Fortsätt till huvudinnehåll

Engin mynd

Í morgun lá ég í rúminu og las grein á símaskjánum um konur sem eru neyddar til að stunda sjálfsmorðshryðjuverkaárásir fyrir Boko Haram. Þegar ég lauk við greinina gaf síminn minn upp öndina. Skjárinn sortnaði og það slokknaði á símanum og nú er ekki hægt að kveikja á honum. Kannski er allt í lagi að vera símalaus, ekki langar mig mikið til að hringt sé í mig, ég vil miklu frekar fá tölvupósta. Ég er annars einhvern veginn hálfpartinn utan þjónustusvæðis þessa dagana, fylgist ekki með Eurovision hvað þá þvargi og dramatískum orðaskiptum um meint völd Rithöfundasambandsins til að láta svipta menn sjálfræði. Ég nenni ekki einu sinni að horfa á fréttirnar. En í kvöld horfði ég á mynd um Emmanuel Macron, sem er forvitnilegur maður miðað við að vera pólitíkus, ég hef eiginlega aldrei neinn áhuga á ókunnugum pólitíkusum.

Í dag drakk ég kaffi úti í garði með Þorgerði, bakaði síðan brauð og las töluvert í bókinni De urolige eftir Linn Ullmann. Mér sýnist þetta vera fín bók en hún heillar mig samt engan veginn jafn mikið og Doften av en man eftir Agnetu Pleijel, sem ég lauk við í gær.

Hér fyrir neðan er engin mynd því síminn er, sem fyrr segir, steindauður og þess vegna get ég ekki tekið mynd af einhverju viðeigandi.

Kommentarer

Populära inlägg i den här bloggen

Ljótar ljósmyndir

Í krummaskuðinu Krummaborg er gamalt leikhús sem á sér langa sögu. Það stendur við götu sem heitir Horní og er um 200 metra frá aðaltorginu þar sem ég er stödd núna. Í leikhúsinu er kaffihús/bar, eina slíka lókalið ég hef komið inn á í Tékklandi þar sem ekki má reykja. Anddyri leikhússins minnir mig pínulítið á gamla Nýja bíó eða jafnvel Hafnarfjarðarbíó (sem var eitt fallegasta bíó Íslands - en auðvitað var það eyðilagt), það er einhver svoleiðis stemning þarna. Kaffihúsið á neðstu hæð er skemmtilega gamaldags og ekkert of fínt, mismunandi ljósakrónur og lampar og þjónustustúlkan var hressileg. Mér leið samt dálítið eins og á kaffistofu sagnfræðinga við Háskóla Íslands þarna inni í gærkvöldi. Á svæðinu voru nefnilega tólf karlar og ein kona (ég). Já og skömmu síðar bættist þrettándi karlinn í hópinn.

Kannski hanga tékkneskar konur lítið á kaffihúsum og börum en þegar ég fór á klósettið datt mér í hug önnur skýring á fjarveru þeirra. Í anddyri leikhússins er nefnilega hörmulega ósmek…