Í dag fékk ég skemmtilegan póst frá konu og rithöfundi sem stingur upp á að við fáum okkur kaffi. Hún segist líka hafa verið að láta frá sér marga árganga af Tímariti Máls og menningar. Þeir voru fullir af greinum eftir misyfirlætislega karlmenn, en hún lét mig vita að hún hefði klippt eina grein úr, það er þessi grein sem ég skrifaði fyrir tuttugu árum, og var auðvitað búin að gleyma hvað stæði í. Mér sýnist þetta standast tímans tönn ágætlega hugmyndafræðilega, en núna myndi ég skrifa svona grein í allt öðrum stíl, svona ef ég á annað borð gæfi mér tíma til að skrifa grein. Mér finnst áhugavert að það eru engar millifyrirsagnir settar inn í svona langa grein. Sem ritstjóri í dag hefði ég brotið þetta upp. En nú er ég komin í vinnugír og ætla ekki að skrifa meira, þess vegna ætla ég ekkert að ræða ferð mína í gær á barinn Mónakó á Laugaveginum.
Í dag fékk ég skemmtilegan póst frá konu og rithöfundi sem stingur upp á að við fáum okkur kaffi. Hún segist líka hafa verið að láta frá sér marga árganga af Tímariti Máls og menningar. Þeir voru fullir af greinum eftir misyfirlætislega karlmenn, en hún lét mig vita að hún hefði klippt eina grein úr, það er þessi grein sem ég skrifaði fyrir tuttugu árum, og var auðvitað búin að gleyma hvað stæði í. Mér sýnist þetta standast tímans tönn ágætlega hugmyndafræðilega, en núna myndi ég skrifa svona grein í allt öðrum stíl, svona ef ég á annað borð gæfi mér tíma til að skrifa grein. Mér finnst áhugavert að það eru engar millifyrirsagnir settar inn í svona langa grein. Sem ritstjóri í dag hefði ég brotið þetta upp. En nú er ég komin í vinnugír og ætla ekki að skrifa meira, þess vegna ætla ég ekkert að ræða ferð mína í gær á barinn Mónakó á Laugaveginum.
Kommentarer
Skicka en kommentar