Nú er ég aftur sest við skrifborðið í bókmenntahúsinu í Åmål, sama húsi og rithöfundurinn, fréttaritarinn og hænsnabóndinn Ida Bäckmann bjó í sem barn. Ég gleymdi reyndar að minnast á það í bókablogginu um Idu að ég væri með vinnuaðstöðu á æskuheimili hennar.
Páskunum var eytt í hinni indælu Gautaborg þar sem við sáum meðal annars fallega sýningu á verkum Tove Jansson á listasafni. Mig langar svolítið að þýða Sommarboken eftir Tove Jansson, kannski finn ég einhvern flöt á því fljótlega. Mér finnst að hún ætti að vera til á íslensku. Öll söluvaran með múmínálfamyndum er svolítið að kæfa hin raunverulegu verk Tove. Í Gautaborg sá ég líka rottu skjótast inn í McDonalds-kassa í Brunnsparken og sitthvað fleira áhugavert. Lestarferðin til Åmål á páskadag tók hins vegar fimm tíma í stað eins og hálfs vegna járnbrautarslyss, og var reyndar um tíma rútuferð. Á öðrum degi páska var ekki mikið stuð í Åmål en það var samt hægt að fá sér bakaða kartöflu með skagenhræru og hlusta á dúndrandi tónlist úr bílum sem óku rúntinn langt fram eftir kvöldi.
En já, nú er ég aftur sest við skrifborð og því líklega formlega byrjuð að vinna, en ég er reyndar að skrifa þessar línur sem telst ekki vinna, eða hvað? Egill kórstjóri sagði stundum að fólk ætti ekki að blanda saman djamminu og djobbinu en ég geri það alveg miskunnarlaust. Djamm og djobb rennur saman í eitt, slíkt gerist þegar maður ákveður að velja sér starf sem er stundum óttalegt puð og strögl án raunverulegra sumarleyfa og páskaleyfa en jafnframt einhvers konar stöðugt tómstundagaman og jafnvel tímafrekt rugl (ég er að vitna óbeint í þetta bókablogg Kristínar Svövu).
Það verður ljóðadagskrá í bókasafninu í Åmål á fimmtudaginn. Við Louise Halvardsson ætlum að lesa eigin ljóð. Ég les smávegis á íslensku og síðan þýðingar á sænsku eftir John Swedenmark, Söru Lindberg Gombrii og Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson á mínum ljóðum, Louise les úr nýju ljóðabókinni sinni. Þetta verður stuð!
Páskunum var eytt í hinni indælu Gautaborg þar sem við sáum meðal annars fallega sýningu á verkum Tove Jansson á listasafni. Mig langar svolítið að þýða Sommarboken eftir Tove Jansson, kannski finn ég einhvern flöt á því fljótlega. Mér finnst að hún ætti að vera til á íslensku. Öll söluvaran með múmínálfamyndum er svolítið að kæfa hin raunverulegu verk Tove. Í Gautaborg sá ég líka rottu skjótast inn í McDonalds-kassa í Brunnsparken og sitthvað fleira áhugavert. Lestarferðin til Åmål á páskadag tók hins vegar fimm tíma í stað eins og hálfs vegna járnbrautarslyss, og var reyndar um tíma rútuferð. Á öðrum degi páska var ekki mikið stuð í Åmål en það var samt hægt að fá sér bakaða kartöflu með skagenhræru og hlusta á dúndrandi tónlist úr bílum sem óku rúntinn langt fram eftir kvöldi.
En já, nú er ég aftur sest við skrifborð og því líklega formlega byrjuð að vinna, en ég er reyndar að skrifa þessar línur sem telst ekki vinna, eða hvað? Egill kórstjóri sagði stundum að fólk ætti ekki að blanda saman djamminu og djobbinu en ég geri það alveg miskunnarlaust. Djamm og djobb rennur saman í eitt, slíkt gerist þegar maður ákveður að velja sér starf sem er stundum óttalegt puð og strögl án raunverulegra sumarleyfa og páskaleyfa en jafnframt einhvers konar stöðugt tómstundagaman og jafnvel tímafrekt rugl (ég er að vitna óbeint í þetta bókablogg Kristínar Svövu).
Það verður ljóðadagskrá í bókasafninu í Åmål á fimmtudaginn. Við Louise Halvardsson ætlum að lesa eigin ljóð. Ég les smávegis á íslensku og síðan þýðingar á sænsku eftir John Swedenmark, Söru Lindberg Gombrii og Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson á mínum ljóðum, Louise les úr nýju ljóðabókinni sinni. Þetta verður stuð!
![]() |
Anslagstavla i bibblan |
Kommentarer
Skicka en kommentar