Fortsätt till huvudinnehåll

Augnlok og heimsstyrjöld

Karen Blixen sagði eitthvað í þá átt að öll sorg yrði bærileg ef maður skrifaði hana inn í sögu. Ég veit ekki hvort þetta er rétt, enda er ég talsmaður bælingar og geri mér far um að bæla marga slæma hluti eins vel og ég get og myndi aldrei skrifa um þá. En mér finnst ósennilegt að óþolandi snyrtivöruofnæmið, með tilheyrandi bólgu og kláða, hverfi af augnlokunum á mér ef ég skrifa um það. Voðalegur fáviti var ég að klína á mig þessum augnskugga um daginn.

Það er einkennilegt að hugsa til þess að ég hafi fæðst  aðeins 20 árum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Synir mínir eru 22ja og 24ra ára og mér finnst frekar stutt síðan þeir fæddust.

Hér er þriðji þátturinn í sjónvarpsþáttaröð. Þarna er líka hægt að horfa á 1. og 2. þátt.


Kommentarer