Fortsätt till huvudinnehåll

to do

Á skrifborðinu á skrifstofunni, sem ég deili með ýmsum snillingum í Sigvaldahúsi í sendiráðshverfinu, liggur svokallaður to do-listi. Á honum er bara um það bil helmingur verkefna sem ættu að vera á honum. Þessa stundina er ég auk þess ekki stödd á skrifstofunni til að lesa hann og man þar af leiðandi ekki alveg hvað stendur á listanum. En ég man eftir ýmsu sem ég skrifaði ekki á listann og nú held ég að ég hafi mögulega of mikið að gera. Eitt er þó alveg ljóst; enginn getur hringt í ónýta símann minn og beðið mig um að gera eitthvað. Á því verður þó líklega breyting innan skamms, ég hef ámálgað það við Véstein að kaupa fyrir mig nýjan síma.

Í dag fæ ég tvær dásamlegar konur í kaffi. Þar sem ég vann aldrei í bókabúð á ég enga vini sem ég kynntist í þeim bransa, en ég á marga kunningja og frábærar vinkonur sem ég kynntist fyrir tilstilli internetsins. Þessar konur eru tvær þeirra og svo gáfaðar og skemmtilegar að ég myndi senda þær í mánaðardvöl á heilsuhæli á fegursta stað heims, strá yfir þær blómum og borga fyrir þær visareikningana og námslánaskuldirnar ef ég væri ríkari. Ég hlakka til að gefa þeim danskan berjadrykk og kex með salati.

Spurning: Hvernig geta menn verið á móti jafnlaunavottun? Meginmarkmiðið er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði, eru þessir efafullu sjálfstæðismenn á móti því? Þeir eru reyndar margir á móti svo undarlegum hlutum að maður ætti kannski ekki að undrast. Og dómsmálaráðherrann Sigríður hefur svo sem lýst yfir efasemdum um launamun kynjanna svo það er varla von á mikilli skynsemi úr þeirri áttinni.


Kommentarer

Populära inlägg i den här bloggen

Ævintýrasirkusinn

Auðvitað er ég blinduð af eigin fordómum. Á meðan ég gekk um Åmål síðdegis í dag, eftir langan vinnudag við skrifborðið, hugsaði ég með mér að hér í þessum rólega bæ gerist örugglega aldrei nein ævintýri. Mér fannst þessi staður hljóta að vera merktur einhverjum ægilega tragískum hversdagsleika. En það var auðvitað eins og við manninn mælt; ég gekk inn í bók eftir Enid Blyton. Þegar ég kom rétt út fyrir miðbæinn, niður að vatninu, kom í ljós að Cirkus Brazil Jack er mættur í þorpið. Bæjarbúar þustu að og biðröð hafði myndast við miðasöluvagninn. Auðvitað gat forvitna konan ekki stillt sig um að læðast um svæðið og smella af nokkrum myndum. Ég batt að sjálfsögðu vonir við að sjá skeggjuðu konuna, fíl sem gengur á tveimur fótum, apa sem skilur mannamál og léttfulla spákonu með stóra eyrnalokka, skuplu og kristalskúlu, en þau voru örugglega öll inni í vögnunum að leggja sig. Sömuleiðis konan sem getur brotið sig saman og troðið sér ofan í skókassa og síamstvíburarnir. Hins vegar sá ég þr…

Næstsíðasti dagurinn í Åmål

Líður að lokum dvalarinnar í menningarhúsinu bænum við Vänern. Búið að panta lestarferð suður á bóginn á fimmtudag og ég verð á Íslandi í næstu viku. Þar bíða beð sem þarf að róta í og safnhaugur sem þarf að snúa á hvolf. Veðrið hefur verið frekar ömurlegt allan mánuðinn hér í Svíþjóð; kalt, rigning, haglél, slydda og rok. Ekki hefur strandlíf og drykkja á sólpöllum tafið mig frá vinnu, enda hefur mér orðið mikið úr verki, ég hef bæði lesið og skrifað og líka andað djúpt og hugsað.

Erla er ekki neitt sérlega iðin við bloggið, en ég bind vonir við að senn skrifi hún eitthvað. Ef þið vitið um íslensk blogg sem ég ætti að lesa þá má láta mig vita.

Nokkur önnur blogg  sem ég les:
Ráðlagður jazzkammtur
Kaktusinn
Bragi Ólafsson
Fjallabaksleiðin