Um daginn keypti ég ljósmynd á nytjamarkaði. Mér fannst augljóst að hún væri mjög gömul og mér fannst hún ólík þeim gömlu myndum sem ég hef skoðað á vefsíðum safna undanfarin ár, og eru þær þó býsna margar. Myndin er nokkuð stór, um 18x23 cm. og í fallegum, greinilega býsna gömlum tréramma með gyllingu. Hún er merkt P. Brynjólfssyni, ljósmyndara. Myndin sýnir ungan mann í vönduðum fötum sem situr við borð og reykir pípu. Hann hrærir í kaffibolla. Á borðinu er pottaplanta (pálmi, eins og var í tísku upp úr þarsíðustu aldamótum) og nokkrar myndir og á veggjunum eru líka myndir, bæði af fólki sem virðist vera íslenskt alþýðufólk en líka glæsilegar konur og hópmyndir. Á öðru borði má sjá lampa, hauskúpu og sennilega mjaðmagrind, stjaka með snúnu kerti og fleira. Í hillu er lítil hauskúpa sem virðist vera úr nagdýri. Bækur, merkta krús eða bolla, vekjaraklukku og ýmislegt fleira áhugavert má líka sjá á þessari mynd. Ég byrjaði á að lesa það sem ég gat auðveldlega fundið um P...
Í gær skrifaði ég að ég hefði fundið sönnun þess í skrá Mæðrahjálpar Kaupmannahafnar að Elín Elísabet Jónsdóttir hefði eignast son með Jóhanni Jónssyni. Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur, sem er að safna efni í bók um Jóhann, er sá sem hafði samband við mig um hvort ég hefði rekist á nafn Elínar og það var svo skemmtileg tilviljun að það hafði ég gert alveg óvænt. Eftir að hafa verið í sambandi við Guðmund og hann sent mér eitt heimilisfang og ég síðan fundið eitthvað um ferðir Elínar í Kaupmannahöfn sagði ég honum að skrár yfir fæðingar á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn væru á vef danska Ríkisskjalasafnsins en að það væri þolinmæðisverk að stauta sig í gegnum þær. Eftir að ég sendi honum póstinn datt mér samt í hug að taka smástund í að lesa nöfn fæðandi kvenna í Protokol over ugifte fødende (hemmeligfødende) á Ríkisspítalanum. Árið sem nafn Elínar er í bók Mæðrahjálparinn er 1917 svo ég gerði ráð fyrir að barnið hefði fæðst snemma það ár, hún mun hafa komið til Danmerkur 1916. Ég ...