Loksins er vor í Dalslandi, hitinn í tveggja stafa tölu og sól. Stóru trén, sem beðið hafa norpandi eftir tækifæri til að fletta út á sér laufunum, grænka með hraði. Þetta er síðasti dagurinn minn í Åmål, a.m.k. í þessari törn, ég hafði aldrei komið hingað í byrjun þessa mánaðar og veit ekki hvort eða hvenær ég kem aftur. Ég hafði hugsað mér að skrifa bókablogg áður en ég færi héðan, um bók sem ég fann hérna frammi í hillu, en ég næ því ekki vegna þess að ég þarf að gera annað í dag og mig langar líka að vera dálítið úti í góða veðrinu. Bókin heitir Bland vulkaner och varma källor - Isländska strövtåg, hún kom út 1924 og er eftir Harry Blomberg. Höfundur segir í bókinni frá Íslandsferð sinni snemma á 3. áratug síðustu aldar og ég held að hann hafi verið dálítið naskur húmoristi. Harry Blomberg ræðir meðal annars þá þversögn á nokkrum síðum að á Íslandi skófli menn síld upp úr sjónum sem seld sé dýru verði til útlanda en að þeir sem slíti sér út við veiðar og fiskverkun séu bláfátæki...