Um helgina var ég ein heima. Ég hitti skemmtilegt fólk í nokkra klukkutíma á föstudag og laugardag en að öðru leyti var ég ein. Það er svo sem ekkert til að ræða svona þannig séð, ég er alltaf mjög mikið ein og finnst það frekar þægilegt. Marga daga fæ ég líka fáa tölvupósta og hef aðallega samskipti við fólk á Twitter, en þau samskipti flokkast nánast ekki sem samskipti. En já, ég var ein um helgina og las auðvitað bók. Mjög undarlega bók, eina þá furðulegustu sem ég hef lesið. Ég er reyndar bara hálfnuð með bókina sem heitir 271 dagur eða 251 dagur eða eitthvað þannig. Ég man ekki hvað dagarnir eru margir nákvæmlega en það er alla vega eitthvað þarna með marga daga. Bókin er eins konar dagbók margra barna móður sem er að skilja við manninn sinn sem hún kynntist eftir að hann pókaði hana á facebook. Ég og þessi kona eigum ekki margt sameiginlegt en ég held samt áfram að lesa. Konan býr á Reyðarfirði. Það stendur ekki í bókinni að hún búi nákvæmlega þar, heldur bara að hún búi í litlum bæ, en ég njósnaði á netinu og komst að þessu með Reyðarfjörð. Sem einhver gárungur hlýtur að hafa kallað Reiðarfjörð.
Um helgina birtist þessi skemmtilega færsla frá bókabloggaranum Ragnhildi. Hún kvartar yfir að bók sem ég skrifaði sé of stutt. Hún er sennilega frekar stutt miðað við íslenskar skáldsögur almennt (ekki samt söguna hennar Kamillu) og ég reyndi mjög markvisst að hafa bókina stutta, ég strikaði margt út á meðan ég var að skrifa og stytti hana líka eitthvað eftir að ég var búin að skrifa hana. Ég ákvað strax í upphafi að bókin mætti helst ekki vera lengri en 180 síður og var miklu nískari á orðin en ég er þegar ég skrifa ljóð. Það finnst örugglega einhverjum undarlegt, enda er fólk býsna fast í því að ljóð eigi að innihalda fá og vel valin orð en að skáldsögur eigi að vera fullar af orðaleikjum, líkingum og klisjum. Ég er sem sé á annarri skoðun og reyndi mjög meðvitað að forðast að skrifa langar setningar og nota mörg orð. Mér finnst samt oft auðveldara að skrifa lengri setningar með mörgum orðum en konan sem segir sögu sína í bókinni er ekki manneskja sem skrifar langlokur. Fyrst ég er farin að skrifa um þessa bók þá ætla ég líka að skrifa hérna (svo ég muni sjálf eftir því - það les þetta hvort sem er varla nokkur maður) að einhverjir gagnrýnendur kvörtuðu yfir að sagan væri ekki sögð í nógu línulegri tímaröð. Hún var samt miklu ólínulegri í uppkasti og þegar ég var búin að endurraða köflunum og gáfuð vinkona mín las yfir fannst henni ég komin með allt of beina tímalínu og vildi láta mig rugla aftur - ég brást ekki við því. En það er rugl í Ragnhildi bókabloggara að ég og sögukonan séum ein og sama manneskjam. Konan í bókinni er feitari og drykkfelldari en ég, hún býr erlendis en dvelur í kjallara við ritstörfin og hatar Mathöllina. Ég elska hins vegar Mathöllina mjög mikið. Svo er konan í bókinni líka dóttir Færeyings og konu sem er miklu eldri en móðir mín. En hvað um það, bókin sem ég las um helgina og heitir Tvö hundruð sextíu og einn dagur (minnir mig núna) er of löng. Það hefði mátt stytta hana um helming, alla vega fyrri helminginn sem ég er búin að lesa. Finnst mér. Þá er þeim gagnslausu skilaboðum komið út í alheiminn. Best að ég ljúki við bókina um konuna í smábænum áður en ég tek til við að vinna eitthvað af viti. Mín bíður þýðing og heilmikil önnur skrif. Ég ætla að skrifa skáldsögu, barnabók, leikrit og ljúka við ljóðabók endist mér aldur og heilsa. Amen og halelúja.
Um helgina birtist þessi skemmtilega færsla frá bókabloggaranum Ragnhildi. Hún kvartar yfir að bók sem ég skrifaði sé of stutt. Hún er sennilega frekar stutt miðað við íslenskar skáldsögur almennt (ekki samt söguna hennar Kamillu) og ég reyndi mjög markvisst að hafa bókina stutta, ég strikaði margt út á meðan ég var að skrifa og stytti hana líka eitthvað eftir að ég var búin að skrifa hana. Ég ákvað strax í upphafi að bókin mætti helst ekki vera lengri en 180 síður og var miklu nískari á orðin en ég er þegar ég skrifa ljóð. Það finnst örugglega einhverjum undarlegt, enda er fólk býsna fast í því að ljóð eigi að innihalda fá og vel valin orð en að skáldsögur eigi að vera fullar af orðaleikjum, líkingum og klisjum. Ég er sem sé á annarri skoðun og reyndi mjög meðvitað að forðast að skrifa langar setningar og nota mörg orð. Mér finnst samt oft auðveldara að skrifa lengri setningar með mörgum orðum en konan sem segir sögu sína í bókinni er ekki manneskja sem skrifar langlokur. Fyrst ég er farin að skrifa um þessa bók þá ætla ég líka að skrifa hérna (svo ég muni sjálf eftir því - það les þetta hvort sem er varla nokkur maður) að einhverjir gagnrýnendur kvörtuðu yfir að sagan væri ekki sögð í nógu línulegri tímaröð. Hún var samt miklu ólínulegri í uppkasti og þegar ég var búin að endurraða köflunum og gáfuð vinkona mín las yfir fannst henni ég komin með allt of beina tímalínu og vildi láta mig rugla aftur - ég brást ekki við því. En það er rugl í Ragnhildi bókabloggara að ég og sögukonan séum ein og sama manneskjam. Konan í bókinni er feitari og drykkfelldari en ég, hún býr erlendis en dvelur í kjallara við ritstörfin og hatar Mathöllina. Ég elska hins vegar Mathöllina mjög mikið. Svo er konan í bókinni líka dóttir Færeyings og konu sem er miklu eldri en móðir mín. En hvað um það, bókin sem ég las um helgina og heitir Tvö hundruð sextíu og einn dagur (minnir mig núna) er of löng. Það hefði mátt stytta hana um helming, alla vega fyrri helminginn sem ég er búin að lesa. Finnst mér. Þá er þeim gagnslausu skilaboðum komið út í alheiminn. Best að ég ljúki við bókina um konuna í smábænum áður en ég tek til við að vinna eitthvað af viti. Mín bíður þýðing og heilmikil önnur skrif. Ég ætla að skrifa skáldsögu, barnabók, leikrit og ljúka við ljóðabók endist mér aldur og heilsa. Amen og halelúja.
Kommentarer
Skicka en kommentar