Fortsätt till huvudinnehåll

Sapere aude


Ég sit í lest. Lestin er stopp, hún stöðvaðist harkalega á teinunum fyrir nokkrum mínútum. Á aðra hönd er urð og á hina er skógur. Við hliðina á mér situr viðkunnanlegur karl sem lítur út fyrir að vera embættismaður. Jakkafötin, skyrtan, gleraugun, hárgreiðslan, úrið og skórnir benda til þess. Ég er búin að fletta blaði sem ég fann í sætisvasanum. Þar er enn ein greinin um mikilvægi fyrirmynda. Förebilder eins og þær heita á sænsku. Hvenær hófst hin suðandi umræða um mikilvægi fyrirmynda? Einu sinni las ég eitthvað eftir Foucault, ég man ekki hvert umfjöllunarefnið var nema að hann notaði hugtakið sapere aude. Það rifjaðist upp þegar ég fór að lesa um fyrirmyndir. Ég gúgglaði og komst að því að Fúkki hefur stolið þessu frá Immanúel Kant sem stal þessu frá rómversku skáldi, sniðugir karlar eru alltaf að stela einhverju sniðugu. En já, ég lærði einu sinni smávegis í latínu (mér fannst það frekar skemmtilegt en ég var ekki sérlega góður námsmaður) og þetta sapere aude sat í mér. Ég held að það þýði að maður eigi að þora að fara eftir eigin innsæi og skynsemi í stað þess að leita uppi fyrirmyndir til að elta. En nú brunar lestin aftur eftir teinunum.

Kommentarer

Populära inlägg i den här bloggen

Ljótar ljósmyndir

Í krummaskuðinu Krummaborg er gamalt leikhús sem á sér langa sögu. Það stendur við götu sem heitir Horní og er um 200 metra frá aðaltorginu þar sem ég er stödd núna. Í leikhúsinu er kaffihús/bar, eina slíka lókalið ég hef komið inn á í Tékklandi þar sem ekki má reykja. Anddyri leikhússins minnir mig pínulítið á gamla Nýja bíó eða jafnvel Hafnarfjarðarbíó (sem var eitt fallegasta bíó Íslands - en auðvitað var það eyðilagt), það er einhver svoleiðis stemning þarna. Kaffihúsið á neðstu hæð er skemmtilega gamaldags og ekkert of fínt, mismunandi ljósakrónur og lampar og þjónustustúlkan var hressileg. Mér leið samt dálítið eins og á kaffistofu sagnfræðinga við Háskóla Íslands þarna inni í gærkvöldi. Á svæðinu voru nefnilega tólf karlar og ein kona (ég). Já og skömmu síðar bættist þrettándi karlinn í hópinn.

Kannski hanga tékkneskar konur lítið á kaffihúsum og börum en þegar ég fór á klósettið datt mér í hug önnur skýring á fjarveru þeirra. Í anddyri leikhússins er nefnilega hörmulega ósmek…