Fortsätt till huvudinnehåll

Föstudagur

Sumt fólk er alltaf að gefa eitthvað í skyn. Það segist gjarna hafa fengið símtal eða áhugaverðan tölvupóst, að ónefndur hafi komið að máli við sig, dæsir yfir að það sé með svo marga bolta á lofti, mörg járn í eldinum eða eitthvað í þá áttina en segir svo ekki nánar hvaða bolta og hvaða járn og skilur fólk í kringum sig eftir logandi af forvitni. Ég er svo tortryggin að ég held yfirleitt að þetta fólk sé að mikla fyrir sér hlutina eða gera sig merkilegt í augum annarra. Það er jú ákveðinn status að vera upptekin og eftirsótt. Kannski er ég svona skeptísk vegna þess að ég fæ sjaldan símtöl, ónefndir koma afar sjaldan að máli við mig og ég er aldrei með neina sérstaka bolta á lofti. Ég fæ líka sjaldan spennandi tölvupósta. En nú á ég reyndar einn í pósthólfinu með tillögum að myndskreytingum næstu bókar!

Í gær fór ég á sumargleði hljóðbókalesara, það var mjög skemmtileg stund og góðar snittur og vín í boði. Svo fór ég á Hótel Öldu og spjallaði við skemmtilega vinkonu og þýðanda og pólskt starfsfólk á barnum. Þau eru búin að vera hálft ár á Íslandi og ætla að vera hálft ár í viðbót. Ég hvatti þau til að vera lengur, mér finnst líklegt að það taki að minnsta kosti ár að venjast landinu og síðan er gott að vera lengur til að upplifa samfélagið öðruvísi en sem nýkominn gestur. Reyndar sagði ég þetta aðallega af eigingjörnum hvötum, það vantar fleira fólk á Íslandi og um að gera að halda í þau sem vilja koma og bjóða þeim að vera sem lengst. Ríkisstjórn Íslands er ekki sammála mér.

Í gær fann ég moppu á Bergþórugötu, nálægt Snorrabraut. Hún ilmaði af þvottaefni og mig vantaði einmitt moppu svo ég tók hana með mér heim og moppaði gólfið. Ef einhver saknar þessarar moppu (hún er græn úr örtrefjum) þá má sækja hana til mín.

Það er sendiherra á leið í morgunkaffi og þýðingaspjall og ég var að taka brauð úr ofninum.





Kommentarer

Populära inlägg i den här bloggen

My friend and I

Undanfarið hef ég svolítið verið að hugsa um bókmenntagagnrýni, já eða mögulegan skort á henni og bókmenntaumræðu almennt, og um eitthvað sem Páll Baldvin Baldvinsson skrifaði í opnu bréfi fyrir nokkrum árum, þegar hann hætti að gagnrýna bækur. Í morgun, þegar ég vaknaði allt of snemma, datt mér í hug að fara á fætur og skrifa það sem ég var að hugsa og finna bréf Páls og hugleiðingu sem ég skrifaði í norska blaðið Klassekampen þar sem gagnrýni var til umræðu. Ég fór á fætur og inn á baðherbergi og rak þá augun í bók Jóhanns Hjálmarssonar, Malbikuð hjörtu , lúið eintak sem kom út árið 1961 og er með teikningu eftir Alfreð Flóka á kápunni. Ég fór að fletta bókinni (já, á klósettinu) og las meðal annars ljóð sem  heitir Skugginn . Þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hefði heyrt að Jóhann Hjálmarsson hefði einhvern tíma lögsótt hljómsveitina Trúbrot fyrir að stela frá sér texta ljóðsins. Það tók ekki margar sekúndur að finna útúr því hvernig málinu lauk (dómurinn féll í desember árið 1974).

Drottninggatan

Ég er stödd á gistiheimili í Stokkhólmi. Í gærkvöldi át ég salat upp úr plastboxi í kvöldmat og hámhorfði svo á Skam. Mér finnst þetta skemmtilegir þættir en ég og vinir mínir vorum nú ekki alveg jafn þroskuð við upphaf menntaskólanáms eins og norsku ungmennin. Þau eru líka sennilega eldri en þau eiga að vera, ég meina sko leikararnir. Þannig virkar kannski leiklistarbransinn, fyrst leikur fólk niður fyrir sig og síðan upp fyrir sig og svo er það rekið. Hádegismaturinn var bökuð kartafla með skagenröra. Í kvöld ætla ég að hitta þýðanda og forleggjara og drekka með henni bjór. Á morgun held ég ferðinni áfram, þá er sex klukkustunda lestarferð á dagskrá.

Hlemmur

Ég held ekki að ég sýni dómgreindarleysi varðandi eigin persónu þó að ég haldi því fram að ég sé sjaldan utan við mig. Ég er ekki vön því að týna hlutum og gleyma, fara í öfug föt, koma of seint eða ruglast á dóti. En í morgun tókst mér samt að bursta tennurnar með andlitskremi úr túpu sem var keypt í sænsku apóteki um daginn. Ég var búin að bursta duglega í svona tíu sekúndur þegar ég fann beiskt krembragðið. Oj! Ég er ekki meðlimur í Costco svo ekki fer ég þangað í bili. Hins vegar fór ég áðan í pólsku búðina á Hlemmi og keypti pipar. Það er svolítið erfitt að versla þar vegna þess að allt er merkt á pólsku, en ég get nú ráðið í ýmislegt. Þar fæst líka brauð sem heitir chleb. Og talandi um Hlemm þá er spurning hvort mögulegt ofmat á fjölda túrista verði til þess að hótelið sem verið er að ljúka við, ásamt fjölda annarra hótela í grenndinni, muni kannski standa hálftómt. Ég hef reyndar litla trú á því, og fjölgi túristum ekki eins og kanínum verður örugglega hægðarleikur að breyta h

Síðdegi flísaleggjarans

Það er eitthvað mjög áhugavert við að leggja flísar. Púsl með tilgang, verk sem er ekki beinlínis mjög auðvelt, en samt ekkert sérlega flókið og getur gengið býsna hratt. Það getur samt alveg tekið á taugarnar. Nú erum við að leggja lokahönd á flísagólf, annað kvöld mun ég fúga og í lok vikunnar verður glænýtt gólf á einu herbergi í kjallaranum. Á meðan ég lagði síðustu flísarnar áðan fór ég að hugsa um bók eftir höfund sem ég hef miklar mætur á. Það er maður sem skrifaði texta sem ég sogast oft inn í því hann er svo óskaplega tær og þægilegur, tilgerðarlaus og innihaldsríkur. Bókin sem ég hugsaði um heitir En kakelsättares eftermiddag eða Síðdegi flísalagningamanns og höfundurinn heitir Lars Gustafsson. Hann var meðal annars prófessor í Austin í Texas en  ættaður frá Västerås og gamall skólafélagi P. O. Enqvist. Lars Gustafsson dó fyrir rúmu ári síðan. Bókin um síðdegi flísaleggjarans er stutt (margar bækur LG eru stuttar og þéttar), hún kom út 1991 en ég las hana nokkrum árum síð

Vatnaleiðin og Álabókin

Það voru ekki margir á leið frá Stykkishólmi niður í Borgarfjörð í gær (ætli það megi ekki að segja niður í því samhengi?). Veðrið var fallegt, nokkrir hestar í vetrarbúningi átu hey og kindur vöppuðu á stöku stað fyrir utan bæi. Ég veit ekkert um landbúnað en klakabunkarnir yfir sumum túnum ímynda ég mér að geti valdið kali. Þegar ég fer um sveitir hugsa ég stundum með mér, þegar ég sé fallegt hús eða áhugavert bæjarstæði, ekki síst ef það er nálægt sjó og ekki hangandi utan í ógnvænlegu fjalli, að þarna gæti ég búið með nokkur hross og einhver smádýr, rekið flóamarkað í hlöðu og boðið einum og einum skiptinema til dvalar. Í fyrradag las ég einmitt frétt í einhverjum fjölmiðli um að Guðmundur í Brimi hefði keypt Þingvelli í Helgafellssveit, sjávarjörð í grennd við Stykkishólm. Mig minnir endilega að í fréttinni hafi staðið að hann eigi aðra jörð á Snæfellsnesi, hann er kannski að safna Snæfellsnesinu. Nú hvarflar skyndilega að mér að biðja Guðmund að selja mér skika í Helgafellssveit

Með veggteppi fyrir gluggunum

Þegar þessar línur eru skrifaðar er ég stödd í húsi í jaðri Reykjavíkur. Húsið er byggt 1968 sem sumarbústaður og þess vegna ekki einangrað með það í huga að í því sé dvalið þegar hitinn utanhúss nálgast tíu mínusgráður. Þegar ég kom hingað var hitinn inni við frostmark og frosið í blöndunartækjunum í eldhúsinu. Eftir þriggja tíma dvöl og kyndingu með rafmagnsofnum og kamínu er hitastigið orðið bærilegt, en rétt áðan var ég samt að prjóna vettlinga með ullarhúfu á höfðinu.  Fyrir nokkrum árum keypti ég þrjú hnausþykk, ofin ullarveggteppi á fimm hundruð krónur stykkið í nytjamarkaði. Eitt þeirra fór strax upp á vegg en tvö lentu í kistli, eins og gerist stundum með hluti sem fólki áskotnast og það kann að meta, en veit ekki hvað það á að gera við. Áðan blasti lausnin skyndilega við; teppin eru fullkomin fyrir gluggana með örþunna, einfalda glerinu. Þau eru falleg og einangra lygilega vel.

Skólabörn

Sænska ríkistjórnin vill banna kynjaskipta bekki . Málið hefur verið rætt mikið undanfarið eftir að kom í ljós að einhverjir múslimskir einkaskólar hafa stelpur og stráka aðskilin í leikfimi og reyndar kom í ljós fyrir skömmu að á einum stað fá stelpur og strákar ekki að nota sömu dyr á skólarútum . Ríkisstjórnarfólk sem vill banna aðskilnaðinn, meðal annarra menntamálaráðherrann, segir alla skóla í Svíþjóð eiga að vinna markvisst að jafnrétti og að það verði ekki gert með aðskilnaði kynjanna. Núna er leyft í Svíþjóð að skilja kynin að í einstaka fögum en ekki er vitað hversu algengt það er. Ég hef aldrei skilið hvað mörgum á Íslandi finnst sjálfsagt að skilja kynin að í skólabekkjum. Og hvar lenda þau sem upplifa sig ekki endilega sem strák eða stelpu? Gegn kynjaaðskilnaði skólabarna börðust margar kvenréttindakonur á sínum tíma víða um heim. Um daginn las ég um finnska uppeldisfrömuðinn og femínistann Lucinu Hagman sem fæddist 1853 og dó um miðja síðustu öld. Hún barðist ötullega

Listakona á Rolfsvej

   Elín Pjet. Bjarnason Sumir rithöfundar og bloggarar fá mörg símtöl, bréf og pósta frá lesendum sínum þar sem brugðist er við skrifunum með ýmsum hætti. Ég fæ lítið af slíkum viðbrögðum nema í formi þumla og einstaka skilaboða á samfélagsmiðlum, sem eru reyndar kærkomnir miðlar sem ég kann að meta. Ég á samt nokkur bréf og pósta frá lesendum, en það er ekki mikið að vöxtum. Kannski eru hinir skrifararnir bara að ljúga eða ýkja viðbrögðin við skrifum sínum til að vekja á sér athygli, það gæti svo sem alveg verið. En hvað sem þessu líður þá fékk ég um daginn, eftir að ég hafði skrifað um höfund lagsins sem sungið er við íslenska þjóðsönginn og eiginkonu hans og húsið sem Sveinbjörn dó í á Friðriksbergi, afar skemmtilega  pósta frá einum lesanda þessarar síðu. Lesandinn sagði mér frá mjög áhugaverðri og jafnframt býsna óþekktri íslenskri listakonu, Elínu Pjet. Bjarnason (1924-2009), sem bjó mestan hluta ævinnar og dó í Danmörku, seinni árin bjó hún einmitt á Friðriksbergi. Af því sem é

Ljótar ljósmyndir

Stolin mynd af bæjarleikhúsinu  Í krummaskuðinu Krummaborg er gamalt leikhús sem á sér langa sögu . Það stendur við götu sem heitir Horní og er um 200 metra frá aðaltorginu þar sem ég er stödd núna. Í leikhúsinu er kaffihús/bar, eina slíka lókalið ég hef komið inn á í Tékklandi þar sem ekki má reykja. Anddyri leikhússins minnir mig pínulítið á gamla Nýja bíó eða jafnvel Hafnarfjarðarbíó (sem var eitt fallegasta bíó Íslands - en auðvitað var það eyðilagt), það er einhver svoleiðis stemning þarna. Kaffihúsið á neðstu hæð er skemmtilega gamaldags og ekkert of fínt, mismunandi ljósakrónur og lampar og þjónustustúlkan var hressileg. Mér leið samt dálítið eins og á kaffistofu sagnfræðinga við Háskóla Íslands þarna inni í gærkvöldi. Á svæðinu voru nefnilega tólf karlar og ein kona (ég). Já og skömmu síðar bættist þrettándi karlinn í hópinn. Úr anddyrinu Hann hefur komið sér upp listamannslegu yfirbragði dávaldurinn og stjörnu- spekingurinn frá Budejovice. Kannski han

Ananasklipping

Ég lauk við að lesa bókina Millilendingu (sem ég átta mig núna á að hefur sama titil og plata með Megasi, endurnýttir titlar er efni sem ég hef stundum rætt um við vini mína) og fannst hún virkilega skemmtileg og vel skrifuð. Hefði ég verið valdamikill yfirlesari handrits hefði ég samt breytt endinum örlítið, þ.e.a.s. hnikað orðalagi og á einum stað (bls. 151) hefði ég líka bætt orðinu við inn í. Málbreyting sem ég tók eftir fyrir einhverju síðan hefur nefnilega ratað inn í bókina, hún felst í því að sleppa því að hafa orðið við við hliðina á orðunum hliðina á. Stundum skrifar fólk jafnvel hliðiná og sleppir orðinu við. Til útskýringar: Í bókinni stendur Að dansa hliðina á þessu liði (aðalpersónan er að dansa á skemmtistaðnum B5). Mér finnst þetta áhugaverð málbreyting og sé hana víða, til dæmis á Twitter og í fasteignaauglýsingum. Annað sem mér finnst umhugsunarvert er að á baki bókarinnar er klausa eftir Hallgrím Helgason (ég hef líka rætt svona tilvitnanir í merkilegt fólk á bók