Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från oktober, 2023

Hraði hins talaða máls

Ef ég héldi mína persónulegu kvikmyndahátíð þá yrði hún gamaldags og full af myndum sem ég sá sem krakki og nokkrum sem ég sá á kvikmyndahátíð þegar ég var í menntaskóla. Mögulega veldi ég einhverja eftir Fassbinder og þessa um kvöldverðarboðið hjá borgarastéttinni eftir Luis Buñuel, Midnight Cowboy yrði líka sýnd og sömuleiðis 3 Women eftir Robert Altman. Psycho væri einhvers staðar á dagskránni, Fílamaðurinn , Nosferatu , Fanny og Alexander, Crossing Delancey, Frankie og Johnny  og kannski Romancing the Stone eða Smokey and the Bandit . Íslenska bíómyndin yrði mögulega Fíaskó , hana sá ég reyndar bara í fyrsta skipti um daginn, en mér fannst hún mjög skemmtileg. Þetta yrði augljóslega mjög illa sótt kvikmyndahátíð og teldist til lítilla tíðinda.  Þetta fór ég nú bara að hugsa um í morgun þegar ég las um norska rannsókn sem sýnir að talhraði fólks hefur aukist um 50 % síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Mér finnst nefnilega allt gerast allt of hratt í nýjum bíómyndum, ég á of erfitt

Norræn hlaðvörp og íslensk ættfræði

Ekki hef ég mátt vera að því að skrifa mikið hér undanfarið. Trúið mér eða trúið mér ekki en ég hef haft mikið að gera. Um daginn skrapp ég til Svíþjóðar, nánar til tekið til Emmaboda í Smálöndum þar sem var tekið vel á móti mér. Þangað tók ég lest frá Kaupmannahöfn og auðvitað eru lestar langbesti ferðamátinn. Ég var með nesti og bókað sæti og rak stelpu úr sætinu mínu við gluggann. Fékk auðvitað samviskubit (ég er svo vonlaus í að vera frekjubeygla og á svo erfitt með að láta hafa fyrir mér) en ég hef svo oft verið rekin úr bókuðum sætum sem ég hef hlammað mér í í sænskum og dönskum lestum að ég ákvað að taka þetta alla leið. Skandinavíska kerlingaleiðin er að vera jobbig týpa sem kann mun á réttu og röngu og er með prinsipp. Ég þekki mitt fólk og hef ákveðið að svara í sömu mynt.  Undanfarið hef ég vanið mig á að hlusta á podköst áður en ég sofna. Margt fólk segist láta hlaðvarpsþætti svæfa sig svo ég ákvað að prófa. Í fyrstu valdi ég of áhugaverða þætti, ég var oftast svo áhugasöm

Prófessor í hamingju

Við Handelshögskolan í Stokkhólmi er búið að stofna Center for wellbeing, wellfare and happiness , sem á að verða fjölþjóðlegt þekkingarsetur um hamingju og vellíðan. Það er líka búið að ráða prófessor við þetta setur, hann heitir Micael Dahlén og var áður prófessor við sama skóla í markaðsfræði og neytendahegðun. Micael Dahlén hef ég oft séð í sjónvapsviðtölum, hann er skemmtilegur og mjög töff prófessor, svo töff að hann er með húðflúr á puttunum, það er auðvitað bara ofursvalt fólk sem er með svoleiðis. Micael Dahlén er fæddur 1973 og varð prófessor 34 ára, yngstur Svía. Hann er líka svo töff að hann gerir æfingavídeó fyrir fólk og hefur skrifað bók um líkamsrækt, hann fjuff-tränar, eins og hann kallar það, sem þýðir að hann æfir lítið og oft.  Í morgun las ég viðtal við Micael Dahlén sem er tekið í tilefni af nýja prófessorsstarfinu (sem ég öfunda hann smá af, hversu mikið væri ég ekki til í að vera hálaunaður prófessor í hamingjufræðum einmitt núna þegar listamannalaunatímabilinu

Hórur bókmenntanna

Fyrir nokkrum dögum sagði ég frá því að Camilla Läckberg sæti undir ámæli um að vera ekki höfundur bóka sinna heldur hefði hún ráðið annan höfund í að skrifa að minnsta kosti tvær. Nú hafa umræðurnar um þetta undið upp á sig og höfundapar eitt, Leif og Caroline Grimwalker, tjáði sig í vikunni í sænska ríkisútvarpinu þar sem þau segjast eiga bækur frá öllum stóru forlögunum á metsölulistum, nema hvað bækurnar eru ekki sagðar eftir þau heldur aðra fræga höfunda. Aðspurð segja þau að ekkert sé athugavert við þetta, sumir höfundar anni bara ekki eftirspurn, allir geti ekki verið jafn handfljótir og þau, sem skrifa fimmtán bækur á ári hvort, eða þrjátíu samtals.  Parið Leffe og Caroline Grimwalker er þekkt hjá áhugamönnum um sænskar afþreyingarbókmenntir. Þau gefa út gríðarlegan fjölda verka og skrifa það allt á skipulagshæfni sína og vinnusemi, nú og löngun til að þéna mikla peninga. Þau segjast vera bókmenntaverksmiðja og fyrir einhverju síðan las ég viðtal við þau þar sem þau sögðust s

Ævisögur og fíkniefnastríð

Til að byggja mig upp fyrir ýmis verkefni sem ég er með á minni könnu (ég er að reyna að forðast orðið frestunarárátta) les ég ævisögur. Í gær las ég Þjófur, fíkill, falsari - Sjálfsævisaga síbrotamanns eftir Guðberg Guðmundsson og með morgunkaffinu las ég Sendiherrafrúin segir frá , eftir Hebu Jónsdóttur. Þessar bækur eru báðar um og eftir gallaðar og brothættar manneskjur en mjög áhugaverðar á margan hátt. Þær gjalda þó fyrir það (eins og kannski allar ævisögur) að það er skautað of mikið á yfirborðinu, kannski vegna þess að höfundarnir sjá ekki vel undir yfirborðið eða hugsanlega vegna þess að þau eru ekki fær um að ræða það sem hefði mátt ræða, og auk þess hefðu bækurnar þá orðið allt of langar og ruglingslegar. Þarna kemur líka inn í takmörkun tungumálsins og frásagnarinnar. En þá kemur að lesandanum að túlka og reyna að skilja. Ég tek fyrrnefndu bókina með mér á skrifstofuna á eftir og þar tekur annar lesandi við henni og fljótlega getum við rætt atburði og allan þann aragrúa pe

Að gubba af stressi

Jólabókaflóðið er brostið á. Ég kíkti í Eymundsson á Skólavörðustíg í gær og sá að það er hellingur af nýjum bókum, þýddum og sömdum á íslensku, á borðunum, flestar þeirra hef ég ekki heyrt minnst á. Kannski fá margar þeirra enga umfjöllun í fjölmiðlum, nema kannski í einkafjölmiðlum höfundanna og þýðendanna, samfélagsmiðlunum. Það eru þó, sem betur fer, alltaf einhverjar bækur sem fá alvöru fjölmiðlaumfjöllun. Í Morgunblaðinu um daginn birtist gagnrýni um nýja bók þar sem þessi setning kemur fyrir: Bókin er flókin að því leyti að gagnrýnandi skilur ekki hvert hún er að fara . Gagnrýnandinn sem skrifar þetta gefur svo bókinni þrjár og hálfa stjörnu.  Í vikunni var pistill í sænska blaðinu Expressen eftir Lyru Ekström Lindbäck, sem er rithöfundur, blaðakona og doktor í heimspeki, þar sem því er haldið fram að bókmenntirnar þoli ekki lengur gagnrýni og að fólk þoli ekki að lesa eða hlusta á alvöru gagnrýni um bækur. Greinin er örugglega svar við því að nýlega ákvað ritstjórn Aftonbladet