Ég skrifa of lítið. Ég held að fólk skrifi almennt of lítið. Háskólakennari með áratugalanga reynslu segir mér að nemendur sem tóku próf hjá honum í desember hafi flestir skrifað einnar til einnar og hálfrar síðu svör við ritgerðarspurningu sem flestir svöruðu á þremur til fjórum síðum fyrir áratug. Hvað er að gerast?
Undanfarnar vikur hafa Halldór Guðmundsson og Þorgerður E Sigurðardóttir verið með mjög áhugaverða útvarpsþætti á RÚV um Íslendinga í Kaupmannahöfn. Síðasti þátturinn verður á dagskrá næsta laugardag og ég hlakka til að hlusta á hann. Í þáttunum, sem heita Skáld og skrælingjar , hefur Halldór meðal annars minnst á íslenska karla sem sátu hver yfir öðrum á knæpum í grennd við Kóngsins nýjatorg og uppnefndu Dani, en líka hefur verið minnst á nokkrar konur. Ég hef sjálf óseðjandi áhuga á íslenskum konum sem voru í Kaupmannahöfn á síðustu öld og er einmitt núna stödd í borginni og búin að lesa ýmis skjöl á Ríkisskjalasafni Dana og fletta upp í Borgarskjalasafninu. Ég hef ekki fundið nákvæmlega það sem ég er beinlínis að leita að og sem tengist íslenskri konu sem bjó í Kaupmannahöfn mikinn meirihluta ævinnar (hér eru útvarpsþættirnir um hana ), en ég hlýt samt að finna þetta á endanum, nú bíða mín tvær útkrotaðar bækur í Svarta demantinum. Ekki er ég sagnfræðingur og ekki geng ég mjög skip...
Þú meinar þá handskrifa, eða hvað? Ég er viss um að þessir háskólanemar gætu vélritað kafla á þeim tíma sem tekur þá að handskrifa eina síðu.
SvaraRaderaJá, prófið var handskrifað. Kennarinn var einmitt að spá í hvort þau myndu svara ítarlegar ef þau tækju prófin á tölvur. Hann er samt ekki viss hvort það dygði, það væri hreinlega eins og sumir nenntu ekki að svara eða fyndist allt í lagi að hafa þetta mjög snubbótt.
SvaraRadera