig að ég væri stödd á tónleikum með Ljótu hálfvitunum í Hafnarfjarðarbíói. Uppstillingin á sviðinu var eins og um sinfóníutónleika væri að ræða og þarna voru margar fiðlur, en svo var þarna líka banjó með tveimur plaststrengjum og ég átti að vera tilbúin að spila á það ef með þyrfti, ég varð að sitja fremst til að geta stokkið fyrirvaralaust upp á svið. Bragi Valdimar Skúlason var forsprakki Ljótu hálfvitanna en einnig átti leynigestur að koma fram. Þegar Bragi kynnti fyrsta lagið sem MASH-lagið og hljómsveitin hóf að spila Suicide is Painless hallaði ég mér fram og sá þá að til hliðar við sviðið stóð Mick Jagger og ég áttaði mig á að hann væri umræddur leynigestur.
Í nótt dreymdi mig að ég væri stödd á tónleikum með Ljótu hálfvitunum í Hafnarfjarðarbíói. Uppstillingin á sviðinu var eins og um sinfóníutónleika væri að ræða og þarna voru margar fiðlur, en svo var þarna líka banjó með tveimur plaststrengjum og ég átti að vera tilbúin að spila á það ef með þyrfti, ég varð að sitja fremst til að geta stokkið fyrirvaralaust upp á svið. Bragi Valdimar Skúlason var forsprakki Ljótu hálfvitanna en einnig átti leynigestur að koma fram. Þegar Bragi kynnti fyrsta lagið sem MASH-lagið og hljómsveitin hóf að spila Suicide is Painless hallaði ég mér fram og sá þá að til hliðar við sviðið stóð Mick Jagger og ég áttaði mig á að hann væri umræddur leynigestur.
![]() |
Selma Lagerlöf með hatt |
Kommentarer
Skicka en kommentar