Ég sit í lest.
Lestin er stopp, hún stöðvaðist harkalega á teinunum fyrir
nokkrum mínútum. Á aðra hönd er urð og á hina er skógur. Við
hliðina á mér situr viðkunnanlegur karl sem lítur út fyrir að
vera embættismaður. Jakkafötin, skyrtan, gleraugun,
hárgreiðslan, úrið og skórnir benda til þess. Ég er búin að
fletta blaði sem ég fann í sætisvasanum. Þar er enn ein greinin
um mikilvægi fyrirmynda. Förebilder eins og þær heita á sænsku.
Hvenær hófst hin suðandi umræða um mikilvægi fyrirmynda? Einu
sinni las ég eitthvað eftir Foucault, ég man ekki hvert
umfjöllunarefnið var nema að hann notaði hugtakið sapere
aude. Það rifjaðist upp þegar ég fór að lesa um
fyrirmyndir. Ég gúgglaði og komst að því að Fúkki hefur
stolið þessu frá Immanúel Kant sem stal þessu frá rómversku
skáldi, sniðugir karlar eru alltaf að stela einhverju sniðugu. En
já, ég lærði einu sinni smávegis í latínu (mér fannst það
frekar skemmtilegt en ég var ekki sérlega góður námsmaður) og
þetta sapere aude sat í mér. Ég held að það þýði að maður
eigi að þora að fara eftir eigin innsæi og skynsemi í stað þess
að leita uppi fyrirmyndir til að elta. En nú brunar lestin aftur
eftir teinunum.
Ég er stödd í Kaupmannahöfn og undir lok liðinnar viku var ég að fletta skrám frá Mæðrahjálp borgarinnar frá því á öðrum áratug síðustu aldar. Þar rakst ég á örfá nöfn íslenskra kvenna, og reyndar karla líka, en aðeins tvö sem ég lagði á minnið. Mæðrahjálpin hefur í rúm hundrað ár rekið hjálparstarf í Kaupmannahöfn. Áður störfuðu þar tvö félagasamtök sem aðstoðuðu einstæðar, barnshafandi konur og konur sem höfðu átt börn utan hjónabands, sem var síðan steypt saman í Mæðrahjálpina. Hjálpin fólst meðal annars í að hafa uppi á fjarverandi feðrum, koma börnum til ættleiðingar og að aðstoða við framfærslu. Nöfnin sem vöktu athygli mína voru Elín Elísabet Jónsdóttir og Jóhann Jónsson. Seint á föstudagskvöldið sendi ég Kristínu Svövu Tómasdóttur skilaboð, mig rámaði í þessa færslu sem hún skrifaði á sínum tíma um bókina Angantý. Ég sagði Kristínu að ég hefði ekki lesið bókina en að ég hefði hlustað á útvarpsþætti um Elínu, sem Sóley Stefánsdóttir, afkomandi hennar (sem einnig var nágrann...
Kommentarer
Skicka en kommentar