Fortsätt till huvudinnehåll

Endurtekið efni

Í morgun settist ég niður til að skrifa grein um rithöfund. Höfundurinn hefur skrifað fjórar skáldsögur og sex leikrit, fengið hátt í þrjátíu verðlaun og verið þýddur á tugi tungumála. Ég er búin að kynna mér verk þessa höfundar, hef tekið viðtöl við hann, lesið bækurnar, séð bíómynd sem gerð var eftir einni þeirra, tvö leikrit og þýtt bók eftir manninn svo ég þekki hann ágætlega. Auðvitað gúgglaði ég samt nafnið hans og skoðaði þó nokkrar greinar á tveimur tungumálum þar sem fjallað er um höfundinn og verkin. Það sem mér finnst áhugavert er að ég var meira og minna alltaf að lesa það sama í þessum greinum. Það er augljóst að blaðamenn og greinahöfundar lesa það sem þeir finna á netinu og hlera það sem fram fer í umræðunni og að það er einhver bolti þarna úti sem rúllar áfram; þykir einn merkasti höfundur sinnar kynslóðar ... Auðvitað er þetta ekki óeðlilegt og svo eru alveg til undantekningar, fræðigreinar og BA-ritgerðir eða álíka sem segja mögulega eitthvað annað, en þetta er samt áberandi. Það eina sem mér fannst smávegis öðruvísi var bloggsíða leshrings þar sem fólk tjáði sig hressilega um nýjustu bókina.

Þetta minnti mig á það sem margir segja aftur og aftur um Yrsu Sigurðardóttur þegar minnst er á hana; hún skrifar bækurnar sínar í excel. Mig grunar að Yrsa hafi einhvern tíma sagst nota forritið excel við skrif sín og að fólki hafi þótt þetta sæta svo miklum tíðindum, til góðs eða ills, og að nú geti enginn gleymt þessu. Yrsa sér kannski eftir að hafa sagt þetta, ég held að það sé að mörgu leyti slæmt þegar lesendur spóla sig fasta í svona upplýsingum. Hvað er eiginlega svona merkilegt við að setja söguþráð bókar upp í excel? Finnist fólki það þénugt forrit er það örugglega ágætt til að raða upp atburðum í bók. Svona eins og að sumir skrifa á gula miða og líma þá í röð upp á vegginn fyrir ofan skrifborðið sitt. Og fyrst minnst er á excel þá skil ég eiginlega ekki líkinguna þegar sagt er um fólk, með neikvæðum formerkjum, að það sé einhvers konar excel-hausar. Excel er í mínum huga bara tæki sem er nothæft til ákveðinna hluta, ég nota það mjög lítið en reyndar sendi ég excel-skjal frá mér í morgun vegna þess að það virkar ágætlega ef maður er að eiga örlítið flókin samskipti við netbanka. Já og nú er best að nefna, svona ef einhver ætlar að skrifa eitthvað um mín verk og gúgglar þessa síðu í fyllingu tímans; ég skrifa ekki bækur í excel og nota reyndar forritið word ekki heldur. Þá er því að minnsta kosti komið að.

Í gær var 19. júní og því var fagnað að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt fyrir 102 árum. Því var líka fagnað að stóra og góða húsið sem ég vinn í, Kvennaheimilið Hallveigarstaðir, er 50 ára. Nú horfi ég til skiptis á tölvuna og út um rennblauta rúðu á þessu magnaða húsi með kynjagleraugun á nefinu. Það er engin ástæða til að taka þau niður og það væri í raun fásinna. Því miður er langt í land í að jafnrétti verði náð og menn vinna stöðugt gegn því að kynin fái að sitja við sama borð. Sumir markvisst og með einbeittan brotavilja, aðrir fullir af sjálfhverfu og kynblindu.


Útsýni frá kvennaheimili

Kommentarer

Populära inlägg i den här bloggen

Eitthvað pínulítið um gagnrýni

Stundum les ég eða heyri að þeir sem tjái sig um bókmenntir fái oft yfir sig ægilegar gusur frá óhressum höfundum eða útgefendum. Þetta hef ég aldrei upplifað persónulega þrátt fyrir að hafa skrifað og spjallað um bókmenntir á ýmsum stöðum. Einu sinni skrifaði ég á fjölmiðil (sem nú er dauður) eitthvað í áttina að því að kafli í ákveðinni, þá nýrri, bók hlyti að vera leiðinlegasti kafli gjörvallrar íslenskrar bókmenntasögu, en enginn sendi mér skammarpóst hvað þá kúk í poka. Í mesta lagi hefur einhver hent mér út af facebook-vinalistanum og það er nú bara hressandi. En ég man að höfundur þakkaði mér einu sinni persónulega fyrir skrif um bók eftir sig. Það gerðist í gamla Blómavali við Sigtún. Viðkomandi höfundur, sem er nýbúinn að gefa út ljóðabók, skrifar á þessa síðu . Ég tek það samt fram að ég hef aldrei þurft að gefa bókum stjörnur. Þegar ég skrifaði gagnrýni fyrir Morgunblaðið, það var sennilega fyrir áratug, var stjörnugjöf ekki enn orðin regla. Fyrir nokkrum árum hætti Páll B

Lífsstílsbloggari í Lyon

Rue du Boeuf Við Snæbjörn erum búin að vera í Frakklandi síðan á föstudaginn. Flugið til Parísar var dúnmjúkt, enginn hristingur með tilheyrandi handsvita. Frá flugvellinum í París tókum við þægilega hraðlest hingað til Lyon, hún var bara tvo tíma að þeytast 470 kílómetra til borgarinnar við fljótið Rhône og leigubílstjóri ók okkur upp að dyrum á húsi númer 9 við Rue du Boeuf. Gatan er reyndar göngugata í gamla hverfinu en leigubílar mega hökta alla leið á áfangastað með ferðalúna góðborgara. Ég talaði frönsku við bílstjórann, þ.e.a.s. ég sagði götuheitið og númerið á húsinu. Það svínvirkaði. Annars er ég voðalega slök í frönsku, menntaskólalærdómurinn rétt nægir til að taka leigubíl og kaupa café au lait. Við hittum leigusalana, Stephane og Claire, sem ég fann á netinu og þau afhentu okkur lyklana og íbúðina sem er í húsi frá því um 1700 ef ég man rétt. Ferðahandbókin segir mér að gamla hverfið hafi verið í mikilli niðurníðslu eftir stríð og að upp úr 1950 hafi planið verið að ríf

Sapere aude

Ég sit í lest. Lestin er stopp, hún stöðvaðist harkalega á teinunum fyrir nokkrum mínútum. Á aðra hönd er urð og á hina er skógur. Við hliðina á mér situr viðkunnanlegur karl sem lítur út fyrir að vera embættismaður. Jakkafötin, skyrtan, gleraugun, hárgreiðslan, úrið og skórnir benda til þess. Ég er búin að fletta blaði sem ég fann í sætisvasanum. Þar er enn ein greinin um mikilvægi fyrirmynda. Förebilder eins og þær heita á sænsku. Hvenær hófst hin suðandi umræða um mikilvægi fyrirmynda? Einu sinni las ég eitthvað eftir Foucault, ég man ekki hvert umfjöllunarefnið var nema að hann notaði hugtakið sapere aude . Það rifjaðist upp þegar ég fór að lesa um fyrirmyndir. Ég gúgglaði og komst að því að Fúkki hefur stolið þessu frá Immanúel Kant sem stal þessu frá rómversku skáldi, sniðugir karlar eru alltaf að stela einhverju sniðugu. En já, ég lærði einu sinni smávegis í latínu (mér fannst það frekar skemmtilegt en ég var ekki sérlega góður námsmaður) og þetta sapere aude sat í mér. Ég

2019

Klukkan er korter yfir tíu og enn er dimmt úti. Áðan spilaði einhver á Rás 1 Vals moderato, ekki uppáhaldsútgáfuna mína með Elsu Sigfúss heldur ósungna útgáfu, instrúmental eins og það kallast. Elsa söng sennilega inn á hátt í 200 hljómplötur, það vita áreiðanlega ekki margir. En nú spilar KK Hey Nineteen, eitt af mínum máttlausu áramótaheitum var að hætta að hlusta eins mikið á snekkjurokk og ég geri, það mun sennilega ekki takast. Í dag ætla ég ekki að fara vestur í bæ að vinna, ég ætla að vera heima og lesa Millilendingu eftir Jónas Reyni Gunnarsson, fara í Sundhöllina og synda, drekka kaffi í stofunni og skrifa kannski  smávegis. Í lok vinnudags hef ég svo mælt mér mót við fólk á opinberum stað, ef ég man rétt. Mynd dagsins er af Bodil Malmsten.

Með veggteppi fyrir gluggunum

Þegar þessar línur eru skrifaðar er ég stödd í húsi í jaðri Reykjavíkur. Húsið er byggt 1968 sem sumarbústaður og þess vegna ekki einangrað með það í huga að í því sé dvalið þegar hitinn utanhúss nálgast tíu mínusgráður. Þegar ég kom hingað var hitinn inni við frostmark og frosið í blöndunartækjunum í eldhúsinu. Eftir þriggja tíma dvöl og kyndingu með rafmagnsofnum og kamínu er hitastigið orðið bærilegt, en rétt áðan var ég samt að prjóna vettlinga með ullarhúfu á höfðinu.  Fyrir nokkrum árum keypti ég þrjú hnausþykk, ofin ullarveggteppi á fimm hundruð krónur stykkið í nytjamarkaði. Eitt þeirra fór strax upp á vegg en tvö lentu í kistli, eins og gerist stundum með hluti sem fólki áskotnast og það kann að meta, en veit ekki hvað það á að gera við. Áðan blasti lausnin skyndilega við; teppin eru fullkomin fyrir gluggana með örþunna, einfalda glerinu. Þau eru falleg og einangra lygilega vel.

Sími, hjól, bók ...

Nú hef ég verið símalaus í nokkra daga, síminn minn er sennilega alveg ónýtur. Ég er að velta því fyrir mér hvers vegna ég þurfi síma, í dag vantar mig hann aðallega til að komast inn í heimabankann til að borga skattinn, annars er ég alveg góð svona símalaus. Mig vantar miklu frekar reiðhjól en síma. Græna hjólið mitt er í lamasessi, sprungið dekk og bilaðir gírar. Og bleika DBS-hjólið sem ég fékk þegar ég var 13 ára hefur verið bilað síðan einhvern tíma þegar sonur minn var í stærðfræði í HÍ og notaði það til að komast út í VR. Þar var því stolið en hjólið fannst á Fálkagötu og rataði aftur heim til mín. Sennilega er skynsamlegast að fara með bæði hjólin í viðgerð og yfirhalningu hjá fagmanni. Nú vantar mig nokkrar heimilishjálpir, tvær þeirra gætu farið með hjólin í viðgerð fyrir mig. Í gær fór ég á skrifstofuna í fyrsta skipti í rúman mánuð. Þar las ég heilt handrit að unglingabók upphátt fyrir Hildi. Lesturinn tók nokkra klukkutíma. Við erum að snurfusa framhaldsbók um Dodda, sv

Vígt vatn af skornum skammti

Þessa vikuna dvel ég í Króatíu. Að lenda á flugvellinum í Split er svolítið eins og að lenda á Ísafirði, stefna á fjall og taka svo skyndilega U-beygju (nú ætla ég samt ekki að reyna að ljúga því að ég hafi einhverntíma flogið til Ísafjarðar). Hér er hlýtt loft og volgt Adríahaf sem er svo salt að mér líður eins og nætursaltaðri ýsu eftir að hafa fleygt mér í öldurnar. Mér skilst að gistihúsið sem ég dvel í sé þúsund ára og að næstu hús séu frá því um árið 300 svo mér líður mjög vel. Allt sem er gamalt og mikið notað hentar mér best, þannig hef ég alltaf verið. Helstu merki um að nú geysi heimsfaldur eru þau að það er ekkert vígt vatn í kirkjunum. Í einni vígðavatnsskál í kirkju sem ég heimsótti í fyrradag lá meira að segja bara brúsi með spritti svo að kirkjugestir gætu dassað á sig veiruvörn. Þetta er óneitanlega forsendubrestur fyrir konu sem er vön því að fara inn í evrópskar kirkjur og sletta á sig skítugu vatni í nafni föður og sonar og heilags anda.

Heima

Flugleiðavélin var full af fólki en við könnuðumst ekki við neinn innanborðs. Ég var búin að hlakka til að hlusta á seinni hlutann af Egils sögum á hljóðbók í vélinni en varð fyrir vonbrigðum. Á útleið fyrir mánuði hlustaði ég á Pál Valsson og Egil lesa til skiptis úr bókinni en í gær var búið að skipta út hljóðbókunum í afþreyingarkerfinu og ég gat þess vegna ekki hlustað á síðasta þriðjung Egils sagna . Í staðinn horfði ég smávegis á Ligeglad og svo mynd um íbúa á Ströndum. Mér finnst merkilega lítið hafa gerst hjá gróðrinum í Reykjavík á heilum mánuði. Það mætti halda að ég hafi verið viku í burtu en ekki mánuð. Undantekningin er heggurinn fyrir framan hús, hann er alltaf fljótur til. Það væri nú skemmtilegt ef hann færi að blómstra. Þetta er heggurinn

Augnlok og heimsstyrjöld

Karen Blixen sagði eitthvað í þá átt að öll sorg yrði bærileg ef maður skrifaði hana inn í sögu. Ég veit ekki hvort þetta er rétt, enda er ég talsmaður bælingar og geri mér far um að bæla marga slæma hluti eins vel og ég get og myndi aldrei skrifa um þá. En mér finnst ósennilegt að óþolandi snyrtivöruofnæmið, með tilheyrandi bólgu og kláða, hverfi af augnlokunum á mér ef ég skrifa um það. Voðalegur fáviti var ég að klína á mig þessum augnskugga um daginn. Það er einkennilegt að hugsa til þess að ég hafi fæðst  aðeins 20 árum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Synir mínir eru 22ja og 24ra ára og mér finnst frekar stutt síðan þeir fæddust. Hér er þriðji þátturinn í sjónvarpsþáttaröð . Þarna er líka hægt að horfa á 1. og 2. þátt.

Ljóð með þema

Mér er ekki kunnugt um hvaða týpur lesa það sem stendur á þessari síðu (þær eru þó nokkuð margar segir innbyggði ip-töluteljarinn) en ég held bara áfram að skrifa stöku sinnum og vinir og óvinir eru velkomnir hingað inn. Jólabókaflóðið hefur verið dálítið undarlegt þetta árið. Undanfarin ár hef ég verið með fleiri en eina bók að lesa úr og síðustu þrjú ár hef ég gefið út ljóðabækur. Nú er ég bara með eina unglingabók, já, eða öllu heldur hálfa, því ég er annar höfundur umræddrar bókar (og reyndar tvær þýðingar, sem eru samt auðvitað ekki minna virði, en lestrar úr þeim eru fátíðari) og þar af leiðandi hef ég ekki lesið nein ljóð opinberlega í þessari vertíð (nú lýg ég samt aðeins). Ég játa að ég sakna þess að lesa ljóð fyrir fólk, ég er nefnilega smá sprellari og uppistandari innra með mér og finnst gaman að skemmta fólki með ljóðalestri. Skemmtilegra en ég gerði mér grein fyrir. Ég er sem sagt enn að kynnast sjálfri mér. Nú stefni ég að því að skrifa fleiri ljóð á næsta ári en voru sk